Fótbolti

Ein stærstu félagsskipti Íslendinga í sögunni: „Eins og karlkyns leikmaður færi í Barcelona“

Ísak Hallmundarson skrifar

„Þetta er bara risastórt, maður óskar Söru innilega til hamingju með þetta og frábært fyrir okkur Íslendinga að eiga leikmann á þessu risastóra sviði. Þetta er besta félagslið í heimi í kvennaboltanum í dag, væri eins og einhver íslenskur karlleikmaður færi í Barcelona. Eins og Eiður smári gerði á sínum tíma,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir, markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi.

Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði Íslands í fótbolta, gekk í dag í raðir Lyon í frönsku úrvalsdeildinni. Lyon er talið besta félagslið í heimi í kvennafótbolta og hefur liðið unnið Meistaradeild Evrópu fjögur ár í röð.

Sara hefur spilað með Wolfsburg undanfarin fjögur ár og unnið bæði þýsku deildina og bikarinn öll árin hjá félaginu. Hún mætti einmitt sínu nýja félagi Lyon í úrslitum Meistaradeildarinnar árið 2018. 

Þetta eru ein stærstu félagsskipti í sögu íslenskra atvinnumanna í fótbolta, á svipuðum skala og þegar Eiður Smári fór til Barcelona eins og Margrét bendir á. Allt viðtalið má sjá efst í fréttinni.


Tengdar fréttir

Gat ekki sagt nei við besta lið heims: „Finn að ég þrái meira“

„Það er auðvitað ótrúlega mikill heiður að besta lið í heimi hafi sýnt manni svona mikinn áhuga,“ segir Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, sem skrifað hefur undir samning til tveggja ára við Evrópu- og Frakklandsmeistara Lyon.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.