Endur­koma hjá Jóhanni Berg í jafn­tefli á Turf Moor

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jóhann Berg í leik fyrr á leiktíðinni.
Jóhann Berg í leik fyrr á leiktíðinni. vísir/getty

Burnley og Sheffield United gerðu 1-1 jafntefli í fyrsta leik dagsins í enska boltanum en leikurinn var liður í 33. umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Það kom fáum á óvart að fyrsta mark leiksins kom eftir fast leikatriði. Eftir aukaspyrnu, þá fleytti Jay Rodriguez boltanum áfram á James Tarkowski sem kom boltanum í netið á 43. mínútu.

Þannig stóðu leikar í hálfleik og allt þangað til á 80. mínútu. Sheffield United tók þá stutt horn, Billy Sharp kom boltanum á John Egan sem jafnaði metin og þar við sat.

Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á í uppbótartíma hjá Burnley en hann hafði ekki leikið síðan á nýársdag.

Burnley er í 9. sætinu með 46 stig, tveimur stigum á eftir Sheffield United sem er sæti ofar.

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.