Áslaug Arna segir frumvarp Pírata um „afglæpavæðingu“ ekki nothæft Jakob Bjarnar skrifar 2. júlí 2020 13:14 Áslaug Arna með Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra sér til hægri handar en í forgrunni, ekki í fókus, er Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vinstri grænir og Sjálfstæðismenn hafa nú tekið höndum saman og verjast harðri gagnrýni vegna afdrifa frumvarps um „afglæpavæðingu“. visir/vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, fjallar um afar umdeilt frumvarp sem fellt var á lokadögum þingsins á síðu sinni; frumvarp sem Halldóra Mogensen þingmaður Pírata mælti fyrir og snerist um að ekki væri lengur refsivert að vera með neysluskammta fíknefna á sér. Dómsmálaráðherra segir frumvarpið gallað og það sem meira er: Frumvörp séu ekki ályktun félagasamtaka. Frumvarpið var fellt á þinginu og hefur geisað hatröm umræða um það síðan. Áslaug Arna segist efnislega sammála málinu, það séu flestir og stríðið gegn fíknefnum eins og það hefur verið háð hafi leitt meiri hörmungar yfir okkur en neyslan. „En það er ekki nóg að gera bara eitthvað og kalla það afglæpavæðingu,“ segir Áslaug Arna í grein sem hún birti á Facebooksíðu sinni nú fyrir stundu. Botnlaus sjálfhverfa og skortur á samkennd Áslaug Arna var ein þeirra sem ekki greiddi atkvæði um frumvarpið. Kolbeinn Óttarsson Proppé hefur átt í vök að verjast í málinu.visir/vilhelm Ýmsir hafa fjallað um málið. Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna hefur legið undir ámæli að hafa svikið lit, en hann sagði „nei“ í atkvæðagreiðslunni, ritaði grein sem hann birti á Vísi og hefur hún fengið afar blendnar viðtökur meðal stuðningsmanna frumvarpsins eins og til að mynda má sjá í athugasemdum við greinina. Lilja Sif Þorsteinsdóttir sálfræðingur, formaður Snarrótarinnar – samtaka um skaðaminnkun og mannréttindi svarar Kolbeini í grein sem var að birtast á Vísi. Þar segir hún, og er afdráttarlaus: „Hann skrifaði, í bókstaflegri merkingu, undir dauða fjölda manns í skiptum fyrir einhvers konar skiptidíl innan ríkisstjórnarinnar en það fyllir mælinn fyrir hann að fá lyftiduft inn um bréfalúguna. Slík sjálfhverfa ber merki um algjöran skort á því að geta sett sig í spor annarra, öðru nafni samkennd. Enda má spyrja; hver með samkennd getur látið það tækifæri fram hjá þér fara að bæta kjör þúsunda landa sinna? Hver með samkennd hefði kosið nei?“ Ekki hægt að afnema refsiramma um matskennd atriði Áslaug Arna telur hins vegar, eins og áður sagði, frumvarpið hálfkarað. „Þetta er ekki ályktun félagssamtaka eða stjórnmálaflokks, heldur landslög sem fela í sér refsiheimild. Því er enn meiri ástæða til að vanda sig þegar gera á breytingar á þeim. Það voru ýmsir alvarlegir gallar á frumvarpi Pírata. Í stað þess að greiða atkvæði um gallað frumvarp hefði verið réttara að vanda til verka og halda vinnunni áfram,“ segir Áslaug Arna. Dómsmálaráðherra nefnir sem dæmi að það sem ýmsir sem hafa talið vert að setja sig á móti því að málið fái framgang; ekkert er í frumvarpinu sem skilgreinir neysluskammt. „Það er ekki hægt að búa til eða afnema refsiramma um einhver matskennd atriði sem ekki eru skilgreind í lögum. Hér er um að ræða líf fólks, viðkvæmt málefni og flókin sjúkdóm. Þess heldur er mikilvægt að lögin séu skýr. Ef ráðast á í sambærilegar breytingar og gerðar voru í Portúgal þarf að líta á þær aðgerðir í heild, t.d varðandi aðstoð við fíkla, meðferðarúrræði, félagsráðgjöf og fleira. Þetta þarf að fara saman.“ Alþingi Fíkn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Svar við grein Kolbeins Óttarssonar Proppé Í gær birti Kolbeinn Óttarsson Proppé grein á Vísi.is þar sem hann fer rangt með staðreyndir – viljandi að því er virðist, hagræðir sannleikanum og sakar „andstæðinginn“ um sömu taktík og hann sjálfur er að beita. 2. júlí 2020 12:30 Afglæpavæðing umræðunnar Ekkert mál hefur fært mér jafn mikið heim sanninn um það að pólitísk umræða í dag snýst bara um fyrirsagnir og það um afglæpavæðingu neysluskammta. 1. júlí 2020 11:30 Þingmaður fær hvítt duft inn um lúgu til sín Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður harmar að stjórnmálin séu komin á þennan stað. 30. júní 2020 14:26 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, fjallar um afar umdeilt frumvarp sem fellt var á lokadögum þingsins á síðu sinni; frumvarp sem Halldóra Mogensen þingmaður Pírata mælti fyrir og snerist um að ekki væri lengur refsivert að vera með neysluskammta fíknefna á sér. Dómsmálaráðherra segir frumvarpið gallað og það sem meira er: Frumvörp séu ekki ályktun félagasamtaka. Frumvarpið var fellt á þinginu og hefur geisað hatröm umræða um það síðan. Áslaug Arna segist efnislega sammála málinu, það séu flestir og stríðið gegn fíknefnum eins og það hefur verið háð hafi leitt meiri hörmungar yfir okkur en neyslan. „En það er ekki nóg að gera bara eitthvað og kalla það afglæpavæðingu,“ segir Áslaug Arna í grein sem hún birti á Facebooksíðu sinni nú fyrir stundu. Botnlaus sjálfhverfa og skortur á samkennd Áslaug Arna var ein þeirra sem ekki greiddi atkvæði um frumvarpið. Kolbeinn Óttarsson Proppé hefur átt í vök að verjast í málinu.visir/vilhelm Ýmsir hafa fjallað um málið. Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna hefur legið undir ámæli að hafa svikið lit, en hann sagði „nei“ í atkvæðagreiðslunni, ritaði grein sem hann birti á Vísi og hefur hún fengið afar blendnar viðtökur meðal stuðningsmanna frumvarpsins eins og til að mynda má sjá í athugasemdum við greinina. Lilja Sif Þorsteinsdóttir sálfræðingur, formaður Snarrótarinnar – samtaka um skaðaminnkun og mannréttindi svarar Kolbeini í grein sem var að birtast á Vísi. Þar segir hún, og er afdráttarlaus: „Hann skrifaði, í bókstaflegri merkingu, undir dauða fjölda manns í skiptum fyrir einhvers konar skiptidíl innan ríkisstjórnarinnar en það fyllir mælinn fyrir hann að fá lyftiduft inn um bréfalúguna. Slík sjálfhverfa ber merki um algjöran skort á því að geta sett sig í spor annarra, öðru nafni samkennd. Enda má spyrja; hver með samkennd getur látið það tækifæri fram hjá þér fara að bæta kjör þúsunda landa sinna? Hver með samkennd hefði kosið nei?“ Ekki hægt að afnema refsiramma um matskennd atriði Áslaug Arna telur hins vegar, eins og áður sagði, frumvarpið hálfkarað. „Þetta er ekki ályktun félagssamtaka eða stjórnmálaflokks, heldur landslög sem fela í sér refsiheimild. Því er enn meiri ástæða til að vanda sig þegar gera á breytingar á þeim. Það voru ýmsir alvarlegir gallar á frumvarpi Pírata. Í stað þess að greiða atkvæði um gallað frumvarp hefði verið réttara að vanda til verka og halda vinnunni áfram,“ segir Áslaug Arna. Dómsmálaráðherra nefnir sem dæmi að það sem ýmsir sem hafa talið vert að setja sig á móti því að málið fái framgang; ekkert er í frumvarpinu sem skilgreinir neysluskammt. „Það er ekki hægt að búa til eða afnema refsiramma um einhver matskennd atriði sem ekki eru skilgreind í lögum. Hér er um að ræða líf fólks, viðkvæmt málefni og flókin sjúkdóm. Þess heldur er mikilvægt að lögin séu skýr. Ef ráðast á í sambærilegar breytingar og gerðar voru í Portúgal þarf að líta á þær aðgerðir í heild, t.d varðandi aðstoð við fíkla, meðferðarúrræði, félagsráðgjöf og fleira. Þetta þarf að fara saman.“
Alþingi Fíkn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Svar við grein Kolbeins Óttarssonar Proppé Í gær birti Kolbeinn Óttarsson Proppé grein á Vísi.is þar sem hann fer rangt með staðreyndir – viljandi að því er virðist, hagræðir sannleikanum og sakar „andstæðinginn“ um sömu taktík og hann sjálfur er að beita. 2. júlí 2020 12:30 Afglæpavæðing umræðunnar Ekkert mál hefur fært mér jafn mikið heim sanninn um það að pólitísk umræða í dag snýst bara um fyrirsagnir og það um afglæpavæðingu neysluskammta. 1. júlí 2020 11:30 Þingmaður fær hvítt duft inn um lúgu til sín Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður harmar að stjórnmálin séu komin á þennan stað. 30. júní 2020 14:26 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Svar við grein Kolbeins Óttarssonar Proppé Í gær birti Kolbeinn Óttarsson Proppé grein á Vísi.is þar sem hann fer rangt með staðreyndir – viljandi að því er virðist, hagræðir sannleikanum og sakar „andstæðinginn“ um sömu taktík og hann sjálfur er að beita. 2. júlí 2020 12:30
Afglæpavæðing umræðunnar Ekkert mál hefur fært mér jafn mikið heim sanninn um það að pólitísk umræða í dag snýst bara um fyrirsagnir og það um afglæpavæðingu neysluskammta. 1. júlí 2020 11:30
Þingmaður fær hvítt duft inn um lúgu til sín Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður harmar að stjórnmálin séu komin á þennan stað. 30. júní 2020 14:26