Íslenski boltinn

Gary Martin sá um Ólsara og Eyjamenn með fullt hús stiga

Ísak Hallmundarson skrifar
Gary Martin er að raða inn mörkum í Lengjudeildinni.
Gary Martin er að raða inn mörkum í Lengjudeildinni. vísir/Daníel Þór

ÍBV lagði Víking Ólafsvík að velli í Vestmannaeyjum í Lengjudeild karla. Leikurinn hófst kl. 18 og lauk nú rétt í þessu. 

Það var markakóngur Pepsi Max deildarinnar í fyrra, Gary Martin, sem sá um Ólsara fyrir ÍBV. 

Staðan var markalaus í hálfleik en Gary braut ísinn strax í upphafi seinni hálfleiks á 49. mínútu. Hann bætti svo við öðru marki sínu og öðru marki Eyjamanna á 83. mínútu og voru fleiri mörk ekki skoruð. Lokatölur 2-0 í Eyjum.

ÍBV er komið á toppinn í bili með níu stig, fullt hús stiga, eftir þrjár umferðir. Keflavík og Fram eiga leik til góða en Keflavík er að spila við Leikni R. og Fram við Aftureldingu í augnablikinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.