Erlent

Rétttrúnaðarkirkjan mótmælir kröfu um að Ægisif verði moska

Kjartan Kjartansson skrifar
Ægisif er á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna. H'un var byggð í tíð Austrómverska keisaradæmisins á 6. öld. Eftir að Tyrkjaveldi lagði Miklagarð undir sig á 15. öld var kirkjunni breytt í mosku. Hún hefur verið safn frá því á 4. áratug síðustu aldar.
Ægisif er á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna. H'un var byggð í tíð Austrómverska keisaradæmisins á 6. öld. Eftir að Tyrkjaveldi lagði Miklagarð undir sig á 15. öld var kirkjunni breytt í mosku. Hún hefur verið safn frá því á 4. áratug síðustu aldar. Vísir/EPA

Rússneska rétttrúnaðarkirkjan telur óásættanlegt ef Ægisif í Istanbúl verður breytt úr safni í mosku eins og hópur tyrkneskra þjóðernissinna og múslima gerir kröfu um. Fleiri trúar- og stjórnmálaleiðtogar hafa gagnrýnt mögulega breytinguna.

Æðsti stjórnsýsludómstóll Tyrklands liggur nú undir feldi vegna kröfu um að þessu helsta kennileiti Istanbúl verði breytt í mosku. Ægisif er einn vinsælasti ferðamannastaður Tyrklands og hefur verið höfuðvígi bæði rétttrúnaðarmanna og Tyrkjaveldis í gegnum aldirnar. Niðurstöðu er að vænta síðar í þessum mánuði.

Metropolitan Hilarion, formaður samskiptasvið rétttrúnaðarkirkjunnar í Moskvu varar við því að „snúið verði aftur til miðalda“ með því að breyta Ægisif í mosku. Kirkjan átti sig ekki á hvaða hvati liggi að baki og telji að innanlandspólitík ráði ferðinni.

„Við teljum að við núverandi aðstæður sé þessi aðgerð óásættanlegt brot á trúfrelsi,“ segir Hilarion, að sögn Reuters-fréttastofunnar.

Áður hefur rétttrúnaðarkirkjan í Grikklandi og Tyrkland mótmælt hugmyndinni. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur tekið í sama streng en Recep Erdogan, forseti Tyrklands, hefur fráboðið sér það sem hann telur erlend afskipti af fullveldi Tyrklands.


Tengdar fréttir

Niðurstöðu beðið um hvort Ægisif verður breytt aftur í mosku

Æðsti stjórnsýsludómstóll Tyrklands íhugar nú kröfu þjóðernissinna og trúarhópa um að Ægisif, helsta kennileiti Istanbúl, verði breytt aftur í mosku. Lögmaður tyrkneska ríkisins leggst gegn kröfunni en niðurstöðu er að vænta innan tveggja vikna.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.