Sagði samgönguáætlunina gera borgarbúa að „einhvers konar moldvörpum“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. júní 2020 08:22 Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/vilhelm Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins lýsti sig afar andsnúna þeirri áherslu á almenningssamgöngur sem finna má í fimm ára samgönguáætlun fyrir Reykjavík er hún steig upp í pontu á Alþingi í gærkvöldi. Hún sagði m.a. að verið væri að gera borgarbúa að „einhvers konar moldvörpum“ með fyrirætlunum um að leggja götur í stokk og að brýnt væri að „auka umferðaræðarnar“. Þingfundur stóð á Alþingi fram til klukkan tuttugu mínútur yfir þrjú í nótt. Til umræðu var áðurnefnd fimm ára samgönguáætlun og er hin svokallaða Borgarlína þar undir. Miðflokksmenn í pontu í sex tíma samfleytt Þingmenn Miðflokksins hafa lýst sig andsnúna málinu og ræddu þeir það fram eftir nóttu, eða uns Steingrímur J. Sigfússon sté í pontu og benti á að málið hafði þá verið rætt í tæpar tuttugu og tvær klukkustundir. „Nú síðustu fimm, sex klukkustundirnar hafa eingöngu háttvirtir þingmenn Miðflokksins tekið þátt í umræðunni og haldið stanslaust fimm mínútna ræður, tíu til tólf hver, allmargir þeirra, og forseti sér þess engin merki að þessu linni.“ Steingrímur sagði ekki kost í stöðunni að þingið gefist upp við ljúka þeirri skyldu sinni að samþykkja samgönguáætlun. Andstaða fáeinna þingmanna megi ekki koma í veg fyrir það. „Forseti hvetur því háttvirta þingmenn til að hugleiða hvort þeir geti nú ekki þjappað sínum sjónarmiðum þannig saman að þegar þessari umræðu heldur fram á næsta fundi, þá taki það ekki langan tíma,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis áður en hann sleit fundi, þegar klukkan var að ganga hálffjögur í nótt. Næsti fundur liggur ekki fyrir. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins er afar andsnúinn Borgarlínunni, sem og samflokksmenn hans.Vísir/Vilhelm Vill meiri pening í mislæg gatnamót Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins lýsti sig líka afar andsnúna Borgarlínunni og þeirri áherslu sem lögð er á almenningssamgöngur í Reykjavík í samgöngusáttmálanum. Sigríður sagði í ræðu sinni á þingi í gær að „ófremdarástand“ ríkti í samgöngumálum í Reykjavík og að brýnt væri að ráðast í vegaframkvæmdir í borginni. Hún gagnrýndi þannig að veita ætti svo miklu fjármagni í Borgarlínu og almenningssamgöngur en að látið væri hjá líða að veita fjármunum í „einfaldar“, „hagkvæmar“ og „ódýrar“ vegaframkvæmdir, einkum mislæg gatnamót. „En helmingurinn er að fara í fyrirbæri sem því miður menn hafa hingað til kosið að nánast hunsa, það er að segja almenningssamgöngur. Og ég ætla hins vegar ekki að standa hér og tala mót almenningssamgöngum, alls ekki. Það þarf auðvitað að hlúa að almenningssamgöngum og engin borg eða bæjarfélag með einhvern metnað lætur hjá líða að bjóða ekki upp á einhvers konar almenningssamgöngur,“ sagði Sigríður. „Moldvörpur“ í jarðgöngum Þá lagði hún til að almenningssamgöngurnar sem væru hér fyrir væru frekar bættar og ítrekaði áherslu sína á að gera einkabílnum, sem hún gagnrýndi vinstri menn fyrir að „fjandskapast“ út í, hærra undir höfði. Sigríður lýsti sig jafnframt andsnúna því að setja götur í stokk, líkt og fyrirhugað er að gert verði með Miklubraut. „Þegar við erum að tala um að bæta samgöngurnar hérna í Reykjavík þá skiptir svo miklu máli, eða það sem brýnt er, að auka umferðaræðarnar, ekki bara breyta þeim úr vegum fyrir bíla í veg fyrir almenningssamgöngur. Og ekki eins og höfuðborgarsáttmálinn gerir ráð fyrir, að færa bílana ofan í jarðgöng hérna í Reykjavík og gera alla sem keyra um í bílum mörgum sinnum á dag, kannski Miklubrautina, að einhvers konar moldvörpum, senda þá neðanjarðar til þess að ferðast. Það bætir ekki umferð, eykur ekki greiða umferð um borgina að færa hana til. Það þarf að fjölga æðunum, draga úr álagi á einstökum vegum,“ sagði Sigríður. Ræðu Sigríðar má horfa á í heild í spilaranum hér ofar í fréttinni. Reykjavík Alþingi Samgöngur Borgarlína Tengdar fréttir „Ímyndaðu þér nýtt samgöngunet“ Næsta stopp er gagnvirk sýning þar sem nýju samgönguneti Borgarlínu, Strætó, hjólastíga og deililausna eru gerð skil á áhugaverðan hátt. Sýningin er hluti af HönnunarMars hátíðinni í ár og stendur yfir í Ráðhúsi Reykjavíkur til 24.júní. 19. júní 2020 07:00 Sakaði Miðflokkinn um að draga rök gegn borgarlínu „út úr rassgatinu á sér“ Þingmaður Miðflokksins telur ekki forsvaranlegt að verja tugum milljarða í borgarlínuverkefnið. Þingmaður Pírata sakar flokkinn um lýðskrum en Miðflokkurinn virðist einangraður á Alþingi í afstöðu sinni gegn áformun um uppbyggingu borgarlínu. 10. júní 2020 13:44 Fyrstu 25 stöðvar Borgarlínu kynntar til leiks Fyrsti áfangi Borgarlínu verður þrettán kílómetra langur og á honum verða 25 stöðvar samkvæmt fyrstu tillögum. 24. apríl 2020 16:23 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins lýsti sig afar andsnúna þeirri áherslu á almenningssamgöngur sem finna má í fimm ára samgönguáætlun fyrir Reykjavík er hún steig upp í pontu á Alþingi í gærkvöldi. Hún sagði m.a. að verið væri að gera borgarbúa að „einhvers konar moldvörpum“ með fyrirætlunum um að leggja götur í stokk og að brýnt væri að „auka umferðaræðarnar“. Þingfundur stóð á Alþingi fram til klukkan tuttugu mínútur yfir þrjú í nótt. Til umræðu var áðurnefnd fimm ára samgönguáætlun og er hin svokallaða Borgarlína þar undir. Miðflokksmenn í pontu í sex tíma samfleytt Þingmenn Miðflokksins hafa lýst sig andsnúna málinu og ræddu þeir það fram eftir nóttu, eða uns Steingrímur J. Sigfússon sté í pontu og benti á að málið hafði þá verið rætt í tæpar tuttugu og tvær klukkustundir. „Nú síðustu fimm, sex klukkustundirnar hafa eingöngu háttvirtir þingmenn Miðflokksins tekið þátt í umræðunni og haldið stanslaust fimm mínútna ræður, tíu til tólf hver, allmargir þeirra, og forseti sér þess engin merki að þessu linni.“ Steingrímur sagði ekki kost í stöðunni að þingið gefist upp við ljúka þeirri skyldu sinni að samþykkja samgönguáætlun. Andstaða fáeinna þingmanna megi ekki koma í veg fyrir það. „Forseti hvetur því háttvirta þingmenn til að hugleiða hvort þeir geti nú ekki þjappað sínum sjónarmiðum þannig saman að þegar þessari umræðu heldur fram á næsta fundi, þá taki það ekki langan tíma,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis áður en hann sleit fundi, þegar klukkan var að ganga hálffjögur í nótt. Næsti fundur liggur ekki fyrir. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins er afar andsnúinn Borgarlínunni, sem og samflokksmenn hans.Vísir/Vilhelm Vill meiri pening í mislæg gatnamót Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins lýsti sig líka afar andsnúna Borgarlínunni og þeirri áherslu sem lögð er á almenningssamgöngur í Reykjavík í samgöngusáttmálanum. Sigríður sagði í ræðu sinni á þingi í gær að „ófremdarástand“ ríkti í samgöngumálum í Reykjavík og að brýnt væri að ráðast í vegaframkvæmdir í borginni. Hún gagnrýndi þannig að veita ætti svo miklu fjármagni í Borgarlínu og almenningssamgöngur en að látið væri hjá líða að veita fjármunum í „einfaldar“, „hagkvæmar“ og „ódýrar“ vegaframkvæmdir, einkum mislæg gatnamót. „En helmingurinn er að fara í fyrirbæri sem því miður menn hafa hingað til kosið að nánast hunsa, það er að segja almenningssamgöngur. Og ég ætla hins vegar ekki að standa hér og tala mót almenningssamgöngum, alls ekki. Það þarf auðvitað að hlúa að almenningssamgöngum og engin borg eða bæjarfélag með einhvern metnað lætur hjá líða að bjóða ekki upp á einhvers konar almenningssamgöngur,“ sagði Sigríður. „Moldvörpur“ í jarðgöngum Þá lagði hún til að almenningssamgöngurnar sem væru hér fyrir væru frekar bættar og ítrekaði áherslu sína á að gera einkabílnum, sem hún gagnrýndi vinstri menn fyrir að „fjandskapast“ út í, hærra undir höfði. Sigríður lýsti sig jafnframt andsnúna því að setja götur í stokk, líkt og fyrirhugað er að gert verði með Miklubraut. „Þegar við erum að tala um að bæta samgöngurnar hérna í Reykjavík þá skiptir svo miklu máli, eða það sem brýnt er, að auka umferðaræðarnar, ekki bara breyta þeim úr vegum fyrir bíla í veg fyrir almenningssamgöngur. Og ekki eins og höfuðborgarsáttmálinn gerir ráð fyrir, að færa bílana ofan í jarðgöng hérna í Reykjavík og gera alla sem keyra um í bílum mörgum sinnum á dag, kannski Miklubrautina, að einhvers konar moldvörpum, senda þá neðanjarðar til þess að ferðast. Það bætir ekki umferð, eykur ekki greiða umferð um borgina að færa hana til. Það þarf að fjölga æðunum, draga úr álagi á einstökum vegum,“ sagði Sigríður. Ræðu Sigríðar má horfa á í heild í spilaranum hér ofar í fréttinni.
Reykjavík Alþingi Samgöngur Borgarlína Tengdar fréttir „Ímyndaðu þér nýtt samgöngunet“ Næsta stopp er gagnvirk sýning þar sem nýju samgönguneti Borgarlínu, Strætó, hjólastíga og deililausna eru gerð skil á áhugaverðan hátt. Sýningin er hluti af HönnunarMars hátíðinni í ár og stendur yfir í Ráðhúsi Reykjavíkur til 24.júní. 19. júní 2020 07:00 Sakaði Miðflokkinn um að draga rök gegn borgarlínu „út úr rassgatinu á sér“ Þingmaður Miðflokksins telur ekki forsvaranlegt að verja tugum milljarða í borgarlínuverkefnið. Þingmaður Pírata sakar flokkinn um lýðskrum en Miðflokkurinn virðist einangraður á Alþingi í afstöðu sinni gegn áformun um uppbyggingu borgarlínu. 10. júní 2020 13:44 Fyrstu 25 stöðvar Borgarlínu kynntar til leiks Fyrsti áfangi Borgarlínu verður þrettán kílómetra langur og á honum verða 25 stöðvar samkvæmt fyrstu tillögum. 24. apríl 2020 16:23 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
„Ímyndaðu þér nýtt samgöngunet“ Næsta stopp er gagnvirk sýning þar sem nýju samgönguneti Borgarlínu, Strætó, hjólastíga og deililausna eru gerð skil á áhugaverðan hátt. Sýningin er hluti af HönnunarMars hátíðinni í ár og stendur yfir í Ráðhúsi Reykjavíkur til 24.júní. 19. júní 2020 07:00
Sakaði Miðflokkinn um að draga rök gegn borgarlínu „út úr rassgatinu á sér“ Þingmaður Miðflokksins telur ekki forsvaranlegt að verja tugum milljarða í borgarlínuverkefnið. Þingmaður Pírata sakar flokkinn um lýðskrum en Miðflokkurinn virðist einangraður á Alþingi í afstöðu sinni gegn áformun um uppbyggingu borgarlínu. 10. júní 2020 13:44
Fyrstu 25 stöðvar Borgarlínu kynntar til leiks Fyrsti áfangi Borgarlínu verður þrettán kílómetra langur og á honum verða 25 stöðvar samkvæmt fyrstu tillögum. 24. apríl 2020 16:23