Gladdi hjarta ráðherra að samgönguáætlun var samþykkt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. júní 2020 12:18 Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Vísir/Vilhelm Heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu var í gærkvöldi samþykkt með 46 atkvæðum gegn sex og tveir greiddu ekki atkvæði. Málið varðar samgöngusáttmálann svokallaða sem ríkið og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu í september og varðar meðal annars borgarlínuverkefnið. Samkomulagið kvað á um stofnun félags í sameiginlegri eigu ríkis og sveitarfélaga, sem samþykkt var á Alþingi í gær. Heildarumfang verkefnisins varðar 120 milljarða framkvæmdir á næstu fimmtán árum. Málið hefur verið mjög umdeilt og hafa þingmenn Miðflokksins sérstaklega sett sig upp á móti málinu. Svo fór að gera þurfti samkomulag við flokkinn um meðferð stofnunar hlutafélagsins. Þingmenn hans höfðu hampað málinu mjög í ræðustóli Alþingis og höfðu jafnvel verið sakaðir um málþóf um. „[Ég] vil halda því til haga að ég tel þetta Borgarlínuverkefni stórvarðmál og mun gera nánar grein fyrir því á næstu dögum utan við þennan sal,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, þegar hann tók einn til máls í þriðju umræðu um málið á Alþingi í gærkvöldi áður en gengið var til atkvæðagreiðslu. „Til hamingju Ísland“ Þá hafa fleiri þingmenn lýst yfir óþökk sinni á málinu, þar á meðal Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem sagði í ræðustól á Alþingi á dögunum að verið væri að gera borgarbúa að „einhvers konar moldvörpum“ með fyrirætlunum um að leggja götur í stokk og að brýnt væri að „auka umferðaræðarnar.“ Þá lýsti hún sig einnig andsnúna Borgarlínunni og þeirri áherslu sem lögð er á almenningssamgöngur í Reykjavík í samgöngusáttmálanum. Þá gagnrýndi hún að veita ætti svo miklu fjármagni í Borgarlínu og almenningssamgöngur en að látið væri hjá líða að veita fjármunum í „einfaldar,“ „hagkvæmar“ og ódýrar vegaframkvæmdir, einkum mislæg gatnamót. „Mikil gleðistund og við megum öll vera stolt og ánægð með að upplifa þessa stund því hér erum við að sjá verða að veruleika gríðarlega miklar framfarir í samgöngum á höfuðborgarsvæðinu öllu. Ég er stoltur af því að fá að taka þátt í þessu. Ég segi bara til hamingju Ísland,“ sagði Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, þegar hann gerði grein fyrir atkvæði sínu í gær. Fleiri þingmenn tóku undir fagnaðarorð Kolbeins, en Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Steinunn Þóra Árnadóttir þingmaður Vinstri grænna greindu einnig fyrir atkvæði sínu og tóku breytingunum fagnandi. Þá skrifaði Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra á Facebook í morgun að það gladdi hjarta hans að hafa séð „allt grænt við afgreiðslu samgönguáætlunar“ við þinglok í gærkvöldi. Það hafi verið frábært að sjá svona breiða og góða samstöðu þingmanna. Samgöngur Reykjavík Alþingi Kópavogur Hafnarfjörður Borgarlína Tengdar fréttir Sagði samgönguáætlunina gera borgarbúa að „einhvers konar moldvörpum“ Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins lýsti sig afar andsnúna þeirri áherslu á almenningssamgöngur sem finna má í fimm ára samgönguáætlun fyrir Reykjavík er hún steig upp í pontu á Alþingi í gærkvöldi. 19. júní 2020 08:22 „Ímyndaðu þér nýtt samgöngunet“ Næsta stopp er gagnvirk sýning þar sem nýju samgönguneti Borgarlínu, Strætó, hjólastíga og deililausna eru gerð skil á áhugaverðan hátt. Sýningin er hluti af HönnunarMars hátíðinni í ár og stendur yfir í Ráðhúsi Reykjavíkur til 24.júní. 19. júní 2020 07:00 Fyrstu 25 stöðvar Borgarlínu kynntar til leiks Fyrsti áfangi Borgarlínu verður þrettán kílómetra langur og á honum verða 25 stöðvar samkvæmt fyrstu tillögum. 24. apríl 2020 16:23 Samgönguáætlun næstu fimmtán ára samþykkt á Alþingi Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir tímabilið 2020-2034 var samþykkt í gærkvöldi á Alþingi með 55 samhljóða atkvæðum. 30. júní 2020 11:00 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira
Heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu var í gærkvöldi samþykkt með 46 atkvæðum gegn sex og tveir greiddu ekki atkvæði. Málið varðar samgöngusáttmálann svokallaða sem ríkið og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu í september og varðar meðal annars borgarlínuverkefnið. Samkomulagið kvað á um stofnun félags í sameiginlegri eigu ríkis og sveitarfélaga, sem samþykkt var á Alþingi í gær. Heildarumfang verkefnisins varðar 120 milljarða framkvæmdir á næstu fimmtán árum. Málið hefur verið mjög umdeilt og hafa þingmenn Miðflokksins sérstaklega sett sig upp á móti málinu. Svo fór að gera þurfti samkomulag við flokkinn um meðferð stofnunar hlutafélagsins. Þingmenn hans höfðu hampað málinu mjög í ræðustóli Alþingis og höfðu jafnvel verið sakaðir um málþóf um. „[Ég] vil halda því til haga að ég tel þetta Borgarlínuverkefni stórvarðmál og mun gera nánar grein fyrir því á næstu dögum utan við þennan sal,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, þegar hann tók einn til máls í þriðju umræðu um málið á Alþingi í gærkvöldi áður en gengið var til atkvæðagreiðslu. „Til hamingju Ísland“ Þá hafa fleiri þingmenn lýst yfir óþökk sinni á málinu, þar á meðal Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem sagði í ræðustól á Alþingi á dögunum að verið væri að gera borgarbúa að „einhvers konar moldvörpum“ með fyrirætlunum um að leggja götur í stokk og að brýnt væri að „auka umferðaræðarnar.“ Þá lýsti hún sig einnig andsnúna Borgarlínunni og þeirri áherslu sem lögð er á almenningssamgöngur í Reykjavík í samgöngusáttmálanum. Þá gagnrýndi hún að veita ætti svo miklu fjármagni í Borgarlínu og almenningssamgöngur en að látið væri hjá líða að veita fjármunum í „einfaldar,“ „hagkvæmar“ og ódýrar vegaframkvæmdir, einkum mislæg gatnamót. „Mikil gleðistund og við megum öll vera stolt og ánægð með að upplifa þessa stund því hér erum við að sjá verða að veruleika gríðarlega miklar framfarir í samgöngum á höfuðborgarsvæðinu öllu. Ég er stoltur af því að fá að taka þátt í þessu. Ég segi bara til hamingju Ísland,“ sagði Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, þegar hann gerði grein fyrir atkvæði sínu í gær. Fleiri þingmenn tóku undir fagnaðarorð Kolbeins, en Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Steinunn Þóra Árnadóttir þingmaður Vinstri grænna greindu einnig fyrir atkvæði sínu og tóku breytingunum fagnandi. Þá skrifaði Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra á Facebook í morgun að það gladdi hjarta hans að hafa séð „allt grænt við afgreiðslu samgönguáætlunar“ við þinglok í gærkvöldi. Það hafi verið frábært að sjá svona breiða og góða samstöðu þingmanna.
Samgöngur Reykjavík Alþingi Kópavogur Hafnarfjörður Borgarlína Tengdar fréttir Sagði samgönguáætlunina gera borgarbúa að „einhvers konar moldvörpum“ Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins lýsti sig afar andsnúna þeirri áherslu á almenningssamgöngur sem finna má í fimm ára samgönguáætlun fyrir Reykjavík er hún steig upp í pontu á Alþingi í gærkvöldi. 19. júní 2020 08:22 „Ímyndaðu þér nýtt samgöngunet“ Næsta stopp er gagnvirk sýning þar sem nýju samgönguneti Borgarlínu, Strætó, hjólastíga og deililausna eru gerð skil á áhugaverðan hátt. Sýningin er hluti af HönnunarMars hátíðinni í ár og stendur yfir í Ráðhúsi Reykjavíkur til 24.júní. 19. júní 2020 07:00 Fyrstu 25 stöðvar Borgarlínu kynntar til leiks Fyrsti áfangi Borgarlínu verður þrettán kílómetra langur og á honum verða 25 stöðvar samkvæmt fyrstu tillögum. 24. apríl 2020 16:23 Samgönguáætlun næstu fimmtán ára samþykkt á Alþingi Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir tímabilið 2020-2034 var samþykkt í gærkvöldi á Alþingi með 55 samhljóða atkvæðum. 30. júní 2020 11:00 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira
Sagði samgönguáætlunina gera borgarbúa að „einhvers konar moldvörpum“ Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins lýsti sig afar andsnúna þeirri áherslu á almenningssamgöngur sem finna má í fimm ára samgönguáætlun fyrir Reykjavík er hún steig upp í pontu á Alþingi í gærkvöldi. 19. júní 2020 08:22
„Ímyndaðu þér nýtt samgöngunet“ Næsta stopp er gagnvirk sýning þar sem nýju samgönguneti Borgarlínu, Strætó, hjólastíga og deililausna eru gerð skil á áhugaverðan hátt. Sýningin er hluti af HönnunarMars hátíðinni í ár og stendur yfir í Ráðhúsi Reykjavíkur til 24.júní. 19. júní 2020 07:00
Fyrstu 25 stöðvar Borgarlínu kynntar til leiks Fyrsti áfangi Borgarlínu verður þrettán kílómetra langur og á honum verða 25 stöðvar samkvæmt fyrstu tillögum. 24. apríl 2020 16:23
Samgönguáætlun næstu fimmtán ára samþykkt á Alþingi Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir tímabilið 2020-2034 var samþykkt í gærkvöldi á Alþingi með 55 samhljóða atkvæðum. 30. júní 2020 11:00