Reyna að ná til kvenna af erlendum uppruna með hjálp Eflingar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. júlí 2020 12:48 Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnastýra Stígamóta. Vísir/Egill Aðeins rétt um fjögur og hálft prósent þeirra sem leituðu til Stígamóta í fyrra voru konur af erlendum uppruna. Stígamót hefur leitað til Eflingar til að reyna að ná betur til kvenna af erlendum uppruna því ljóst er að tölurnar endurspegla ekki með neinu móti þann raunveruleika sem konurnar búa við. „Við höfum alls ekki náð nægilega vel til kvenna af erlendum uppruna. Við erum að reyna að bæta úr því núna með því að fara í samstarf við Eflingu þar sem þar sem þessar konur eru í sambandi við fólk þar. Við erum að reyna að koma upplýsingum til þeirra. Það má auðvitað gera ráð fyrir því að kynferðisofbeldi sé alveg jafn algengt ef ekki algengara í þeirra eins og meðal íslenskra kvenna,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnastýra hjá Stígamótum. Fríða Rós Valdimarsdóttir, verkefnastjóri Fræðslumála hjá Eflingu, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að til standi að útbúa kynningarefni um Stígamót á mörgum tungumálum til að reyna að ná til kvenna af erlendum uppruna. Fríða Rós Valdimarsdóttir, verkefnastjóri fræðslumála hjá Eflingu stéttarfélagi, segir að samstarfið við Stígamót falli vel að stefnumálum Eflingar um að uppræta ofbeldi.Efling „Yfir helmingur félaga Eflingar eru af erlendum uppruna og við sjáum það í tölum, einmitt frá Stígamótum og fleirum, að konur af erlendum uppruna leita sér síður hjálpar vegna ofbeldis.“ Hún segir tölurnar ekki endurspegla raunveruleika kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. „Við sáum það líka í Me-Too hreyfingunni að sögur kvenna af erlendum uppruna voru alvarlegustu brotin sem konur deildu með okkur. Þar voru til dæmis sögur fá konum í láglaunastörfum; sem sinna þrifum og hótelstarfskonur. Þær hafa orðið fyrir hræðilegu ofbeldi í starfi á Íslandi. Efling telur að stéttarfélög geti nýtt sína miðla, sitt afl og sína stöðu í samfélaginu til að uppræta ofbeldi og miðla upplýsingum. Það er stefna stjórnar Eflingar að sinna því hlutverki vel.“ Fríða Rós segir að margvíslegar ástæður geti verið fyrir því að konur af erlendum uppruna leiti síður til hjálparsamtaka. „Til dæmis þá eru félagasamtök og úrræðin yfirleitt bara opin á vinnutíma. Það er ekki auðvelt fyrir láglaunakonur að skreppa frá eins og margan annan úr starfi til að leita sér aðstoðar. Það getur verið ein ástæða. Svo getur líka verið að þær viti ekki af því að þeim stendur þetta til boða. Þar kemur Efling náttúrulega sterk inn og deilir þeim upplýsingum á sínum miðlum.“ Kynferðisofbeldi Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ungir karlmenn sem nauðga vinkonum sínum stærsti gerendahópurinn Ungir karlmenn sem nauðga vinkonum sínum er stærsti gerendahópurinn hjá Stígamótum. Þeir leita sér sífellt oftar hjálpar hjá Stígamótum eftir að hafa brotið af sér og telur verkefnastýra að skoða eigi þörfina á sérstöku úrræði fyrir þá. 1. júlí 2020 20:00 Stopp á ný viðtöl og allir á biðlista hjá Stígamótum Á fimm árum hefur þeim sem leita til Stígamóta vegna kynferðisofbeldis fjölgað um ríflega fjörtíu prósent. Verkefnastýra segir ráðgjafa vart hafa undan. Biðtími eftir viðtölum hefur lengst töluvert og er nú ríflega tveir mánuðir. 1. júlí 2020 12:40 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
Aðeins rétt um fjögur og hálft prósent þeirra sem leituðu til Stígamóta í fyrra voru konur af erlendum uppruna. Stígamót hefur leitað til Eflingar til að reyna að ná betur til kvenna af erlendum uppruna því ljóst er að tölurnar endurspegla ekki með neinu móti þann raunveruleika sem konurnar búa við. „Við höfum alls ekki náð nægilega vel til kvenna af erlendum uppruna. Við erum að reyna að bæta úr því núna með því að fara í samstarf við Eflingu þar sem þar sem þessar konur eru í sambandi við fólk þar. Við erum að reyna að koma upplýsingum til þeirra. Það má auðvitað gera ráð fyrir því að kynferðisofbeldi sé alveg jafn algengt ef ekki algengara í þeirra eins og meðal íslenskra kvenna,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnastýra hjá Stígamótum. Fríða Rós Valdimarsdóttir, verkefnastjóri Fræðslumála hjá Eflingu, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að til standi að útbúa kynningarefni um Stígamót á mörgum tungumálum til að reyna að ná til kvenna af erlendum uppruna. Fríða Rós Valdimarsdóttir, verkefnastjóri fræðslumála hjá Eflingu stéttarfélagi, segir að samstarfið við Stígamót falli vel að stefnumálum Eflingar um að uppræta ofbeldi.Efling „Yfir helmingur félaga Eflingar eru af erlendum uppruna og við sjáum það í tölum, einmitt frá Stígamótum og fleirum, að konur af erlendum uppruna leita sér síður hjálpar vegna ofbeldis.“ Hún segir tölurnar ekki endurspegla raunveruleika kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. „Við sáum það líka í Me-Too hreyfingunni að sögur kvenna af erlendum uppruna voru alvarlegustu brotin sem konur deildu með okkur. Þar voru til dæmis sögur fá konum í láglaunastörfum; sem sinna þrifum og hótelstarfskonur. Þær hafa orðið fyrir hræðilegu ofbeldi í starfi á Íslandi. Efling telur að stéttarfélög geti nýtt sína miðla, sitt afl og sína stöðu í samfélaginu til að uppræta ofbeldi og miðla upplýsingum. Það er stefna stjórnar Eflingar að sinna því hlutverki vel.“ Fríða Rós segir að margvíslegar ástæður geti verið fyrir því að konur af erlendum uppruna leiti síður til hjálparsamtaka. „Til dæmis þá eru félagasamtök og úrræðin yfirleitt bara opin á vinnutíma. Það er ekki auðvelt fyrir láglaunakonur að skreppa frá eins og margan annan úr starfi til að leita sér aðstoðar. Það getur verið ein ástæða. Svo getur líka verið að þær viti ekki af því að þeim stendur þetta til boða. Þar kemur Efling náttúrulega sterk inn og deilir þeim upplýsingum á sínum miðlum.“
Kynferðisofbeldi Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ungir karlmenn sem nauðga vinkonum sínum stærsti gerendahópurinn Ungir karlmenn sem nauðga vinkonum sínum er stærsti gerendahópurinn hjá Stígamótum. Þeir leita sér sífellt oftar hjálpar hjá Stígamótum eftir að hafa brotið af sér og telur verkefnastýra að skoða eigi þörfina á sérstöku úrræði fyrir þá. 1. júlí 2020 20:00 Stopp á ný viðtöl og allir á biðlista hjá Stígamótum Á fimm árum hefur þeim sem leita til Stígamóta vegna kynferðisofbeldis fjölgað um ríflega fjörtíu prósent. Verkefnastýra segir ráðgjafa vart hafa undan. Biðtími eftir viðtölum hefur lengst töluvert og er nú ríflega tveir mánuðir. 1. júlí 2020 12:40 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
Ungir karlmenn sem nauðga vinkonum sínum stærsti gerendahópurinn Ungir karlmenn sem nauðga vinkonum sínum er stærsti gerendahópurinn hjá Stígamótum. Þeir leita sér sífellt oftar hjálpar hjá Stígamótum eftir að hafa brotið af sér og telur verkefnastýra að skoða eigi þörfina á sérstöku úrræði fyrir þá. 1. júlí 2020 20:00
Stopp á ný viðtöl og allir á biðlista hjá Stígamótum Á fimm árum hefur þeim sem leita til Stígamóta vegna kynferðisofbeldis fjölgað um ríflega fjörtíu prósent. Verkefnastýra segir ráðgjafa vart hafa undan. Biðtími eftir viðtölum hefur lengst töluvert og er nú ríflega tveir mánuðir. 1. júlí 2020 12:40