Svar við grein Kolbeins Óttarssonar Proppé Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar 2. júlí 2020 12:30 Í gær birti Kolbeinn Óttarsson Proppé grein á Vísi.is þar sem hann fer rangt með staðreyndir – viljandi að því er virðist, hagræðir sannleikanum og sakar „andstæðinginn“ um sömu taktík og hann sjálfur er að beita. En líkt og röng klukka er rétt tvisvar sinnum á sólarhring þá rataðist honum þó sannarlega satt á munn varðandi eitt: þegar hann segir þetta allt saman gamaldags, pólitískt leikrit með tilheyrandi klækjabrögðum. Það er svo sannarlega rétt hjá honum, en það er ekki minnihlutinn sem stendur í þeim ljóta leik, heldur meirihlutinn. Kolbeinn er fær í því að varpa kastljósinu og sökinni yfir á þá sem gagnrýna hann. Til að axla ekki ábyrgð á eigin gjörðum talar hann svívirðilega niður til kjósenda sem hann segir að „lesi bara fyrirsagnir“. Þarna er hann að varpa athyglinni og sökinni yfir á gagnrýnendur sína, svo að sem minnstur óþverri loði við hann sjálfan. Hann hafði tvo valkosti: Að bera virðingu fyrir viðmælendum sínum og leggja við hlustir á vilja þjóðarinnar og þá gagnrýni sem ríkisstjórnin hefur fengið vegna gjörða sinna, eða að gera lítið úr dómgreind og vitsmunum þess stóra hóps landsmanna sem sitja heima í sárindum yfir því að pólitík var sett ofar mannúð. Að sjálfsögðu væri hann að viðurkenna hversu rangur gjörningur það var að fella þetta frumvarp ef hann samþykkti það að almenningur væri nægilega vel upplýstur um málefnið til að geta tekið upplýsta ákvörðun byggða á eigin samvisku. Þar sem hann vill ekki viðurkenna það verður hann að halda í þá lygi að almenningur viti ekki um hvað málið snúist því hann „lesi bara fyrirsagnir“. Kolbeinn endurtekur í grein sinni fyrirsláttinn sem meirihlutinn hefur notað til að verja þá ákvörðun að halda áfram að refsa veiku fólki. Fyrirslátt sem margsinnis er búið að hrekja af fólki sem er betur til þess fallið en ég, svo sem af Halldóru Mogensen og öðrum flutningsmönnum frumvarpsins. Kolbeinn sakar Pírata um óheiðarleika og slæm vinnubrögð. Nokkuð sem hann hefur sjálfur gert sig sekan um, en þægilegra er að varpa kastljósinu yfir á aðra til að draga úr athygli á eigin sekt. Hann sakar Pírata einnig um að reyna að þvinga fólk til að kjósa gegn eigin sannfæringu. En staðreyndin er sú að fyrsti flutningsmaður frumvarpsins stóð uppi í pontu fyrir atkvæðagreiðsluna og biðlaði einlæglega til þingheims um að fylgja eigin sannfæringu. Kolbeinn viðurkennir svo í næstu setningu greinarinnar að margir þingmenn meirihlutans gerðu það þveröfuga; segir berum orðum að ansi margir þingmenn hafi stutt málefnið. En ekki kosið með því. Það er skilgreiningin á því að fylgja ekki eigin sannfæringu. Það er svo bláljóst að um ákveðnar flokkslínur var að ræða. Það þarf ekki frekari gagna við en það að líta á þá einföldu staðreynd að einn flutningsmanna frumvarpsins sjálfs SAT HJÁ í atkvæðagreiðslunni. Um eigið frumvarp. Hvernig er það að standa með eigin sannfæringu? Þetta er sorglegt. Sorglegt fyrir þá aðila sem standa ekki með eigin sannfæringu. Sorglegt fyrir þjóðfélag sem situr uppi með þingmenn sem standa ekki með eigin sannfæringu né vilja þjóðarinnar. Sorglegt fyrir fólk með fíknivanda, sem í dag er jaðarsett og útskúfað. Fólk sem getur ekki leitað á náðir löggæslu né heilbrigðiskerfisins og deyr af þeim sökum. Deyr vegna líkamsárása,heimilisofbeldis, veikinda og vosbúðar. Sorglegt fyrir ungmennin sem þora ekki að hringja í Neyðarlínuna þegar vinur þeirra er að látast fyrir framan augu þeirra úr of stórum skammti. Sorglegt fyrir unga manninn sem fer á sakaskrá vegna minniháttar vörslu á grasi og missir af þeim sökum atvinnutækifæri, skólastyrki, orðspor og jafnvel vini og fjölskyldu. Vandlætingin sem einkenna skrif Kolbeins þar sem hann nefnir lyftiduftspokana sem stungið var inn um bréfalúguna hans er megn. Hann skrifaði, í bókstaflegri merkingu, undir dauða fjölda manns í skiptum fyrir einhvers konar skiptidíl innan ríkisstjórnarinnar en það fyllir mælinn fyrir hann að fá lyftiduft inn um bréfalúguna. Slík sjálfhverfa ber merki um algjöran skort á því að geta sett sig í spor annarra, öðru nafni samkennd. Enda má spyrja; hver með samkennd getur látið það tækifæri fram hjá þér fara að bæta kjör þúsunda landa sinna? Hver með samkennd hefði kosið nei? Höfundur er sálfræðingur og formaður Snarrótarinnar – samtaka um skaðaminnkun og mannréttindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Alþingi Lilja Sif Þorsteinsdóttir Mest lesið Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í gær birti Kolbeinn Óttarsson Proppé grein á Vísi.is þar sem hann fer rangt með staðreyndir – viljandi að því er virðist, hagræðir sannleikanum og sakar „andstæðinginn“ um sömu taktík og hann sjálfur er að beita. En líkt og röng klukka er rétt tvisvar sinnum á sólarhring þá rataðist honum þó sannarlega satt á munn varðandi eitt: þegar hann segir þetta allt saman gamaldags, pólitískt leikrit með tilheyrandi klækjabrögðum. Það er svo sannarlega rétt hjá honum, en það er ekki minnihlutinn sem stendur í þeim ljóta leik, heldur meirihlutinn. Kolbeinn er fær í því að varpa kastljósinu og sökinni yfir á þá sem gagnrýna hann. Til að axla ekki ábyrgð á eigin gjörðum talar hann svívirðilega niður til kjósenda sem hann segir að „lesi bara fyrirsagnir“. Þarna er hann að varpa athyglinni og sökinni yfir á gagnrýnendur sína, svo að sem minnstur óþverri loði við hann sjálfan. Hann hafði tvo valkosti: Að bera virðingu fyrir viðmælendum sínum og leggja við hlustir á vilja þjóðarinnar og þá gagnrýni sem ríkisstjórnin hefur fengið vegna gjörða sinna, eða að gera lítið úr dómgreind og vitsmunum þess stóra hóps landsmanna sem sitja heima í sárindum yfir því að pólitík var sett ofar mannúð. Að sjálfsögðu væri hann að viðurkenna hversu rangur gjörningur það var að fella þetta frumvarp ef hann samþykkti það að almenningur væri nægilega vel upplýstur um málefnið til að geta tekið upplýsta ákvörðun byggða á eigin samvisku. Þar sem hann vill ekki viðurkenna það verður hann að halda í þá lygi að almenningur viti ekki um hvað málið snúist því hann „lesi bara fyrirsagnir“. Kolbeinn endurtekur í grein sinni fyrirsláttinn sem meirihlutinn hefur notað til að verja þá ákvörðun að halda áfram að refsa veiku fólki. Fyrirslátt sem margsinnis er búið að hrekja af fólki sem er betur til þess fallið en ég, svo sem af Halldóru Mogensen og öðrum flutningsmönnum frumvarpsins. Kolbeinn sakar Pírata um óheiðarleika og slæm vinnubrögð. Nokkuð sem hann hefur sjálfur gert sig sekan um, en þægilegra er að varpa kastljósinu yfir á aðra til að draga úr athygli á eigin sekt. Hann sakar Pírata einnig um að reyna að þvinga fólk til að kjósa gegn eigin sannfæringu. En staðreyndin er sú að fyrsti flutningsmaður frumvarpsins stóð uppi í pontu fyrir atkvæðagreiðsluna og biðlaði einlæglega til þingheims um að fylgja eigin sannfæringu. Kolbeinn viðurkennir svo í næstu setningu greinarinnar að margir þingmenn meirihlutans gerðu það þveröfuga; segir berum orðum að ansi margir þingmenn hafi stutt málefnið. En ekki kosið með því. Það er skilgreiningin á því að fylgja ekki eigin sannfæringu. Það er svo bláljóst að um ákveðnar flokkslínur var að ræða. Það þarf ekki frekari gagna við en það að líta á þá einföldu staðreynd að einn flutningsmanna frumvarpsins sjálfs SAT HJÁ í atkvæðagreiðslunni. Um eigið frumvarp. Hvernig er það að standa með eigin sannfæringu? Þetta er sorglegt. Sorglegt fyrir þá aðila sem standa ekki með eigin sannfæringu. Sorglegt fyrir þjóðfélag sem situr uppi með þingmenn sem standa ekki með eigin sannfæringu né vilja þjóðarinnar. Sorglegt fyrir fólk með fíknivanda, sem í dag er jaðarsett og útskúfað. Fólk sem getur ekki leitað á náðir löggæslu né heilbrigðiskerfisins og deyr af þeim sökum. Deyr vegna líkamsárása,heimilisofbeldis, veikinda og vosbúðar. Sorglegt fyrir ungmennin sem þora ekki að hringja í Neyðarlínuna þegar vinur þeirra er að látast fyrir framan augu þeirra úr of stórum skammti. Sorglegt fyrir unga manninn sem fer á sakaskrá vegna minniháttar vörslu á grasi og missir af þeim sökum atvinnutækifæri, skólastyrki, orðspor og jafnvel vini og fjölskyldu. Vandlætingin sem einkenna skrif Kolbeins þar sem hann nefnir lyftiduftspokana sem stungið var inn um bréfalúguna hans er megn. Hann skrifaði, í bókstaflegri merkingu, undir dauða fjölda manns í skiptum fyrir einhvers konar skiptidíl innan ríkisstjórnarinnar en það fyllir mælinn fyrir hann að fá lyftiduft inn um bréfalúguna. Slík sjálfhverfa ber merki um algjöran skort á því að geta sett sig í spor annarra, öðru nafni samkennd. Enda má spyrja; hver með samkennd getur látið það tækifæri fram hjá þér fara að bæta kjör þúsunda landa sinna? Hver með samkennd hefði kosið nei? Höfundur er sálfræðingur og formaður Snarrótarinnar – samtaka um skaðaminnkun og mannréttindi.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun