Gladdi hjarta ráðherra að samgönguáætlun var samþykkt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. júní 2020 12:18 Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Vísir/Vilhelm Heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu var í gærkvöldi samþykkt með 46 atkvæðum gegn sex og tveir greiddu ekki atkvæði. Málið varðar samgöngusáttmálann svokallaða sem ríkið og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu í september og varðar meðal annars borgarlínuverkefnið. Samkomulagið kvað á um stofnun félags í sameiginlegri eigu ríkis og sveitarfélaga, sem samþykkt var á Alþingi í gær. Heildarumfang verkefnisins varðar 120 milljarða framkvæmdir á næstu fimmtán árum. Málið hefur verið mjög umdeilt og hafa þingmenn Miðflokksins sérstaklega sett sig upp á móti málinu. Svo fór að gera þurfti samkomulag við flokkinn um meðferð stofnunar hlutafélagsins. Þingmenn hans höfðu hampað málinu mjög í ræðustóli Alþingis og höfðu jafnvel verið sakaðir um málþóf um. „[Ég] vil halda því til haga að ég tel þetta Borgarlínuverkefni stórvarðmál og mun gera nánar grein fyrir því á næstu dögum utan við þennan sal,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, þegar hann tók einn til máls í þriðju umræðu um málið á Alþingi í gærkvöldi áður en gengið var til atkvæðagreiðslu. „Til hamingju Ísland“ Þá hafa fleiri þingmenn lýst yfir óþökk sinni á málinu, þar á meðal Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem sagði í ræðustól á Alþingi á dögunum að verið væri að gera borgarbúa að „einhvers konar moldvörpum“ með fyrirætlunum um að leggja götur í stokk og að brýnt væri að „auka umferðaræðarnar.“ Þá lýsti hún sig einnig andsnúna Borgarlínunni og þeirri áherslu sem lögð er á almenningssamgöngur í Reykjavík í samgöngusáttmálanum. Þá gagnrýndi hún að veita ætti svo miklu fjármagni í Borgarlínu og almenningssamgöngur en að látið væri hjá líða að veita fjármunum í „einfaldar,“ „hagkvæmar“ og ódýrar vegaframkvæmdir, einkum mislæg gatnamót. „Mikil gleðistund og við megum öll vera stolt og ánægð með að upplifa þessa stund því hér erum við að sjá verða að veruleika gríðarlega miklar framfarir í samgöngum á höfuðborgarsvæðinu öllu. Ég er stoltur af því að fá að taka þátt í þessu. Ég segi bara til hamingju Ísland,“ sagði Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, þegar hann gerði grein fyrir atkvæði sínu í gær. Fleiri þingmenn tóku undir fagnaðarorð Kolbeins, en Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Steinunn Þóra Árnadóttir þingmaður Vinstri grænna greindu einnig fyrir atkvæði sínu og tóku breytingunum fagnandi. Þá skrifaði Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra á Facebook í morgun að það gladdi hjarta hans að hafa séð „allt grænt við afgreiðslu samgönguáætlunar“ við þinglok í gærkvöldi. Það hafi verið frábært að sjá svona breiða og góða samstöðu þingmanna. Samgöngur Reykjavík Alþingi Kópavogur Hafnarfjörður Borgarlína Tengdar fréttir Sagði samgönguáætlunina gera borgarbúa að „einhvers konar moldvörpum“ Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins lýsti sig afar andsnúna þeirri áherslu á almenningssamgöngur sem finna má í fimm ára samgönguáætlun fyrir Reykjavík er hún steig upp í pontu á Alþingi í gærkvöldi. 19. júní 2020 08:22 „Ímyndaðu þér nýtt samgöngunet“ Næsta stopp er gagnvirk sýning þar sem nýju samgönguneti Borgarlínu, Strætó, hjólastíga og deililausna eru gerð skil á áhugaverðan hátt. Sýningin er hluti af HönnunarMars hátíðinni í ár og stendur yfir í Ráðhúsi Reykjavíkur til 24.júní. 19. júní 2020 07:00 Fyrstu 25 stöðvar Borgarlínu kynntar til leiks Fyrsti áfangi Borgarlínu verður þrettán kílómetra langur og á honum verða 25 stöðvar samkvæmt fyrstu tillögum. 24. apríl 2020 16:23 Samgönguáætlun næstu fimmtán ára samþykkt á Alþingi Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir tímabilið 2020-2034 var samþykkt í gærkvöldi á Alþingi með 55 samhljóða atkvæðum. 30. júní 2020 11:00 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu var í gærkvöldi samþykkt með 46 atkvæðum gegn sex og tveir greiddu ekki atkvæði. Málið varðar samgöngusáttmálann svokallaða sem ríkið og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu í september og varðar meðal annars borgarlínuverkefnið. Samkomulagið kvað á um stofnun félags í sameiginlegri eigu ríkis og sveitarfélaga, sem samþykkt var á Alþingi í gær. Heildarumfang verkefnisins varðar 120 milljarða framkvæmdir á næstu fimmtán árum. Málið hefur verið mjög umdeilt og hafa þingmenn Miðflokksins sérstaklega sett sig upp á móti málinu. Svo fór að gera þurfti samkomulag við flokkinn um meðferð stofnunar hlutafélagsins. Þingmenn hans höfðu hampað málinu mjög í ræðustóli Alþingis og höfðu jafnvel verið sakaðir um málþóf um. „[Ég] vil halda því til haga að ég tel þetta Borgarlínuverkefni stórvarðmál og mun gera nánar grein fyrir því á næstu dögum utan við þennan sal,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, þegar hann tók einn til máls í þriðju umræðu um málið á Alþingi í gærkvöldi áður en gengið var til atkvæðagreiðslu. „Til hamingju Ísland“ Þá hafa fleiri þingmenn lýst yfir óþökk sinni á málinu, þar á meðal Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem sagði í ræðustól á Alþingi á dögunum að verið væri að gera borgarbúa að „einhvers konar moldvörpum“ með fyrirætlunum um að leggja götur í stokk og að brýnt væri að „auka umferðaræðarnar.“ Þá lýsti hún sig einnig andsnúna Borgarlínunni og þeirri áherslu sem lögð er á almenningssamgöngur í Reykjavík í samgöngusáttmálanum. Þá gagnrýndi hún að veita ætti svo miklu fjármagni í Borgarlínu og almenningssamgöngur en að látið væri hjá líða að veita fjármunum í „einfaldar,“ „hagkvæmar“ og ódýrar vegaframkvæmdir, einkum mislæg gatnamót. „Mikil gleðistund og við megum öll vera stolt og ánægð með að upplifa þessa stund því hér erum við að sjá verða að veruleika gríðarlega miklar framfarir í samgöngum á höfuðborgarsvæðinu öllu. Ég er stoltur af því að fá að taka þátt í þessu. Ég segi bara til hamingju Ísland,“ sagði Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, þegar hann gerði grein fyrir atkvæði sínu í gær. Fleiri þingmenn tóku undir fagnaðarorð Kolbeins, en Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Steinunn Þóra Árnadóttir þingmaður Vinstri grænna greindu einnig fyrir atkvæði sínu og tóku breytingunum fagnandi. Þá skrifaði Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra á Facebook í morgun að það gladdi hjarta hans að hafa séð „allt grænt við afgreiðslu samgönguáætlunar“ við þinglok í gærkvöldi. Það hafi verið frábært að sjá svona breiða og góða samstöðu þingmanna.
Samgöngur Reykjavík Alþingi Kópavogur Hafnarfjörður Borgarlína Tengdar fréttir Sagði samgönguáætlunina gera borgarbúa að „einhvers konar moldvörpum“ Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins lýsti sig afar andsnúna þeirri áherslu á almenningssamgöngur sem finna má í fimm ára samgönguáætlun fyrir Reykjavík er hún steig upp í pontu á Alþingi í gærkvöldi. 19. júní 2020 08:22 „Ímyndaðu þér nýtt samgöngunet“ Næsta stopp er gagnvirk sýning þar sem nýju samgönguneti Borgarlínu, Strætó, hjólastíga og deililausna eru gerð skil á áhugaverðan hátt. Sýningin er hluti af HönnunarMars hátíðinni í ár og stendur yfir í Ráðhúsi Reykjavíkur til 24.júní. 19. júní 2020 07:00 Fyrstu 25 stöðvar Borgarlínu kynntar til leiks Fyrsti áfangi Borgarlínu verður þrettán kílómetra langur og á honum verða 25 stöðvar samkvæmt fyrstu tillögum. 24. apríl 2020 16:23 Samgönguáætlun næstu fimmtán ára samþykkt á Alþingi Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir tímabilið 2020-2034 var samþykkt í gærkvöldi á Alþingi með 55 samhljóða atkvæðum. 30. júní 2020 11:00 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Sagði samgönguáætlunina gera borgarbúa að „einhvers konar moldvörpum“ Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins lýsti sig afar andsnúna þeirri áherslu á almenningssamgöngur sem finna má í fimm ára samgönguáætlun fyrir Reykjavík er hún steig upp í pontu á Alþingi í gærkvöldi. 19. júní 2020 08:22
„Ímyndaðu þér nýtt samgöngunet“ Næsta stopp er gagnvirk sýning þar sem nýju samgönguneti Borgarlínu, Strætó, hjólastíga og deililausna eru gerð skil á áhugaverðan hátt. Sýningin er hluti af HönnunarMars hátíðinni í ár og stendur yfir í Ráðhúsi Reykjavíkur til 24.júní. 19. júní 2020 07:00
Fyrstu 25 stöðvar Borgarlínu kynntar til leiks Fyrsti áfangi Borgarlínu verður þrettán kílómetra langur og á honum verða 25 stöðvar samkvæmt fyrstu tillögum. 24. apríl 2020 16:23
Samgönguáætlun næstu fimmtán ára samþykkt á Alþingi Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir tímabilið 2020-2034 var samþykkt í gærkvöldi á Alþingi með 55 samhljóða atkvæðum. 30. júní 2020 11:00