Innlent

Eld­varna­galla slökkvi­liðs­manns stolið

Atli Ísleifsson skrifar
Í töskunni er allur nauðsynlegur búnaður fyrir slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn til að mynda eldvarnagalli.
Í töskunni er allur nauðsynlegur búnaður fyrir slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn til að mynda eldvarnagalli. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Sérsaumuðum eldvarnagalla slökkviliðsmanns sjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var stolið í nótt eftir að brotist hafði verið inn í bíl hans.

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins segir frá því í færslu á Facebook að eldgallatösku starfsmannsins hafi verið stolið og að starfsmenn séu orðlausir vegna málsins.

„Í töskunni er allur nauðsynlegur búnaður fyrir slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn t.d eldvarnagalli.

Eldvarnagallinn er lífsnauðsynlegur þegar við förum í brunaútköll og þess vegna er þessi verknaður algjörlega óskiljanlegur í okkar huga. Gallinn var sérsaumaður og setur því starfsmanninn okkar í enn meiri vandræði sem okkur þykir miður.

Við biðlum til þess aðila sem tók töskuna að sjá sóma sinn í því að skila henni aftur, það væri auðvitað langbesta lausnin fyrir alla,“ segir í færslu slökkviliðsins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.