Innlent

Samson kominn heim

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Samson og Dorrit að leika sér.
Samson og Dorrit að leika sér. Mynd/Ólafur Ragnar Grímsson

Svo virðist sem að Samson, klón hundsins Sáms, sé kominn í faðm eigenda sinna, þeirra Dorrit Mouissaeff og Ólafs Ragnars Grímssonar. Ólafur Ragnar greinir frá þessu á Twitter-síðu hans.

„Samson er loksins kominn heim, að leika sér í garði föðurs síns,“ skrifar Ólafur Ragnar á Twitter. Þar með virðist Samson kominn úr einangrun þar sem hann hefur verið undanfarnar vikur.

Ólafur og Dorrit hafa verið dugleg að deila klónunarferlinu á samfélagsmiðlum en Ólafur Ragnar birti í desember myndskeið á Twittersíðu sinni þar sem sjá Dorrit og hvolpinn Samson kútveltast í snjónum. „Ást við fyrstu sýn,“ skrifaði Ólafur Ragnar.

Það vakti talsverða athygli í fyrra þegar Ólafur sagði að sýni hefðu verið tekin úr Sámi, hundi þeirra, og send til fyrirtækis í Texas, ViaGen Pets. Fyrirtækið gæti þá klónað hann hvenær sem er. Sámur kvaddi þennan heim í janúar í fyrra. Skömmu síðar hófst klónunarferlið.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×