Innlent

Þingmaður fær hvítt duft inn um lúgu til sín

Jakob Bjarnar skrifar
Hvítt duft í litlum plastpokum, neysluskammtar eða ígildi þeirra, höfðu verið settir inn um lúguna á útidyrum Kolbeins Óttarsson Proppé.
Hvítt duft í litlum plastpokum, neysluskammtar eða ígildi þeirra, höfðu verið settir inn um lúguna á útidyrum Kolbeins Óttarsson Proppé.

„Þetta beið mín þegar ég kom heim áðan af fundum. Ég verð að segja að ég hef fengið betri sendingar og vildi óska þess að fólk tjáði sig öðruvísi en á þennan hátt,“ segir Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður vinstri grænna.

Kolbeinn birti mynd af þremur pokum sem innihalda hvítt duft sem liggja á gólfi anddyris heimilis hans á Facebooksíðu sinni nú rétt í þessu.

Víst er að málið sem Vísir hefur fjallað ítarlega um og var til afgreiðslu á Alþingi í nótt er verulega umdeilt. En þar var frumvarp Halldóru Mogensen og fleiri þingmanna fellt en það snérist um að leggja af refsingar við því að vera með í fórum sínum neysluskammta. Kolbeinn greiddi atkvæði gegn málinu. Víst er að margir sem bundu vonir við það að málið fengi framgang telja að stjórnarliðar, og þá ekki síst Vinstri græn, hafi svikið lit í málinu.

„En hingað erum við komin í pólitíkinni, það er einhvern veginn allt leyfilegt. Ég hygg að þetta sé nú bara lyftiduft eða eitthvað álíka, en ég held að það séu betri leiðir til að eiga skoðanaskipti en að setja hvítt duft í pokum inn um bréfalúgur,“ skrifar þingmaðurinn á Facebooksíðu sína.


Tengdar fréttir

Við refsum (ekki) veiku fólki

Mikil sárindi voru á Alþingi í nótt þegar mál Halldóru Mogensen um afglæpavæðingu neysluskammta var fellt.

Efnislega sammála um afglæpavæðingu en „vanda þyrfti mjög til verks“

Tillaga Pírata um afnám refsinga fyrir vörslu neysluskammta fíkniefna, sem felld var á síðasta þingfundi sumarsins í nótt, hefði mátt vera í meira samhengi við aðrar aðgerðir og segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra að tillagan hefði þurft að koma innan úr stjórnkerfinu þar sem málið hafi verið betur undirbúið.

Áfram refsað fyrir vörslu fíkniefna

Frumvarp Pírata um afnám refsinga fyrir vörslu neysluskammta fíkniefna var fellt á síðasta þingfundi sumarsins, sem lauk á þriðja tímanum í nótt.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.