Stopp á ný viðtöl og allir á biðlista hjá Stígamótum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. júlí 2020 12:40 Þau sem leita til Stígamóta vegna kynferðisofbeldis þurfa að bíða í tvo mánuði eftir viðtali. visir/Hanna Á fimm árum hefur þeim sem leita til Stígamóta vegna kynferðisofbeldis fjölgað um fjörtíu prósent. Verkefnastýra segir ráðgjafa vart hafa undan. Biðtími eftir viðtölum hefur lengst töluvert og er nú ríflega tveir mánuðir. „Því miður ráðum við ekki alveg nógu við þetta. Við höfum gert okkar allra, allra besta til þess að taka á móti öllum í viðtöl en akkúrat núna höfum við sett stopp á ný viðtöl og setjum alla á biðlista," segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnastýra hjá Stígamótum. Samkvæmt nýrri ársskýrslu leituðu á síðasta ári 885 til Stígamóta vegna kynferðisofbeldis, ríflega eitt hundruð fleiri en árið áður. Starfsfólk Stígamóta líkir aukningunni á síðustu árum við sprengingu. Frá árinu 2014 nemur fjölgunin ríflega fjörtíu prósentum. Steinunn bendir á að þrátt fyrir það hafi framlag ríkisins til starfseminnar haldist óbreytt síðan þá. „Við þyrftum auðvitað að bæta við starfsfólki til þess að geta tekið á móti öllum þeim sem vilja leita sér hjálpar í kjöfar kynferðisofbeldis. Þeir sem eru að koma inn nýir núna eru að bíða í rúmlega tvo mánuði eftir viðtali," segir Steinunn. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnastýra hjá Stígamótum.vísir/Einar Um sjötíu þeirra sem leituðu til Stígamóta í fyrra höfðu orðið fyrir nauðgun og um þriðjungur fyrir sifjaspelli. „Stærsti hópurinn sem kemur til okkar eru ungar konur og langflestar eru að leita til okkar vegna kynferðisofbeldis sem þær voru beittar í æsku. Sjötíu prósent af okkar fólki var undir átján ára aldri þegar það var fyrst beitt kynferðisofbeldi." Hún telur víst að heimilisofbeldi hafi aukist á tímum kórónuveirunnar. Einungis voru tekin símaviðtöl um tíma af sóttvarnarástæðum. Fólk sem ekki treysti sér í símaviðtal er að skila sér núna í viðtal í persónu. „Hér á stígamótum erum við að hitta margar konur sem hafa verið beittar kynferðisofbeldi í makasambandi og stóran hóp af fólki sem var beitt kynferðisofbeldi á heimilum sínum af fjölskyldumeðlimum þegar þau voru börn. Það eru allar líkur á því að þetta ofbeldi hafi aukist á covid-tímanum. Þetta er heimilisofbeldi sem er oft mjög falið og við eigum von á því að það verði aukning hér á Stígamótum," segir Steinunn. Kynferðisofbeldi Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Sjá meira
Á fimm árum hefur þeim sem leita til Stígamóta vegna kynferðisofbeldis fjölgað um fjörtíu prósent. Verkefnastýra segir ráðgjafa vart hafa undan. Biðtími eftir viðtölum hefur lengst töluvert og er nú ríflega tveir mánuðir. „Því miður ráðum við ekki alveg nógu við þetta. Við höfum gert okkar allra, allra besta til þess að taka á móti öllum í viðtöl en akkúrat núna höfum við sett stopp á ný viðtöl og setjum alla á biðlista," segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnastýra hjá Stígamótum. Samkvæmt nýrri ársskýrslu leituðu á síðasta ári 885 til Stígamóta vegna kynferðisofbeldis, ríflega eitt hundruð fleiri en árið áður. Starfsfólk Stígamóta líkir aukningunni á síðustu árum við sprengingu. Frá árinu 2014 nemur fjölgunin ríflega fjörtíu prósentum. Steinunn bendir á að þrátt fyrir það hafi framlag ríkisins til starfseminnar haldist óbreytt síðan þá. „Við þyrftum auðvitað að bæta við starfsfólki til þess að geta tekið á móti öllum þeim sem vilja leita sér hjálpar í kjöfar kynferðisofbeldis. Þeir sem eru að koma inn nýir núna eru að bíða í rúmlega tvo mánuði eftir viðtali," segir Steinunn. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnastýra hjá Stígamótum.vísir/Einar Um sjötíu þeirra sem leituðu til Stígamóta í fyrra höfðu orðið fyrir nauðgun og um þriðjungur fyrir sifjaspelli. „Stærsti hópurinn sem kemur til okkar eru ungar konur og langflestar eru að leita til okkar vegna kynferðisofbeldis sem þær voru beittar í æsku. Sjötíu prósent af okkar fólki var undir átján ára aldri þegar það var fyrst beitt kynferðisofbeldi." Hún telur víst að heimilisofbeldi hafi aukist á tímum kórónuveirunnar. Einungis voru tekin símaviðtöl um tíma af sóttvarnarástæðum. Fólk sem ekki treysti sér í símaviðtal er að skila sér núna í viðtal í persónu. „Hér á stígamótum erum við að hitta margar konur sem hafa verið beittar kynferðisofbeldi í makasambandi og stóran hóp af fólki sem var beitt kynferðisofbeldi á heimilum sínum af fjölskyldumeðlimum þegar þau voru börn. Það eru allar líkur á því að þetta ofbeldi hafi aukist á covid-tímanum. Þetta er heimilisofbeldi sem er oft mjög falið og við eigum von á því að það verði aukning hér á Stígamótum," segir Steinunn.
Kynferðisofbeldi Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Sjá meira