Jón Daði ekki í hóp þegar Millwall lagði Charlton

Ísak Hallmundarson skrifar
Jón Daði í leik gegn Bristol fyrr á tímabilinu.
Jón Daði í leik gegn Bristol fyrr á tímabilinu. vísir/getty

Millwall sigraði Charlton í eina leik kvöldsins í ensku 1. deildinni. Jón Daði var ekki í leikmannahóp Millwall sem með sigrinum færðust nær umspilssæti.

Jake Cooper skoraði eina mark leiksins á 81. mínútu og lokatölur 0-1 Millwall í vil. Með sigrinum fara Millwall upp í 8. sæti deildarinnar með 59 stig og eru nú tveimur stigum frá umspilssæti um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni. Charlton er aftur á móti í 18. sætinu, þremur stigum fyrir ofan fallsæti.

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.