Vinkona Maxwell segir að Ghislaine muni ekkert gefa upp um Andrés Andri Eysteinsson skrifar 4. júlí 2020 14:15 Ghislaine Maxwell, bresk samverkakona Jeffrey Epstein. Getty/Jared Siskin Andrés Bretaprins þarf engar áhyggjur að hafa af Ghislaine Maxwell hafi vinkona hennar, fjárfestirinn fyrrverandi Laura Goldman, rétt fyrir sér en hún segir að Maxwell myndi aldrei segja yfirvöldum neitt um samband prinsins við Jeffrey Epstein. Maxwell var á dögunum handtekin í New Hamsphire í Bandaríkjunum sökuð um aðild að brotum Jeffrey Epstein sem sakaður var um að misnota og selja fjölga stúlkna mansali. Maxwell hefur alltaf neitað aðild eða þekkingu um brot Epstein. Konurnar sem hafa sakað Epstein um brotin hafa þó sagst hafa kynnst honum í gegnum Maxwell. Ein kvennanna, Virginia Guiffre, sakar Maxwell um að hafa boðið henni, fimmtán ára gamalli, vinnu við að nudda Epstein. Andrés Bretaprins, sem var vinur auðkýfingsins bandaríska hefur verið sakaður um aðild að brotunum en hann hefur neitað að aðstoða bandarísku alríkislögregluna við rannsókn málsins. Í viðtali við Today á BBC Radio 4 í dag sagði Laura Goldman, vinkona Maxwell að Ghislaine „þyrfti að semja við yfirvöld“ til þess að fá vægari refsingu. Spurð út í mál prinsins sagði Goldman að hún teldi að Maxwell myndi ekkert segja um tengsl hans við Epstein. „Hún hefur alltaf sagt mér að hún myndi aldrei nokkurn tímann segja nokkuð um hann. Henni finnst hann vera vinur sinn og hún myndi aldrei nokkurn tímann segja neitt. Hún fann fyrir því á tíunda áratugnum þegar faðir hennar dó að Andrés var til staðar fyrir hana, á margan hátt,“ sagði Goldman við BBC. Goldman sem kynntist Maxwell á tíunda áratugnum og viðurkenndi að hafa mætt í partí hjá Epstein sagðist einnig telja að Epstein hafi stjórnað Maxwell. „Það réttlætir ekki það sem hún gerði. Ég held að hún hafi talið að ef hún hjálpaði honum þá myndi hann giftast henni. Hún trúði því að einn daginn yrði hún eiginkona hans,“ sagði Maxwell sem sagðist aldrei hafa orðið vitni að brotum Epstein gegn ungum stúlkum. Jeffrey Epstein Bandaríkin Bretland Kóngafólk Tengdar fréttir Samverkamaður Epstein flutti boðskap sinn í Hörpu Meðal ræðumanna á Hringborði Norðurslóða í Hörpu árið 2013 var Ghislaine Maxwell, sem var ákærð í gær vegna gruns um aðild að mansali. 3. júlí 2020 10:45 Maxwell ákærð fyrir aðild sína að mansalshring Epstein Ghislaine Maxwell, sem sökuð hefur verið um að vera samverkakona auðkýfingsins Jeffrey Epstein hefur verið ákærð fyrir að hafa aðstoðað Epstein í því að misnota ungar stúlkur undir lögaldri. 2. júlí 2020 21:02 Samverkakona Epstein handtekin af FBI Ghislaine Maxwell, bresk samverkakona Jeffrey Epstein, auðkýfings sem sakaður var um að misnota og selja fjölda stúlkna mansali, hefur verið handtekin af Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI. 2. júlí 2020 13:55 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Andrés Bretaprins þarf engar áhyggjur að hafa af Ghislaine Maxwell hafi vinkona hennar, fjárfestirinn fyrrverandi Laura Goldman, rétt fyrir sér en hún segir að Maxwell myndi aldrei segja yfirvöldum neitt um samband prinsins við Jeffrey Epstein. Maxwell var á dögunum handtekin í New Hamsphire í Bandaríkjunum sökuð um aðild að brotum Jeffrey Epstein sem sakaður var um að misnota og selja fjölga stúlkna mansali. Maxwell hefur alltaf neitað aðild eða þekkingu um brot Epstein. Konurnar sem hafa sakað Epstein um brotin hafa þó sagst hafa kynnst honum í gegnum Maxwell. Ein kvennanna, Virginia Guiffre, sakar Maxwell um að hafa boðið henni, fimmtán ára gamalli, vinnu við að nudda Epstein. Andrés Bretaprins, sem var vinur auðkýfingsins bandaríska hefur verið sakaður um aðild að brotunum en hann hefur neitað að aðstoða bandarísku alríkislögregluna við rannsókn málsins. Í viðtali við Today á BBC Radio 4 í dag sagði Laura Goldman, vinkona Maxwell að Ghislaine „þyrfti að semja við yfirvöld“ til þess að fá vægari refsingu. Spurð út í mál prinsins sagði Goldman að hún teldi að Maxwell myndi ekkert segja um tengsl hans við Epstein. „Hún hefur alltaf sagt mér að hún myndi aldrei nokkurn tímann segja nokkuð um hann. Henni finnst hann vera vinur sinn og hún myndi aldrei nokkurn tímann segja neitt. Hún fann fyrir því á tíunda áratugnum þegar faðir hennar dó að Andrés var til staðar fyrir hana, á margan hátt,“ sagði Goldman við BBC. Goldman sem kynntist Maxwell á tíunda áratugnum og viðurkenndi að hafa mætt í partí hjá Epstein sagðist einnig telja að Epstein hafi stjórnað Maxwell. „Það réttlætir ekki það sem hún gerði. Ég held að hún hafi talið að ef hún hjálpaði honum þá myndi hann giftast henni. Hún trúði því að einn daginn yrði hún eiginkona hans,“ sagði Maxwell sem sagðist aldrei hafa orðið vitni að brotum Epstein gegn ungum stúlkum.
Jeffrey Epstein Bandaríkin Bretland Kóngafólk Tengdar fréttir Samverkamaður Epstein flutti boðskap sinn í Hörpu Meðal ræðumanna á Hringborði Norðurslóða í Hörpu árið 2013 var Ghislaine Maxwell, sem var ákærð í gær vegna gruns um aðild að mansali. 3. júlí 2020 10:45 Maxwell ákærð fyrir aðild sína að mansalshring Epstein Ghislaine Maxwell, sem sökuð hefur verið um að vera samverkakona auðkýfingsins Jeffrey Epstein hefur verið ákærð fyrir að hafa aðstoðað Epstein í því að misnota ungar stúlkur undir lögaldri. 2. júlí 2020 21:02 Samverkakona Epstein handtekin af FBI Ghislaine Maxwell, bresk samverkakona Jeffrey Epstein, auðkýfings sem sakaður var um að misnota og selja fjölda stúlkna mansali, hefur verið handtekin af Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI. 2. júlí 2020 13:55 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Samverkamaður Epstein flutti boðskap sinn í Hörpu Meðal ræðumanna á Hringborði Norðurslóða í Hörpu árið 2013 var Ghislaine Maxwell, sem var ákærð í gær vegna gruns um aðild að mansali. 3. júlí 2020 10:45
Maxwell ákærð fyrir aðild sína að mansalshring Epstein Ghislaine Maxwell, sem sökuð hefur verið um að vera samverkakona auðkýfingsins Jeffrey Epstein hefur verið ákærð fyrir að hafa aðstoðað Epstein í því að misnota ungar stúlkur undir lögaldri. 2. júlí 2020 21:02
Samverkakona Epstein handtekin af FBI Ghislaine Maxwell, bresk samverkakona Jeffrey Epstein, auðkýfings sem sakaður var um að misnota og selja fjölda stúlkna mansali, hefur verið handtekin af Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI. 2. júlí 2020 13:55