Erlent

Hátt í sextíu farendur taldir af í Tyrklandi

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Við norðurbakka stöðuvatnsins Van í Van héraði í Tyrklandi.
Við norðurbakka stöðuvatnsins Van í Van héraði í Tyrklandi. Vísir/Getty

Hátt í sextíu farendur (e. migrants) gætu hafa drukknað í stöðuvatninu Van í Tyrklandi í síðustu viku. Þetta segir innanríkisráðherra Tyrklands en Tyrkir settu af stað leit, meðal annars með þyrlum, þegar ljóst var að báturinn með fólkinu um borð hefði ekki skilað sér til hafnar þann 27. júní síðastliðinn.

Björgunarsveitir hafa í aðgerðum sínum fundið sex lík en handtekið ellefu sem grunaðir eru um að smygla fólkinu til landsins. Fréttastofa AP greinir frá þessu.

Suleyman Soylu, innanríkisráðherra, ferðaðist til Van til að fylgjast með björgunaraðgerðunum og öðlast nánari yfirsýn. Hann sagði á blaðamannafundi í morgun að yfirvöld teldu að í bátnum hefðu verið á milli 55 til 60 manns og að báturinn hefði lent í vandræðum í stormviðri og að lokum sokkið.

Staðarmiðlar segja farendurna ýmist vera með pakistanskt, afganskt eða íranskt ríkisfang.

Vatnið er skammt frá landamærum Írans en er innan Tyrklands.

Smyglarar eru taldir ferja farendur yfir stöðuvatnið til að forðast landamæraeftirlit við vegina.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×