Enski boltinn

Man Utd vill ekki borga uppsett verð fyrir Sancho

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Man Utd vill ekki borga uppsett verð fyrir Englendinginn knáa.
Man Utd vill ekki borga uppsett verð fyrir Englendinginn knáa. EPA-EFE/LARS BARON

Samkvæmt heimildum Sky Sports verður ekkert úr mögulegum kaupum Manchester United á enska vængmanninum Jadon Sancho. Man Utd vill einfaldlega ekki borga uppsett verð.

Hinn tvítugi Sancho hefur verið frábær í liði Dortmund í ár sem og á síðasta tímabili. Hefur hann verið orðaður við Man Utd í töluverðan tíma en hann var í herbúðum nágranna þeirra í City áður en hann gekk í raðir Dortmund.

Dortmund – sem borgaði átta milljónir punda – fyrir leikmanninn í ágúst 2017 vill fá allt upp að 100 milljónir punda fyrir hann í dag. Það eru rúmlega 17 milljarðar íslenskra króna. Samkvæmt Sky vilja forráðamenn Man Utd „aðeins“ 50 milljónir punda fyrir leikmanninn.

Sökum kórónufaraldursins hefur verð leikmanna hríðfallið og telja forráðamenn enska félagsins verðlagningu leikmannsins út í hött. Þá á félagið enn eftir að leggja fram tilboð í vængmanninn sem hefur skorað 17 mörk og lagt upp önnur 16 á tímabilinu.

Stefnir allt í að þetta verði sagan út sumarið en Man Utd er þekkt fyrir að eltast við leikmenn í langan tíma og borga svo á endanum uppsett verð þegar félagaskiptaglugginn er í þann mund að ljúka. Allavega síðan Ed Woodward fór að sjá um leikmannamál liðsins sumarið 2013.

Sancho á aðeins tvö ár eftir af samningi sínum og því ljóst að ef Dortmund vill græða almennilega þá neyðist félagið til að selja leikmanninn í sumar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.