Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Andri Eysteinsson skrifar

Íslensk erfðagreining ætlar að hætta að skima fyrir kórónuveirunni eftir eina viku. Fyrirtækið hefur umsjón með skimuninni sem fer fram á landamærum Íslands.

Rætt verður við Kára Stefánsson og forsætisráðherra um ákvörðunina í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Yfirlæknir smitsjúkdómavarna Landspítalans segir nú vera minna um kórónuveirusmit hér á landi en hann hafði búist við. Dæmi séu um að fólk hafi fengið smit úr lofti. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.

Meðal tillagna í nýrri skýrslu um norrænt samstarf á sviði utanríkis- og öryggismála eru sameiginlegar reglur til að tryggja lýðræði í netheimum og sameiginleg afstaða til Kína á norðurslóðum. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.

Einnig hittum við elsta núlifandi Íslendinginn sem fagnar 108 ára afmæli í dag. Hún man vel eftir Kötlugosinu 1918 og rámar einnig í tíma spænsku veikinnar á Íslandi. Hún segir margt skrýtið í nútímanum og hvetur Íslendinga til að standa í lappirnar.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.