Erlent

Kanye West segist ætla að bjóða sig fram til forseta

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Kanye West þegar hann fundaðu með Donald Trump í desember árið 2018.
Kanye West þegar hann fundaðu með Donald Trump í desember árið 2018. Getty/Ron Sachs

Svo virðist sem að bandaríski tónlistarmaðurinn Kanye West hafi í hyggju að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í tísti frá West.

„Við verðum að uppfylla fyrirheit Bandaríkjanna með því að treysta guði, sameina sýn okkar og byggja fyrir framtíðina. Ég býð mig fram til forseta Bandaríkjanna,“ skrifar West á Twitter og bætir við myllumerkinu #2020VISION sem fjölmiðlar í Bandaríkjunum segja vísbendingu um að West hyggist bjóða sig fram í kosningunum sem fara fram í nóvember ytra.

Í frétt LA Times segir að ekki liggi fyrir hvort að West sé alvara með orðum hans þar sem ekki sé ljóst hvort að hann hafi skilað inn þeim pappírum sem þarf til þess að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna.

Tíst West hefur fengið mikil viðbrögð og hefur því þegar verið endurtíst um 400 þúsund sinnum. Frumkvöðullinn Elon Musk sagðist meðal annars ætla að styðja West Margir virðast velta því fyrir sér hvað West hafi í hyggju með þessari tilkynningu en hann gaf á dögunum út nýtt lag, en von er á nýrri plötu frá kappanum.

West hefur talað um aðdáun sína á Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og meðal annars fundað með honum í Hvíta húsinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×