Sara orðin leikmaður Evrópumeistaranna Sindri Sverrisson skrifar 1. júlí 2020 15:15 Sara Björk Gunnarsdóttir hefur verið afar sigursæl með Wolfsburg. Hér fagnar hún fjórða Þýskalandsmeistaratitlinum með Felicitas Rauch og stórvinkonu sinni Pernille Harder. VÍSIR/GETTY Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, hefur skrifað undir samning við franska stórveldið Lyon. Samningur Söru við Lyon er til tveggja ára. Lyon hefur unnið Meistaradeild Evrópu fjögur ár í röð og getur unnið Evrópumeistaratitilinn í fimmta sinn í ágúst. Liðið varð í vor franskur meistari fjórtánda árið í röð en það var þremur stigum fyrir ofan PSG þegar tímabilið í Frakklandi var blásið af í mars vegna kórónuveirufaraldursins. Sara, sem er 29 ára gömul, skilur við Wolfsburg sem þýskur meistari til fjögurra ára. Hún kom til Wolfsburg árið 2016 og hefur unnið þýska meistaratitilinn og bikarmeistaratitilinn á hverju ári, í stóru hlutverki á miðjunni hjá þessu stjörnum prýdda liði. Hún komst með liðinu í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu árið 2018 þar sem Wolfsburg tapaði einmitt gegn Lyon í framlengdum leik, eftir að Sara hafði farið meidd af velli. Sama ár var Sara valin íþróttamaður ársins á Íslandi. Sara hóf atvinnumannsferilinn með Rosengård (sem þá hét reyndar Malmö) í Svíþjóð þar sem hún lék á árunum 2011-2016. Hún varð Svíþjóðarmeistari fjórum sinnum og bikarmeistari einu sinni. Á Íslandi lék hún með Breiðabliki í þrjú ár í efstu deild en Sara er uppalin hjá Haukum í Hafnarfirði. Sara var aðeins 16 ára þegar hún lék sinn fyrsta A-landsleik. Hún hefur farið með Íslandi á þrjú stórmót og er nú aðeins tveimur leikjum frá því að jafna met Katrínar Jónsdóttur sem leikið hefur flesta A-landsleiki Íslendings í fótbolta, eða 133 talsins. Sara gæti jafnað metið þegar Ísland heldur áfram leið sinni á næsta EM með leikjum við Lettland og Svíþjóð á Laugardalsvelli 17. og 22. september. EM fer fram í Englandi sumarið 2022, en því var frestað um eitt ár vegna kórónuveirufaraldursins. Þýski boltinn Franski boltinn EM 2021 í Englandi Fótbolti Tengdar fréttir Sara Björk verður að öllum líkindum ekki í leikmannahóp Wolfsburg í bikarúrslitum Svo virðist sem Sara Björk Gunnarsdóttir fái ekki að spila úrslitaleik þýsku bikarkeppninnar þar sem Wolfsburg mætir Essen þann 4. júlí. 25. júní 2020 16:35 Meistaradeildin klárast með hraðmóti í Lissabon í ágúst Meistaradeild Evrópu karla mun klárast með hraðmóti í ágúst en átta liða úrslitin, undanúrslitin og úrslitaleikurinn munu fara fram í Lissabon frá 12. til 23. ágúst. Þetta staðfesti UEFA á blaðamannafundi sínum í dag. 17. júní 2020 13:50 Lyon verið í sambandi við Söru í tvö ár Besta knattspyrnulið Evrópu síðustu ár, Lyon, hefur verið í sambandi við landsliðsfyrirliðann Söru Björk Gunnarsdóttur síðustu tvö ár. Sara yfirgefur Wolfsburg í sumar og hefur verið sterklega orðuð við Lyon. 13. maí 2020 19:00 Sara á leið til besta félagsliðs Evrópu Sara Björk Gunnarsdóttir er á leið til sigursælasta knattspyrnuliðs Evrópu og sennilega besta knattspyrnuliðs heims í dag, franska félagsins Lyon. 19. apríl 2020 11:15 Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, hefur skrifað undir samning við franska stórveldið Lyon. Samningur Söru við Lyon er til tveggja ára. Lyon hefur unnið Meistaradeild Evrópu fjögur ár í röð og getur unnið Evrópumeistaratitilinn í fimmta sinn í ágúst. Liðið varð í vor franskur meistari fjórtánda árið í röð en það var þremur stigum fyrir ofan PSG þegar tímabilið í Frakklandi var blásið af í mars vegna kórónuveirufaraldursins. Sara, sem er 29 ára gömul, skilur við Wolfsburg sem þýskur meistari til fjögurra ára. Hún kom til Wolfsburg árið 2016 og hefur unnið þýska meistaratitilinn og bikarmeistaratitilinn á hverju ári, í stóru hlutverki á miðjunni hjá þessu stjörnum prýdda liði. Hún komst með liðinu í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu árið 2018 þar sem Wolfsburg tapaði einmitt gegn Lyon í framlengdum leik, eftir að Sara hafði farið meidd af velli. Sama ár var Sara valin íþróttamaður ársins á Íslandi. Sara hóf atvinnumannsferilinn með Rosengård (sem þá hét reyndar Malmö) í Svíþjóð þar sem hún lék á árunum 2011-2016. Hún varð Svíþjóðarmeistari fjórum sinnum og bikarmeistari einu sinni. Á Íslandi lék hún með Breiðabliki í þrjú ár í efstu deild en Sara er uppalin hjá Haukum í Hafnarfirði. Sara var aðeins 16 ára þegar hún lék sinn fyrsta A-landsleik. Hún hefur farið með Íslandi á þrjú stórmót og er nú aðeins tveimur leikjum frá því að jafna met Katrínar Jónsdóttur sem leikið hefur flesta A-landsleiki Íslendings í fótbolta, eða 133 talsins. Sara gæti jafnað metið þegar Ísland heldur áfram leið sinni á næsta EM með leikjum við Lettland og Svíþjóð á Laugardalsvelli 17. og 22. september. EM fer fram í Englandi sumarið 2022, en því var frestað um eitt ár vegna kórónuveirufaraldursins.
Þýski boltinn Franski boltinn EM 2021 í Englandi Fótbolti Tengdar fréttir Sara Björk verður að öllum líkindum ekki í leikmannahóp Wolfsburg í bikarúrslitum Svo virðist sem Sara Björk Gunnarsdóttir fái ekki að spila úrslitaleik þýsku bikarkeppninnar þar sem Wolfsburg mætir Essen þann 4. júlí. 25. júní 2020 16:35 Meistaradeildin klárast með hraðmóti í Lissabon í ágúst Meistaradeild Evrópu karla mun klárast með hraðmóti í ágúst en átta liða úrslitin, undanúrslitin og úrslitaleikurinn munu fara fram í Lissabon frá 12. til 23. ágúst. Þetta staðfesti UEFA á blaðamannafundi sínum í dag. 17. júní 2020 13:50 Lyon verið í sambandi við Söru í tvö ár Besta knattspyrnulið Evrópu síðustu ár, Lyon, hefur verið í sambandi við landsliðsfyrirliðann Söru Björk Gunnarsdóttur síðustu tvö ár. Sara yfirgefur Wolfsburg í sumar og hefur verið sterklega orðuð við Lyon. 13. maí 2020 19:00 Sara á leið til besta félagsliðs Evrópu Sara Björk Gunnarsdóttir er á leið til sigursælasta knattspyrnuliðs Evrópu og sennilega besta knattspyrnuliðs heims í dag, franska félagsins Lyon. 19. apríl 2020 11:15 Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Sjá meira
Sara Björk verður að öllum líkindum ekki í leikmannahóp Wolfsburg í bikarúrslitum Svo virðist sem Sara Björk Gunnarsdóttir fái ekki að spila úrslitaleik þýsku bikarkeppninnar þar sem Wolfsburg mætir Essen þann 4. júlí. 25. júní 2020 16:35
Meistaradeildin klárast með hraðmóti í Lissabon í ágúst Meistaradeild Evrópu karla mun klárast með hraðmóti í ágúst en átta liða úrslitin, undanúrslitin og úrslitaleikurinn munu fara fram í Lissabon frá 12. til 23. ágúst. Þetta staðfesti UEFA á blaðamannafundi sínum í dag. 17. júní 2020 13:50
Lyon verið í sambandi við Söru í tvö ár Besta knattspyrnulið Evrópu síðustu ár, Lyon, hefur verið í sambandi við landsliðsfyrirliðann Söru Björk Gunnarsdóttur síðustu tvö ár. Sara yfirgefur Wolfsburg í sumar og hefur verið sterklega orðuð við Lyon. 13. maí 2020 19:00
Sara á leið til besta félagsliðs Evrópu Sara Björk Gunnarsdóttir er á leið til sigursælasta knattspyrnuliðs Evrópu og sennilega besta knattspyrnuliðs heims í dag, franska félagsins Lyon. 19. apríl 2020 11:15