Gústi Gylfa: Okkur greinilega fyrirmunað að skora Ísak Hallmundarson skrifar 29. júní 2020 23:15 Ágúst á hliðarlínunni í kvöld. vísir/vilhelm Fylkir og Grótta mættust í Pepsi Max deild karla á heimavelli Fylkis í Árbæ í kvöld. Lokatölur 2-0 fyrir Fylki í hörkuleik. Ágúst Gylfason þjálfari Gróttu var að vonum svekktur með niðurstöðu leiksins en lið hans barðist hetjulega í kvöld. ,,Það má með sanni segja að við áttum skilið eitthvað úr þessum leik. Gríðarlega ánægður með fyrri hálfleik en okkur er greinilega fyrirmunað að skora. Við hefðum kannski getað verið búnir að klára þetta í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikur var ekki alveg eins góður en við fáum nokkur góð færi til að skora. Fáum svo víti á okkur og þeir komast yfir og bæta svo öðru marki við, þá var þetta á brattann að sækja fyrir okkur. Þetta var góður fyrri hálfleikur en við vorum ekki nógu góðir í seinni,‘‘ sagði Gústi. Grótta fékk fjöldan allan af tækifærum og komust oft í góða stöðu en áttu erfitt með að ná skoti á markið. ,,Það er eitthvað sem háir okkur varðandi að skora, mögulega þor, kannski reynsluleysi, við erum að reyna að grafa ofan í það. Búnir að spila þrjá leiki í deildinni og ekki skorað mark, við þurfum að gera þetta betur kannski á æfingasvæðinu og vorum frekar værukærir fannst mér í færunum og tók okkur langan tíma að ,,slútta‘‘, en við finnum lausn á þessu fyrir næstu leiki. Ég vil skila batakveðju til Helga Vals, leiðinlegt að heyra með hann og vonandi endar þetta ekki ferilinn hans og hann kemur sterkur til baka.‘‘ En getur Gústi tekið eitthvað jákvætt út úr þessum leik fyrir framhaldið? ,,Ég veit það ekki, við töpuðum leiknum og skoruðum ekki mark og það er það sem maður skilur eftir í þessum leik. Við erum ekki komnir með neinn punkt á töfluna og það er það sem svíður. Við þurfum að fara að hala inn stigum og með þessari frammistöðu jú þá munum við gera það, sérstaklega í fyrri hálfleik,‘‘ sagði hann að lokum. Grótta fær HK í heimsókn í næsta leik í deildinni þann 4. júlí. Grótta Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Fleiri fréttir Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Sjá meira
Fylkir og Grótta mættust í Pepsi Max deild karla á heimavelli Fylkis í Árbæ í kvöld. Lokatölur 2-0 fyrir Fylki í hörkuleik. Ágúst Gylfason þjálfari Gróttu var að vonum svekktur með niðurstöðu leiksins en lið hans barðist hetjulega í kvöld. ,,Það má með sanni segja að við áttum skilið eitthvað úr þessum leik. Gríðarlega ánægður með fyrri hálfleik en okkur er greinilega fyrirmunað að skora. Við hefðum kannski getað verið búnir að klára þetta í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikur var ekki alveg eins góður en við fáum nokkur góð færi til að skora. Fáum svo víti á okkur og þeir komast yfir og bæta svo öðru marki við, þá var þetta á brattann að sækja fyrir okkur. Þetta var góður fyrri hálfleikur en við vorum ekki nógu góðir í seinni,‘‘ sagði Gústi. Grótta fékk fjöldan allan af tækifærum og komust oft í góða stöðu en áttu erfitt með að ná skoti á markið. ,,Það er eitthvað sem háir okkur varðandi að skora, mögulega þor, kannski reynsluleysi, við erum að reyna að grafa ofan í það. Búnir að spila þrjá leiki í deildinni og ekki skorað mark, við þurfum að gera þetta betur kannski á æfingasvæðinu og vorum frekar værukærir fannst mér í færunum og tók okkur langan tíma að ,,slútta‘‘, en við finnum lausn á þessu fyrir næstu leiki. Ég vil skila batakveðju til Helga Vals, leiðinlegt að heyra með hann og vonandi endar þetta ekki ferilinn hans og hann kemur sterkur til baka.‘‘ En getur Gústi tekið eitthvað jákvætt út úr þessum leik fyrir framhaldið? ,,Ég veit það ekki, við töpuðum leiknum og skoruðum ekki mark og það er það sem maður skilur eftir í þessum leik. Við erum ekki komnir með neinn punkt á töfluna og það er það sem svíður. Við þurfum að fara að hala inn stigum og með þessari frammistöðu jú þá munum við gera það, sérstaklega í fyrri hálfleik,‘‘ sagði hann að lokum. Grótta fær HK í heimsókn í næsta leik í deildinni þann 4. júlí.
Grótta Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Fleiri fréttir Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Sjá meira