Reyna að ná til kvenna af erlendum uppruna með hjálp Eflingar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. júlí 2020 12:48 Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnastýra Stígamóta. Vísir/Egill Aðeins rétt um fjögur og hálft prósent þeirra sem leituðu til Stígamóta í fyrra voru konur af erlendum uppruna. Stígamót hefur leitað til Eflingar til að reyna að ná betur til kvenna af erlendum uppruna því ljóst er að tölurnar endurspegla ekki með neinu móti þann raunveruleika sem konurnar búa við. „Við höfum alls ekki náð nægilega vel til kvenna af erlendum uppruna. Við erum að reyna að bæta úr því núna með því að fara í samstarf við Eflingu þar sem þar sem þessar konur eru í sambandi við fólk þar. Við erum að reyna að koma upplýsingum til þeirra. Það má auðvitað gera ráð fyrir því að kynferðisofbeldi sé alveg jafn algengt ef ekki algengara í þeirra eins og meðal íslenskra kvenna,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnastýra hjá Stígamótum. Fríða Rós Valdimarsdóttir, verkefnastjóri Fræðslumála hjá Eflingu, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að til standi að útbúa kynningarefni um Stígamót á mörgum tungumálum til að reyna að ná til kvenna af erlendum uppruna. Fríða Rós Valdimarsdóttir, verkefnastjóri fræðslumála hjá Eflingu stéttarfélagi, segir að samstarfið við Stígamót falli vel að stefnumálum Eflingar um að uppræta ofbeldi.Efling „Yfir helmingur félaga Eflingar eru af erlendum uppruna og við sjáum það í tölum, einmitt frá Stígamótum og fleirum, að konur af erlendum uppruna leita sér síður hjálpar vegna ofbeldis.“ Hún segir tölurnar ekki endurspegla raunveruleika kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. „Við sáum það líka í Me-Too hreyfingunni að sögur kvenna af erlendum uppruna voru alvarlegustu brotin sem konur deildu með okkur. Þar voru til dæmis sögur fá konum í láglaunastörfum; sem sinna þrifum og hótelstarfskonur. Þær hafa orðið fyrir hræðilegu ofbeldi í starfi á Íslandi. Efling telur að stéttarfélög geti nýtt sína miðla, sitt afl og sína stöðu í samfélaginu til að uppræta ofbeldi og miðla upplýsingum. Það er stefna stjórnar Eflingar að sinna því hlutverki vel.“ Fríða Rós segir að margvíslegar ástæður geti verið fyrir því að konur af erlendum uppruna leiti síður til hjálparsamtaka. „Til dæmis þá eru félagasamtök og úrræðin yfirleitt bara opin á vinnutíma. Það er ekki auðvelt fyrir láglaunakonur að skreppa frá eins og margan annan úr starfi til að leita sér aðstoðar. Það getur verið ein ástæða. Svo getur líka verið að þær viti ekki af því að þeim stendur þetta til boða. Þar kemur Efling náttúrulega sterk inn og deilir þeim upplýsingum á sínum miðlum.“ Kynferðisofbeldi Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ungir karlmenn sem nauðga vinkonum sínum stærsti gerendahópurinn Ungir karlmenn sem nauðga vinkonum sínum er stærsti gerendahópurinn hjá Stígamótum. Þeir leita sér sífellt oftar hjálpar hjá Stígamótum eftir að hafa brotið af sér og telur verkefnastýra að skoða eigi þörfina á sérstöku úrræði fyrir þá. 1. júlí 2020 20:00 Stopp á ný viðtöl og allir á biðlista hjá Stígamótum Á fimm árum hefur þeim sem leita til Stígamóta vegna kynferðisofbeldis fjölgað um ríflega fjörtíu prósent. Verkefnastýra segir ráðgjafa vart hafa undan. Biðtími eftir viðtölum hefur lengst töluvert og er nú ríflega tveir mánuðir. 1. júlí 2020 12:40 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Aðeins rétt um fjögur og hálft prósent þeirra sem leituðu til Stígamóta í fyrra voru konur af erlendum uppruna. Stígamót hefur leitað til Eflingar til að reyna að ná betur til kvenna af erlendum uppruna því ljóst er að tölurnar endurspegla ekki með neinu móti þann raunveruleika sem konurnar búa við. „Við höfum alls ekki náð nægilega vel til kvenna af erlendum uppruna. Við erum að reyna að bæta úr því núna með því að fara í samstarf við Eflingu þar sem þar sem þessar konur eru í sambandi við fólk þar. Við erum að reyna að koma upplýsingum til þeirra. Það má auðvitað gera ráð fyrir því að kynferðisofbeldi sé alveg jafn algengt ef ekki algengara í þeirra eins og meðal íslenskra kvenna,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnastýra hjá Stígamótum. Fríða Rós Valdimarsdóttir, verkefnastjóri Fræðslumála hjá Eflingu, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að til standi að útbúa kynningarefni um Stígamót á mörgum tungumálum til að reyna að ná til kvenna af erlendum uppruna. Fríða Rós Valdimarsdóttir, verkefnastjóri fræðslumála hjá Eflingu stéttarfélagi, segir að samstarfið við Stígamót falli vel að stefnumálum Eflingar um að uppræta ofbeldi.Efling „Yfir helmingur félaga Eflingar eru af erlendum uppruna og við sjáum það í tölum, einmitt frá Stígamótum og fleirum, að konur af erlendum uppruna leita sér síður hjálpar vegna ofbeldis.“ Hún segir tölurnar ekki endurspegla raunveruleika kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. „Við sáum það líka í Me-Too hreyfingunni að sögur kvenna af erlendum uppruna voru alvarlegustu brotin sem konur deildu með okkur. Þar voru til dæmis sögur fá konum í láglaunastörfum; sem sinna þrifum og hótelstarfskonur. Þær hafa orðið fyrir hræðilegu ofbeldi í starfi á Íslandi. Efling telur að stéttarfélög geti nýtt sína miðla, sitt afl og sína stöðu í samfélaginu til að uppræta ofbeldi og miðla upplýsingum. Það er stefna stjórnar Eflingar að sinna því hlutverki vel.“ Fríða Rós segir að margvíslegar ástæður geti verið fyrir því að konur af erlendum uppruna leiti síður til hjálparsamtaka. „Til dæmis þá eru félagasamtök og úrræðin yfirleitt bara opin á vinnutíma. Það er ekki auðvelt fyrir láglaunakonur að skreppa frá eins og margan annan úr starfi til að leita sér aðstoðar. Það getur verið ein ástæða. Svo getur líka verið að þær viti ekki af því að þeim stendur þetta til boða. Þar kemur Efling náttúrulega sterk inn og deilir þeim upplýsingum á sínum miðlum.“
Kynferðisofbeldi Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ungir karlmenn sem nauðga vinkonum sínum stærsti gerendahópurinn Ungir karlmenn sem nauðga vinkonum sínum er stærsti gerendahópurinn hjá Stígamótum. Þeir leita sér sífellt oftar hjálpar hjá Stígamótum eftir að hafa brotið af sér og telur verkefnastýra að skoða eigi þörfina á sérstöku úrræði fyrir þá. 1. júlí 2020 20:00 Stopp á ný viðtöl og allir á biðlista hjá Stígamótum Á fimm árum hefur þeim sem leita til Stígamóta vegna kynferðisofbeldis fjölgað um ríflega fjörtíu prósent. Verkefnastýra segir ráðgjafa vart hafa undan. Biðtími eftir viðtölum hefur lengst töluvert og er nú ríflega tveir mánuðir. 1. júlí 2020 12:40 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Ungir karlmenn sem nauðga vinkonum sínum stærsti gerendahópurinn Ungir karlmenn sem nauðga vinkonum sínum er stærsti gerendahópurinn hjá Stígamótum. Þeir leita sér sífellt oftar hjálpar hjá Stígamótum eftir að hafa brotið af sér og telur verkefnastýra að skoða eigi þörfina á sérstöku úrræði fyrir þá. 1. júlí 2020 20:00
Stopp á ný viðtöl og allir á biðlista hjá Stígamótum Á fimm árum hefur þeim sem leita til Stígamóta vegna kynferðisofbeldis fjölgað um ríflega fjörtíu prósent. Verkefnastýra segir ráðgjafa vart hafa undan. Biðtími eftir viðtölum hefur lengst töluvert og er nú ríflega tveir mánuðir. 1. júlí 2020 12:40