Svar við grein Kolbeins Óttarssonar Proppé Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar 2. júlí 2020 12:30 Í gær birti Kolbeinn Óttarsson Proppé grein á Vísi.is þar sem hann fer rangt með staðreyndir – viljandi að því er virðist, hagræðir sannleikanum og sakar „andstæðinginn“ um sömu taktík og hann sjálfur er að beita. En líkt og röng klukka er rétt tvisvar sinnum á sólarhring þá rataðist honum þó sannarlega satt á munn varðandi eitt: þegar hann segir þetta allt saman gamaldags, pólitískt leikrit með tilheyrandi klækjabrögðum. Það er svo sannarlega rétt hjá honum, en það er ekki minnihlutinn sem stendur í þeim ljóta leik, heldur meirihlutinn. Kolbeinn er fær í því að varpa kastljósinu og sökinni yfir á þá sem gagnrýna hann. Til að axla ekki ábyrgð á eigin gjörðum talar hann svívirðilega niður til kjósenda sem hann segir að „lesi bara fyrirsagnir“. Þarna er hann að varpa athyglinni og sökinni yfir á gagnrýnendur sína, svo að sem minnstur óþverri loði við hann sjálfan. Hann hafði tvo valkosti: Að bera virðingu fyrir viðmælendum sínum og leggja við hlustir á vilja þjóðarinnar og þá gagnrýni sem ríkisstjórnin hefur fengið vegna gjörða sinna, eða að gera lítið úr dómgreind og vitsmunum þess stóra hóps landsmanna sem sitja heima í sárindum yfir því að pólitík var sett ofar mannúð. Að sjálfsögðu væri hann að viðurkenna hversu rangur gjörningur það var að fella þetta frumvarp ef hann samþykkti það að almenningur væri nægilega vel upplýstur um málefnið til að geta tekið upplýsta ákvörðun byggða á eigin samvisku. Þar sem hann vill ekki viðurkenna það verður hann að halda í þá lygi að almenningur viti ekki um hvað málið snúist því hann „lesi bara fyrirsagnir“. Kolbeinn endurtekur í grein sinni fyrirsláttinn sem meirihlutinn hefur notað til að verja þá ákvörðun að halda áfram að refsa veiku fólki. Fyrirslátt sem margsinnis er búið að hrekja af fólki sem er betur til þess fallið en ég, svo sem af Halldóru Mogensen og öðrum flutningsmönnum frumvarpsins. Kolbeinn sakar Pírata um óheiðarleika og slæm vinnubrögð. Nokkuð sem hann hefur sjálfur gert sig sekan um, en þægilegra er að varpa kastljósinu yfir á aðra til að draga úr athygli á eigin sekt. Hann sakar Pírata einnig um að reyna að þvinga fólk til að kjósa gegn eigin sannfæringu. En staðreyndin er sú að fyrsti flutningsmaður frumvarpsins stóð uppi í pontu fyrir atkvæðagreiðsluna og biðlaði einlæglega til þingheims um að fylgja eigin sannfæringu. Kolbeinn viðurkennir svo í næstu setningu greinarinnar að margir þingmenn meirihlutans gerðu það þveröfuga; segir berum orðum að ansi margir þingmenn hafi stutt málefnið. En ekki kosið með því. Það er skilgreiningin á því að fylgja ekki eigin sannfæringu. Það er svo bláljóst að um ákveðnar flokkslínur var að ræða. Það þarf ekki frekari gagna við en það að líta á þá einföldu staðreynd að einn flutningsmanna frumvarpsins sjálfs SAT HJÁ í atkvæðagreiðslunni. Um eigið frumvarp. Hvernig er það að standa með eigin sannfæringu? Þetta er sorglegt. Sorglegt fyrir þá aðila sem standa ekki með eigin sannfæringu. Sorglegt fyrir þjóðfélag sem situr uppi með þingmenn sem standa ekki með eigin sannfæringu né vilja þjóðarinnar. Sorglegt fyrir fólk með fíknivanda, sem í dag er jaðarsett og útskúfað. Fólk sem getur ekki leitað á náðir löggæslu né heilbrigðiskerfisins og deyr af þeim sökum. Deyr vegna líkamsárása,heimilisofbeldis, veikinda og vosbúðar. Sorglegt fyrir ungmennin sem þora ekki að hringja í Neyðarlínuna þegar vinur þeirra er að látast fyrir framan augu þeirra úr of stórum skammti. Sorglegt fyrir unga manninn sem fer á sakaskrá vegna minniháttar vörslu á grasi og missir af þeim sökum atvinnutækifæri, skólastyrki, orðspor og jafnvel vini og fjölskyldu. Vandlætingin sem einkenna skrif Kolbeins þar sem hann nefnir lyftiduftspokana sem stungið var inn um bréfalúguna hans er megn. Hann skrifaði, í bókstaflegri merkingu, undir dauða fjölda manns í skiptum fyrir einhvers konar skiptidíl innan ríkisstjórnarinnar en það fyllir mælinn fyrir hann að fá lyftiduft inn um bréfalúguna. Slík sjálfhverfa ber merki um algjöran skort á því að geta sett sig í spor annarra, öðru nafni samkennd. Enda má spyrja; hver með samkennd getur látið það tækifæri fram hjá þér fara að bæta kjör þúsunda landa sinna? Hver með samkennd hefði kosið nei? Höfundur er sálfræðingur og formaður Snarrótarinnar – samtaka um skaðaminnkun og mannréttindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Alþingi Lilja Sif Þorsteinsdóttir Mest lesið Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Sjá meira
Í gær birti Kolbeinn Óttarsson Proppé grein á Vísi.is þar sem hann fer rangt með staðreyndir – viljandi að því er virðist, hagræðir sannleikanum og sakar „andstæðinginn“ um sömu taktík og hann sjálfur er að beita. En líkt og röng klukka er rétt tvisvar sinnum á sólarhring þá rataðist honum þó sannarlega satt á munn varðandi eitt: þegar hann segir þetta allt saman gamaldags, pólitískt leikrit með tilheyrandi klækjabrögðum. Það er svo sannarlega rétt hjá honum, en það er ekki minnihlutinn sem stendur í þeim ljóta leik, heldur meirihlutinn. Kolbeinn er fær í því að varpa kastljósinu og sökinni yfir á þá sem gagnrýna hann. Til að axla ekki ábyrgð á eigin gjörðum talar hann svívirðilega niður til kjósenda sem hann segir að „lesi bara fyrirsagnir“. Þarna er hann að varpa athyglinni og sökinni yfir á gagnrýnendur sína, svo að sem minnstur óþverri loði við hann sjálfan. Hann hafði tvo valkosti: Að bera virðingu fyrir viðmælendum sínum og leggja við hlustir á vilja þjóðarinnar og þá gagnrýni sem ríkisstjórnin hefur fengið vegna gjörða sinna, eða að gera lítið úr dómgreind og vitsmunum þess stóra hóps landsmanna sem sitja heima í sárindum yfir því að pólitík var sett ofar mannúð. Að sjálfsögðu væri hann að viðurkenna hversu rangur gjörningur það var að fella þetta frumvarp ef hann samþykkti það að almenningur væri nægilega vel upplýstur um málefnið til að geta tekið upplýsta ákvörðun byggða á eigin samvisku. Þar sem hann vill ekki viðurkenna það verður hann að halda í þá lygi að almenningur viti ekki um hvað málið snúist því hann „lesi bara fyrirsagnir“. Kolbeinn endurtekur í grein sinni fyrirsláttinn sem meirihlutinn hefur notað til að verja þá ákvörðun að halda áfram að refsa veiku fólki. Fyrirslátt sem margsinnis er búið að hrekja af fólki sem er betur til þess fallið en ég, svo sem af Halldóru Mogensen og öðrum flutningsmönnum frumvarpsins. Kolbeinn sakar Pírata um óheiðarleika og slæm vinnubrögð. Nokkuð sem hann hefur sjálfur gert sig sekan um, en þægilegra er að varpa kastljósinu yfir á aðra til að draga úr athygli á eigin sekt. Hann sakar Pírata einnig um að reyna að þvinga fólk til að kjósa gegn eigin sannfæringu. En staðreyndin er sú að fyrsti flutningsmaður frumvarpsins stóð uppi í pontu fyrir atkvæðagreiðsluna og biðlaði einlæglega til þingheims um að fylgja eigin sannfæringu. Kolbeinn viðurkennir svo í næstu setningu greinarinnar að margir þingmenn meirihlutans gerðu það þveröfuga; segir berum orðum að ansi margir þingmenn hafi stutt málefnið. En ekki kosið með því. Það er skilgreiningin á því að fylgja ekki eigin sannfæringu. Það er svo bláljóst að um ákveðnar flokkslínur var að ræða. Það þarf ekki frekari gagna við en það að líta á þá einföldu staðreynd að einn flutningsmanna frumvarpsins sjálfs SAT HJÁ í atkvæðagreiðslunni. Um eigið frumvarp. Hvernig er það að standa með eigin sannfæringu? Þetta er sorglegt. Sorglegt fyrir þá aðila sem standa ekki með eigin sannfæringu. Sorglegt fyrir þjóðfélag sem situr uppi með þingmenn sem standa ekki með eigin sannfæringu né vilja þjóðarinnar. Sorglegt fyrir fólk með fíknivanda, sem í dag er jaðarsett og útskúfað. Fólk sem getur ekki leitað á náðir löggæslu né heilbrigðiskerfisins og deyr af þeim sökum. Deyr vegna líkamsárása,heimilisofbeldis, veikinda og vosbúðar. Sorglegt fyrir ungmennin sem þora ekki að hringja í Neyðarlínuna þegar vinur þeirra er að látast fyrir framan augu þeirra úr of stórum skammti. Sorglegt fyrir unga manninn sem fer á sakaskrá vegna minniháttar vörslu á grasi og missir af þeim sökum atvinnutækifæri, skólastyrki, orðspor og jafnvel vini og fjölskyldu. Vandlætingin sem einkenna skrif Kolbeins þar sem hann nefnir lyftiduftspokana sem stungið var inn um bréfalúguna hans er megn. Hann skrifaði, í bókstaflegri merkingu, undir dauða fjölda manns í skiptum fyrir einhvers konar skiptidíl innan ríkisstjórnarinnar en það fyllir mælinn fyrir hann að fá lyftiduft inn um bréfalúguna. Slík sjálfhverfa ber merki um algjöran skort á því að geta sett sig í spor annarra, öðru nafni samkennd. Enda má spyrja; hver með samkennd getur látið það tækifæri fram hjá þér fara að bæta kjör þúsunda landa sinna? Hver með samkennd hefði kosið nei? Höfundur er sálfræðingur og formaður Snarrótarinnar – samtaka um skaðaminnkun og mannréttindi.
Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun