Innlent

Samson kominn heim

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Samson og Dorrit að leika sér.
Samson og Dorrit að leika sér. Mynd/Ólafur Ragnar Grímsson

Svo virðist sem að Samson, klón hundsins Sáms, sé kominn í faðm eigenda sinna, þeirra Dorrit Mouissaeff og Ólafs Ragnars Grímssonar. Ólafur Ragnar greinir frá þessu á Twitter-síðu hans.

„Samson er loksins kominn heim, að leika sér í garði föðurs síns,“ skrifar Ólafur Ragnar á Twitter. Þar með virðist Samson kominn úr einangrun þar sem hann hefur verið undanfarnar vikur.

Ólafur og Dorrit hafa verið dugleg að deila klónunarferlinu á samfélagsmiðlum en Ólafur Ragnar birti í desember myndskeið á Twittersíðu sinni þar sem sjá Dorrit og hvolpinn Samson kútveltast í snjónum. „Ást við fyrstu sýn,“ skrifaði Ólafur Ragnar.

Það vakti talsverða athygli í fyrra þegar Ólafur sagði að sýni hefðu verið tekin úr Sámi, hundi þeirra, og send til fyrirtækis í Texas, ViaGen Pets. Fyrirtækið gæti þá klónað hann hvenær sem er. Sámur kvaddi þennan heim í janúar í fyrra. Skömmu síðar hófst klónunarferlið.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.