Íslenski boltinn

Gapandi á færa­nýtingu Gróttu: „Hvernig þeir fóru að því að skora ekki er rann­sóknar­efni“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Færanýing Gróttu var til umræðu í Stúkunni.
Færanýing Gróttu var til umræðu í Stúkunni. vísir/s2s

Atli Viðar Björnsson, spekingur Pepsi Max-stúkunnar, segir að Grótta hafi líklega fengið fleiri í leiknum gegn Fylki en þeir munu fá í allri fyrri umferðinni.

Seltirningar töpuðu 2-0 fyrir Fylki í 3. umferð Pepsi Max-deildarinnar en nýliðarnir fóru illa með færin sín í leiknum.

Atli Viðar, einn markahæsti leikmaður efstu deildar í knattspyrnu, segir að Gróttumenn þurfi að nýta færin ef ekki illa eigi að fara.

„Ég held að þeir hafi fengið fleiri færi í þessum leik heldur en þeir munu fá í allri fyrri umferðinni eða jafnvel tímabilinu. Hvernig þeir fóru að því að skora ekki er rannsóknarefni. Er þetta ekki bara gæðaleysi? Þeir eru bara númeri of litlir í verkefnið og það er að skína í gegn,“ sagði Atli Viðar og hélt áfram.

„Vonandi afsanna þeir þetta allt saman og mæta til leiks fyrr en síðar, ef ekki á illa að fara snemma. En það eru svo mörg augnablik þar sem teknar eru slakar ákvarðanir eða slakar framkvæmdir í lokamómentinu.“

Davíð Þór segir að þrátt fyrir færanýtinguna þá þurfi liðið að vera enn betur skipulagt en það hefur verið í fyrstu þremur leikjunum.

„Menn eru mikið að tala um að þetta séu mikið af leikmönnum sem voru að spila í 2. deild fyrir tveimur árum síðan og þeir eru komnir upp í úrvalsdeild. Þeir eru ekki að fara vinna leiki á einhverjum gæðum eða ná í stig á gæðum.“

„Það sem þeir þurfa að gera og gera betur en þeir hafa gert. Þeir þurfa að vera enn betur skipulagðir. Auðvitað verður ótrúlega erfitt að halda sér í þessari deild og það er enginn spurning um það en það sem mér fannst, sérstaklega í Valsleiknum, er að það sást greinilega hvað þeir voru í miklu basli skipulagslega séð.“

„Það er eitthvað sem Gústi þarf að vinna í með þeim og reyna koma í betra form. Með góðu skipulagi þá geturðu náð í stig og sigur hér og þar. Það er að segja ef þú skorar.“

Hluta af umræðunni um Gróttu má sjá að neðan.

Klippa: Pepsi Max stúkan - Færanýting GróttuFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.