„Allt í einu liggurðu brotinn á jörðinni, eins og aumingi“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. júlí 2020 08:23 Sigurður G. Guðjónsson birti þessa mynd af sér eftir komuna á Landspítalann. Myndinni hefur verið snúið. sigurður guðni guðjónsson Aðspurður hvernig honum líði þennan morguninn segist Sigurður G. Guðjónsson lögmaður vera „slæmur.“ Ef ekki væri fyrir stöðuga mænudeyfingu væri hann mjög verkjaður. Sigurður féll úr stiga á mánudaginn síðastliðinn þegar hann hugðist klára að mála þakið á húsi sínu. Fallið hafi verið um þrír metrar. „Eftir nokkra tugi ferða upp á þak, við að mála og skrapa, alltaf í sama stiganum heldur maður að þetta sé allt öruggt og fínt hjá manni. Svo ertu bara að lyfta málningarfötu upp á þakið og þá fer stiginn undan þér. Næsta er að þú liggur bara á stiganum brotinn,“ segir Sigurður í samtali við Bítið í morgun. Hann hafi þannig lent á stiganum og sé með þrepin á stiganum upp eftir síðunni. Atburðarásin hafi verið hörð. „Þetta [fallið] er fljótt. Þetta bara gerist og allt í einu liggurðu brotinn á jörðinni, eins og aumingi,“ segir Sigurður. Hann segist hafa óttast að vera lamaður eftir fallið. „Það var fyrsta hugsunin,“ segir Sigurður og minnist hrikalegra verkja eftir fallið. Dóttir hans og barnabarn voru skammt undan og segir Sigurður að þau hafi séð hann falla til jarðar. Það hafi verið með þeim mikið áfall. „Skítastaða“ Við fallið braut hann fimm rifbein, „sum þeirra illa,“ eins og Sigurður orðar það. Það sé lítið hægt að gera í því, þau grói einfaldlega saman að lokum. Hann segist því eiga erfitt með að hreyfa sig. „Þú getur illa sest upp, þú getur illa sest niður, þú getur illa andað og ekki hlegið eða hnerrað. Þetta er svona skítastaða sem þú ert í,“ segir Sigurður. Hann áætlar að það muni taka sig um sex vikur að jafna sig á fallinu, þá verði hann orðinn „sæmilegur“ aftur. Hann liggi nú inni á hjarta- og lungnadeild Landspítalans og segir fara vel um sig. Sigurður segist ekki kunna skýringar á því hvers vegna stiginn rann undan honum. Ekki sé útilokað að einhver slinkur hafi komið á stigann þegar hann vippaði þungri málningarfötunni upp á þakið. Stiginn hafi staðið á sólpalli sem var skraufþurr í blíðviðrinu á mánudag. „Þetta segir manni það að maður verður alltaf að gæta sín. Það er kannski betra að hafa einhvern með sér þegar maður er að príla í svona stiga,“ segir Sigurður sem heitir því að vera varkárari í framtíðinni. „Ég held að ég muni aldrei fara upp á þak aftur án þess að vera með fallvörn til að setja á skorsteininn,“ segir Sigurður en spjall hans við Bítið má heyra hér að neðan. Heilbrigðismál Bítið Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Aðspurður hvernig honum líði þennan morguninn segist Sigurður G. Guðjónsson lögmaður vera „slæmur.“ Ef ekki væri fyrir stöðuga mænudeyfingu væri hann mjög verkjaður. Sigurður féll úr stiga á mánudaginn síðastliðinn þegar hann hugðist klára að mála þakið á húsi sínu. Fallið hafi verið um þrír metrar. „Eftir nokkra tugi ferða upp á þak, við að mála og skrapa, alltaf í sama stiganum heldur maður að þetta sé allt öruggt og fínt hjá manni. Svo ertu bara að lyfta málningarfötu upp á þakið og þá fer stiginn undan þér. Næsta er að þú liggur bara á stiganum brotinn,“ segir Sigurður í samtali við Bítið í morgun. Hann hafi þannig lent á stiganum og sé með þrepin á stiganum upp eftir síðunni. Atburðarásin hafi verið hörð. „Þetta [fallið] er fljótt. Þetta bara gerist og allt í einu liggurðu brotinn á jörðinni, eins og aumingi,“ segir Sigurður. Hann segist hafa óttast að vera lamaður eftir fallið. „Það var fyrsta hugsunin,“ segir Sigurður og minnist hrikalegra verkja eftir fallið. Dóttir hans og barnabarn voru skammt undan og segir Sigurður að þau hafi séð hann falla til jarðar. Það hafi verið með þeim mikið áfall. „Skítastaða“ Við fallið braut hann fimm rifbein, „sum þeirra illa,“ eins og Sigurður orðar það. Það sé lítið hægt að gera í því, þau grói einfaldlega saman að lokum. Hann segist því eiga erfitt með að hreyfa sig. „Þú getur illa sest upp, þú getur illa sest niður, þú getur illa andað og ekki hlegið eða hnerrað. Þetta er svona skítastaða sem þú ert í,“ segir Sigurður. Hann áætlar að það muni taka sig um sex vikur að jafna sig á fallinu, þá verði hann orðinn „sæmilegur“ aftur. Hann liggi nú inni á hjarta- og lungnadeild Landspítalans og segir fara vel um sig. Sigurður segist ekki kunna skýringar á því hvers vegna stiginn rann undan honum. Ekki sé útilokað að einhver slinkur hafi komið á stigann þegar hann vippaði þungri málningarfötunni upp á þakið. Stiginn hafi staðið á sólpalli sem var skraufþurr í blíðviðrinu á mánudag. „Þetta segir manni það að maður verður alltaf að gæta sín. Það er kannski betra að hafa einhvern með sér þegar maður er að príla í svona stiga,“ segir Sigurður sem heitir því að vera varkárari í framtíðinni. „Ég held að ég muni aldrei fara upp á þak aftur án þess að vera með fallvörn til að setja á skorsteininn,“ segir Sigurður en spjall hans við Bítið má heyra hér að neðan.
Heilbrigðismál Bítið Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira