Svar við grein Kolbeins Óttarssonar Proppé Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar 2. júlí 2020 12:30 Í gær birti Kolbeinn Óttarsson Proppé grein á Vísi.is þar sem hann fer rangt með staðreyndir – viljandi að því er virðist, hagræðir sannleikanum og sakar „andstæðinginn“ um sömu taktík og hann sjálfur er að beita. En líkt og röng klukka er rétt tvisvar sinnum á sólarhring þá rataðist honum þó sannarlega satt á munn varðandi eitt: þegar hann segir þetta allt saman gamaldags, pólitískt leikrit með tilheyrandi klækjabrögðum. Það er svo sannarlega rétt hjá honum, en það er ekki minnihlutinn sem stendur í þeim ljóta leik, heldur meirihlutinn. Kolbeinn er fær í því að varpa kastljósinu og sökinni yfir á þá sem gagnrýna hann. Til að axla ekki ábyrgð á eigin gjörðum talar hann svívirðilega niður til kjósenda sem hann segir að „lesi bara fyrirsagnir“. Þarna er hann að varpa athyglinni og sökinni yfir á gagnrýnendur sína, svo að sem minnstur óþverri loði við hann sjálfan. Hann hafði tvo valkosti: Að bera virðingu fyrir viðmælendum sínum og leggja við hlustir á vilja þjóðarinnar og þá gagnrýni sem ríkisstjórnin hefur fengið vegna gjörða sinna, eða að gera lítið úr dómgreind og vitsmunum þess stóra hóps landsmanna sem sitja heima í sárindum yfir því að pólitík var sett ofar mannúð. Að sjálfsögðu væri hann að viðurkenna hversu rangur gjörningur það var að fella þetta frumvarp ef hann samþykkti það að almenningur væri nægilega vel upplýstur um málefnið til að geta tekið upplýsta ákvörðun byggða á eigin samvisku. Þar sem hann vill ekki viðurkenna það verður hann að halda í þá lygi að almenningur viti ekki um hvað málið snúist því hann „lesi bara fyrirsagnir“. Kolbeinn endurtekur í grein sinni fyrirsláttinn sem meirihlutinn hefur notað til að verja þá ákvörðun að halda áfram að refsa veiku fólki. Fyrirslátt sem margsinnis er búið að hrekja af fólki sem er betur til þess fallið en ég, svo sem af Halldóru Mogensen og öðrum flutningsmönnum frumvarpsins. Kolbeinn sakar Pírata um óheiðarleika og slæm vinnubrögð. Nokkuð sem hann hefur sjálfur gert sig sekan um, en þægilegra er að varpa kastljósinu yfir á aðra til að draga úr athygli á eigin sekt. Hann sakar Pírata einnig um að reyna að þvinga fólk til að kjósa gegn eigin sannfæringu. En staðreyndin er sú að fyrsti flutningsmaður frumvarpsins stóð uppi í pontu fyrir atkvæðagreiðsluna og biðlaði einlæglega til þingheims um að fylgja eigin sannfæringu. Kolbeinn viðurkennir svo í næstu setningu greinarinnar að margir þingmenn meirihlutans gerðu það þveröfuga; segir berum orðum að ansi margir þingmenn hafi stutt málefnið. En ekki kosið með því. Það er skilgreiningin á því að fylgja ekki eigin sannfæringu. Það er svo bláljóst að um ákveðnar flokkslínur var að ræða. Það þarf ekki frekari gagna við en það að líta á þá einföldu staðreynd að einn flutningsmanna frumvarpsins sjálfs SAT HJÁ í atkvæðagreiðslunni. Um eigið frumvarp. Hvernig er það að standa með eigin sannfæringu? Þetta er sorglegt. Sorglegt fyrir þá aðila sem standa ekki með eigin sannfæringu. Sorglegt fyrir þjóðfélag sem situr uppi með þingmenn sem standa ekki með eigin sannfæringu né vilja þjóðarinnar. Sorglegt fyrir fólk með fíknivanda, sem í dag er jaðarsett og útskúfað. Fólk sem getur ekki leitað á náðir löggæslu né heilbrigðiskerfisins og deyr af þeim sökum. Deyr vegna líkamsárása,heimilisofbeldis, veikinda og vosbúðar. Sorglegt fyrir ungmennin sem þora ekki að hringja í Neyðarlínuna þegar vinur þeirra er að látast fyrir framan augu þeirra úr of stórum skammti. Sorglegt fyrir unga manninn sem fer á sakaskrá vegna minniháttar vörslu á grasi og missir af þeim sökum atvinnutækifæri, skólastyrki, orðspor og jafnvel vini og fjölskyldu. Vandlætingin sem einkenna skrif Kolbeins þar sem hann nefnir lyftiduftspokana sem stungið var inn um bréfalúguna hans er megn. Hann skrifaði, í bókstaflegri merkingu, undir dauða fjölda manns í skiptum fyrir einhvers konar skiptidíl innan ríkisstjórnarinnar en það fyllir mælinn fyrir hann að fá lyftiduft inn um bréfalúguna. Slík sjálfhverfa ber merki um algjöran skort á því að geta sett sig í spor annarra, öðru nafni samkennd. Enda má spyrja; hver með samkennd getur látið það tækifæri fram hjá þér fara að bæta kjör þúsunda landa sinna? Hver með samkennd hefði kosið nei? Höfundur er sálfræðingur og formaður Snarrótarinnar – samtaka um skaðaminnkun og mannréttindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Alþingi Lilja Sif Þorsteinsdóttir Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Sjá meira
Í gær birti Kolbeinn Óttarsson Proppé grein á Vísi.is þar sem hann fer rangt með staðreyndir – viljandi að því er virðist, hagræðir sannleikanum og sakar „andstæðinginn“ um sömu taktík og hann sjálfur er að beita. En líkt og röng klukka er rétt tvisvar sinnum á sólarhring þá rataðist honum þó sannarlega satt á munn varðandi eitt: þegar hann segir þetta allt saman gamaldags, pólitískt leikrit með tilheyrandi klækjabrögðum. Það er svo sannarlega rétt hjá honum, en það er ekki minnihlutinn sem stendur í þeim ljóta leik, heldur meirihlutinn. Kolbeinn er fær í því að varpa kastljósinu og sökinni yfir á þá sem gagnrýna hann. Til að axla ekki ábyrgð á eigin gjörðum talar hann svívirðilega niður til kjósenda sem hann segir að „lesi bara fyrirsagnir“. Þarna er hann að varpa athyglinni og sökinni yfir á gagnrýnendur sína, svo að sem minnstur óþverri loði við hann sjálfan. Hann hafði tvo valkosti: Að bera virðingu fyrir viðmælendum sínum og leggja við hlustir á vilja þjóðarinnar og þá gagnrýni sem ríkisstjórnin hefur fengið vegna gjörða sinna, eða að gera lítið úr dómgreind og vitsmunum þess stóra hóps landsmanna sem sitja heima í sárindum yfir því að pólitík var sett ofar mannúð. Að sjálfsögðu væri hann að viðurkenna hversu rangur gjörningur það var að fella þetta frumvarp ef hann samþykkti það að almenningur væri nægilega vel upplýstur um málefnið til að geta tekið upplýsta ákvörðun byggða á eigin samvisku. Þar sem hann vill ekki viðurkenna það verður hann að halda í þá lygi að almenningur viti ekki um hvað málið snúist því hann „lesi bara fyrirsagnir“. Kolbeinn endurtekur í grein sinni fyrirsláttinn sem meirihlutinn hefur notað til að verja þá ákvörðun að halda áfram að refsa veiku fólki. Fyrirslátt sem margsinnis er búið að hrekja af fólki sem er betur til þess fallið en ég, svo sem af Halldóru Mogensen og öðrum flutningsmönnum frumvarpsins. Kolbeinn sakar Pírata um óheiðarleika og slæm vinnubrögð. Nokkuð sem hann hefur sjálfur gert sig sekan um, en þægilegra er að varpa kastljósinu yfir á aðra til að draga úr athygli á eigin sekt. Hann sakar Pírata einnig um að reyna að þvinga fólk til að kjósa gegn eigin sannfæringu. En staðreyndin er sú að fyrsti flutningsmaður frumvarpsins stóð uppi í pontu fyrir atkvæðagreiðsluna og biðlaði einlæglega til þingheims um að fylgja eigin sannfæringu. Kolbeinn viðurkennir svo í næstu setningu greinarinnar að margir þingmenn meirihlutans gerðu það þveröfuga; segir berum orðum að ansi margir þingmenn hafi stutt málefnið. En ekki kosið með því. Það er skilgreiningin á því að fylgja ekki eigin sannfæringu. Það er svo bláljóst að um ákveðnar flokkslínur var að ræða. Það þarf ekki frekari gagna við en það að líta á þá einföldu staðreynd að einn flutningsmanna frumvarpsins sjálfs SAT HJÁ í atkvæðagreiðslunni. Um eigið frumvarp. Hvernig er það að standa með eigin sannfæringu? Þetta er sorglegt. Sorglegt fyrir þá aðila sem standa ekki með eigin sannfæringu. Sorglegt fyrir þjóðfélag sem situr uppi með þingmenn sem standa ekki með eigin sannfæringu né vilja þjóðarinnar. Sorglegt fyrir fólk með fíknivanda, sem í dag er jaðarsett og útskúfað. Fólk sem getur ekki leitað á náðir löggæslu né heilbrigðiskerfisins og deyr af þeim sökum. Deyr vegna líkamsárása,heimilisofbeldis, veikinda og vosbúðar. Sorglegt fyrir ungmennin sem þora ekki að hringja í Neyðarlínuna þegar vinur þeirra er að látast fyrir framan augu þeirra úr of stórum skammti. Sorglegt fyrir unga manninn sem fer á sakaskrá vegna minniháttar vörslu á grasi og missir af þeim sökum atvinnutækifæri, skólastyrki, orðspor og jafnvel vini og fjölskyldu. Vandlætingin sem einkenna skrif Kolbeins þar sem hann nefnir lyftiduftspokana sem stungið var inn um bréfalúguna hans er megn. Hann skrifaði, í bókstaflegri merkingu, undir dauða fjölda manns í skiptum fyrir einhvers konar skiptidíl innan ríkisstjórnarinnar en það fyllir mælinn fyrir hann að fá lyftiduft inn um bréfalúguna. Slík sjálfhverfa ber merki um algjöran skort á því að geta sett sig í spor annarra, öðru nafni samkennd. Enda má spyrja; hver með samkennd getur látið það tækifæri fram hjá þér fara að bæta kjör þúsunda landa sinna? Hver með samkennd hefði kosið nei? Höfundur er sálfræðingur og formaður Snarrótarinnar – samtaka um skaðaminnkun og mannréttindi.
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun