Sara á leið til besta félagsliðs Evrópu Sindri Sverrisson skrifar 19. apríl 2020 11:15 Sara Björk Gunnarsdóttir hefur verið í lykilhlutverki hjá Wolfsburg. VÍSIR/GETTY Sara Björk Gunnarsdóttir er á leið til sigursælasta knattspyrnuliðs Evrópu og sennilega besta knattspyrnuliðs heims í dag, franska félagsins Lyon. Sara verður samningslaus í sumar eftir gjöful ár í Þýskalandi þar sem hún hefur orðið Þýskalandsmeistari og bikarmeistari þrjú ár í röð með Wolfsburg, og var á góðri leið með að ná því í fjórða sinn þegar hlé var gert vegna kórónuveirufaraldursins. Hún hefur verið í lykilhlutverki hjá liðinu öll þessi ár. Franski miðillinn RMC Sport greinir frá því að Sara og Lola Gallardo, markvörður Atlético Madrid, komi til Lyon í sumar. Þær eigi að fylla skarðið sem Dzsenifer Marozsan og Sarah Bouhaddi skilji eftir sig en þær eru á leið til Utah Royals í Bandaríkjunum, þar sem Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir hefur verið á mála. Lyon hefur ekki staðfest fréttirnar en samkvæmt heimildum Vísis er fótur fyrir þeim. Sara, sem er 29 ára, hefur kynnst því á eigin skinni hve sterkt lið Lyon er en hún var í liði Wolfsburg sem tapaði úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Lyon árið 2018, og þegar Wolfsburg féll úr keppni gegn Lyon í 8-liða úrslitum keppninnar í fyrra. Lyon hefur unnið Meistaradeildina oftast allra liða eða sex sinnum, þar af fjögur síðustu ár. Lyon er, líkt og Wolfsburg, komið í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar í ár en hlé er á keppninni og óvíst hvort og þá hvenær hún verði kláruð, vegna kórónuveirunnar. Lyon er einnig sigursælasta lið í sögu frönsku 1. deildarinnar með 13 titla en liðið hefur orðið franskur meistari 13 sinnum í röð. Þá hefur Lyon unnið frönsku bikarkeppnina átta sinnum. Franski boltinn Þýski boltinn Tengdar fréttir Sara Björk hvetur unga iðkendur til að halda áfram að hreyfa sig Knattspyrnusamband Íslands vill gera sitt í að lyfta upp anda þjóðarinnar og hvetja hana til að halda áfram að hreyfa sig í samkomubanni. KSÍ fékk landsliðsfólkið til að taka þátt í þessu með sér. Ari Freyr Skúlason reið á vaðið í gær og í dag er það landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir sem tekur við keflinu. 21. mars 2020 14:15 Þjóðverjar fresta einnig Keppni í fimm sterkustu deildum Evrópu hefur verið frestar vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 13. mars 2020 15:41 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir er á leið til sigursælasta knattspyrnuliðs Evrópu og sennilega besta knattspyrnuliðs heims í dag, franska félagsins Lyon. Sara verður samningslaus í sumar eftir gjöful ár í Þýskalandi þar sem hún hefur orðið Þýskalandsmeistari og bikarmeistari þrjú ár í röð með Wolfsburg, og var á góðri leið með að ná því í fjórða sinn þegar hlé var gert vegna kórónuveirufaraldursins. Hún hefur verið í lykilhlutverki hjá liðinu öll þessi ár. Franski miðillinn RMC Sport greinir frá því að Sara og Lola Gallardo, markvörður Atlético Madrid, komi til Lyon í sumar. Þær eigi að fylla skarðið sem Dzsenifer Marozsan og Sarah Bouhaddi skilji eftir sig en þær eru á leið til Utah Royals í Bandaríkjunum, þar sem Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir hefur verið á mála. Lyon hefur ekki staðfest fréttirnar en samkvæmt heimildum Vísis er fótur fyrir þeim. Sara, sem er 29 ára, hefur kynnst því á eigin skinni hve sterkt lið Lyon er en hún var í liði Wolfsburg sem tapaði úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Lyon árið 2018, og þegar Wolfsburg féll úr keppni gegn Lyon í 8-liða úrslitum keppninnar í fyrra. Lyon hefur unnið Meistaradeildina oftast allra liða eða sex sinnum, þar af fjögur síðustu ár. Lyon er, líkt og Wolfsburg, komið í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar í ár en hlé er á keppninni og óvíst hvort og þá hvenær hún verði kláruð, vegna kórónuveirunnar. Lyon er einnig sigursælasta lið í sögu frönsku 1. deildarinnar með 13 titla en liðið hefur orðið franskur meistari 13 sinnum í röð. Þá hefur Lyon unnið frönsku bikarkeppnina átta sinnum.
Franski boltinn Þýski boltinn Tengdar fréttir Sara Björk hvetur unga iðkendur til að halda áfram að hreyfa sig Knattspyrnusamband Íslands vill gera sitt í að lyfta upp anda þjóðarinnar og hvetja hana til að halda áfram að hreyfa sig í samkomubanni. KSÍ fékk landsliðsfólkið til að taka þátt í þessu með sér. Ari Freyr Skúlason reið á vaðið í gær og í dag er það landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir sem tekur við keflinu. 21. mars 2020 14:15 Þjóðverjar fresta einnig Keppni í fimm sterkustu deildum Evrópu hefur verið frestar vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 13. mars 2020 15:41 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Sjá meira
Sara Björk hvetur unga iðkendur til að halda áfram að hreyfa sig Knattspyrnusamband Íslands vill gera sitt í að lyfta upp anda þjóðarinnar og hvetja hana til að halda áfram að hreyfa sig í samkomubanni. KSÍ fékk landsliðsfólkið til að taka þátt í þessu með sér. Ari Freyr Skúlason reið á vaðið í gær og í dag er það landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir sem tekur við keflinu. 21. mars 2020 14:15
Þjóðverjar fresta einnig Keppni í fimm sterkustu deildum Evrópu hefur verið frestar vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 13. mars 2020 15:41