Enski boltinn

Geta mögu­lega ekki spilað heima­leikina sína á King Power vegna kórónu­veirunnar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leik Leicester á dögunum á King Power leikvanginum.
Úr leik Leicester á dögunum á King Power leikvanginum.

Það gæti farið svo að Leicester þurfi að spila heimaleik sinn gegn Crystal Palace á laugardaginn á hlutlausum velli eða að leiknum verði frestað.

Richard Masters, framkvæmdastjóri deildarinnar, var aðspurður út í stöðuna á máli Leicester í morgun en kórónuveiran hefur náð sér á flug, á nýjan leik, í borginni.

„Við erum að bíða eftir að heyra eitthvað. Auðvitað erum við að skoða aðra kosti,“ sagði Masters er hann kom fyrir íþróttanefnd ríkisstjórnarinnar í morgun.

Leicester á að mæta Crystal Palace á laugardaginn en í nótt var tilkynnt að útgöngubann væri aftur komið á í borginni.

Flestir skólar hafa lokað á ný og búðir sem ekki selja nauðsynjarvörur verði einnig lokað.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.