Enski boltinn

Brendan Rodgers enn vongóður um að ná Meistaradeildarsæti

Ísak Hallmundarson skrifar
Það hefur hvorki gengið né rekið hjá Brendan Rodgers og hans mönnum undanfarna mánuði.
Það hefur hvorki gengið né rekið hjá Brendan Rodgers og hans mönnum undanfarna mánuði. getty/Peter Powell

Brendan Rodgers og lærisveinar í Leicester hafa verið í frjálsu falli síðan um áramót eftir frábæra byrjun á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni. 

Þeir voru um margra vikna skeið í öðru sæti deildarinnar og eftir 16 umferðir voru þeir til að mynda með 14 stiga forskot á Manchester United sem var þá í fimmta sæti líkt og nú. Í dag er munurinn á liðunum 3 stig. Í síðustu 16 leikjum hafa Leicester einungis unnið fjóra leiki og haldi þeir áfram á sömu braut er erfitt að sjá þá halda í Meistaradeildarsæti.

Brendan Rodgers, þjálfari Leicester, er enn vongóður um að ná eða enda í einu af efstu fjórum sætunum og segir örlögin vera í þeirra höndum.

,,Hvernig við höfum spilað stærsta hluta tímabilsins hefur skilað okkur í þá sterku stöðu sem við erum í núna. Við höfum ekki verið upp á okkar besta um skeið núna en við erum enn með örlögin í okkar eigin höndum til að afreka það sem myndi vera draumur fyrir okkur, að enda í efstu fjórum sætunum. En við getum eingöngu náð því ef frammistaðan er góð,“ sagði Rodgers eftir tap gegn Everton í gær.

Í næstu umferð mætir Leicester Crystal Palace á heimavelli en þeir eiga eftir að keppa við Arsenal á útivelli og í síðustu umferð mótsins fá þeir Manchester United í heimsókn í leik sem gæti verið úrslitaleikur um Meistaradeildarsæti.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.