Kaflinn hálli en ella vegna mikils hita og úrhellis Atli Ísleifsson skrifar 29. júní 2020 13:16 Slysið varð á kaflanum á Vesturlandsvegi norðan Grundarhverfis á sunnudaginn. Vegagerðin Unnið hafði verið að yfirlögn á kaflanum á Vesturlandsvegi norðan Grundarhverfis, þar sem banaslysið varð á sunnudaginn, síðastliðið fimmtudagskvöld. Eftirlitsmaður hafði metið aðstæður að lokinni yfirlögn þannig að hætta væri á hálku og tekið ákvörðun um að vara við hálku með merkingum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni þar sem fjallað er um banaslysið þar sem tveir fórust eftir árekstur bifhjóls og húsbíls. „Mikill hiti á sunnudag og úrhellis rigning leiðir síðan til þess að þessi kafli verður enn hálli en ella og eru aðstæður þannig mjög slæmar þegar hið hörmulega slys verður,“ segir í tilkynningunni. Athuga hvort yfirlögn hafi staðist útboðsskilmála Vegagerðin segir að farið sé yfir málið þar sem farið ofan í þessa einstöku framkvæmd með þeim verktökum sem að þeim komu. Að auki verði verkferlar skoðaðir og breytingar gerðar til þess að freista þess að svona atburður endurtaki sig ekki. „Starfsfólk Vegagerðarinnar er slegið yfir þessu slysi og hugur okkar er með ættingjum og aðstandendum þeirra sem létust í slysinu. Umferðaröryggi er eitt það mikilvægasta í öllum störfum Vegagerðarinnar,“ segir í tilkynningunni. Líkt og fram kom í samtali Vísis við Bergþóru Þorkelsdóttur vegamálastjóra í hádeginu þá er nú farið yfir hvort að verklag við yfirlögn hafi staðist útboðsskilmála og hvort Vegagerðin ásamt verktökum og eftirliti skuli endurskoða og efla enn frekar öryggiskröfur við framkvæmdir að þessu tagi. Hálkumæla kaflann „Unnið er að því að hálkumæla umræddan kafla ásamt öðrum köflum á höfuðborgarsvæðinu sem grunur er um að séu einnig og hálir. Að því loknu verða þeir sandaðir. Hraði á þessum köflum hefur verið tekinn niður. Vegagerðin biður vegfarendur um að aka varlega sérstaklega í ljósi þess að spáð er háu hitastigi og einnig má búast við rigningu sem eykur möguleika á varasömu ástandi nýlagðs malbiks. Enn á ný, Vegagerðin harmar þetta slys og starfsfólk sendir aðstandendum hinna látnu okkar dýpstu samúð,“ segir í tilkynningunni. Reykjavík Samgöngur Umferðaröryggi Samgönguslys Tengdar fréttir Fyrsta mat bendi til þess að yfirlögn hafi ekki samræmst útboðsskilmálum Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, segir að fyrsta mat bendi til þess að yfirlögn á vegkaflanum þar sem banaslysið varð í gær hafi ekki samræmst útboðsskilmálum. Mælirinn er fullur hjá bifhjólasamfélaginu á Íslandi sem krefst úrbóta á hættulegum vegköflum landsins. 29. júní 2020 11:55 Loka Vesturlandsvegi til að rannsaka banaslysið Hluta Vesturlandsvegar verður lokað frá klukkan 13:00 í dag vegna rannsóknar á banaslysi sem varð þar í gær. 29. júní 2020 11:33 Bifhjólasamtök efna til mótmæla við Vegagerðina Sniglar, Bifhjólasamtök Lýðveldisins, hafa efnt til mótmæla við húsnæði Vegagerðarinnar í Borgartúni, næstkomandi þriðjudag. Mótmælin snúa að hættulegum vegköflum á vegum landsins og verður úrbóta krafist. 28. júní 2020 23:26 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Unnið hafði verið að yfirlögn á kaflanum á Vesturlandsvegi norðan Grundarhverfis, þar sem banaslysið varð á sunnudaginn, síðastliðið fimmtudagskvöld. Eftirlitsmaður hafði metið aðstæður að lokinni yfirlögn þannig að hætta væri á hálku og tekið ákvörðun um að vara við hálku með merkingum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni þar sem fjallað er um banaslysið þar sem tveir fórust eftir árekstur bifhjóls og húsbíls. „Mikill hiti á sunnudag og úrhellis rigning leiðir síðan til þess að þessi kafli verður enn hálli en ella og eru aðstæður þannig mjög slæmar þegar hið hörmulega slys verður,“ segir í tilkynningunni. Athuga hvort yfirlögn hafi staðist útboðsskilmála Vegagerðin segir að farið sé yfir málið þar sem farið ofan í þessa einstöku framkvæmd með þeim verktökum sem að þeim komu. Að auki verði verkferlar skoðaðir og breytingar gerðar til þess að freista þess að svona atburður endurtaki sig ekki. „Starfsfólk Vegagerðarinnar er slegið yfir þessu slysi og hugur okkar er með ættingjum og aðstandendum þeirra sem létust í slysinu. Umferðaröryggi er eitt það mikilvægasta í öllum störfum Vegagerðarinnar,“ segir í tilkynningunni. Líkt og fram kom í samtali Vísis við Bergþóru Þorkelsdóttur vegamálastjóra í hádeginu þá er nú farið yfir hvort að verklag við yfirlögn hafi staðist útboðsskilmála og hvort Vegagerðin ásamt verktökum og eftirliti skuli endurskoða og efla enn frekar öryggiskröfur við framkvæmdir að þessu tagi. Hálkumæla kaflann „Unnið er að því að hálkumæla umræddan kafla ásamt öðrum köflum á höfuðborgarsvæðinu sem grunur er um að séu einnig og hálir. Að því loknu verða þeir sandaðir. Hraði á þessum köflum hefur verið tekinn niður. Vegagerðin biður vegfarendur um að aka varlega sérstaklega í ljósi þess að spáð er háu hitastigi og einnig má búast við rigningu sem eykur möguleika á varasömu ástandi nýlagðs malbiks. Enn á ný, Vegagerðin harmar þetta slys og starfsfólk sendir aðstandendum hinna látnu okkar dýpstu samúð,“ segir í tilkynningunni.
Reykjavík Samgöngur Umferðaröryggi Samgönguslys Tengdar fréttir Fyrsta mat bendi til þess að yfirlögn hafi ekki samræmst útboðsskilmálum Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, segir að fyrsta mat bendi til þess að yfirlögn á vegkaflanum þar sem banaslysið varð í gær hafi ekki samræmst útboðsskilmálum. Mælirinn er fullur hjá bifhjólasamfélaginu á Íslandi sem krefst úrbóta á hættulegum vegköflum landsins. 29. júní 2020 11:55 Loka Vesturlandsvegi til að rannsaka banaslysið Hluta Vesturlandsvegar verður lokað frá klukkan 13:00 í dag vegna rannsóknar á banaslysi sem varð þar í gær. 29. júní 2020 11:33 Bifhjólasamtök efna til mótmæla við Vegagerðina Sniglar, Bifhjólasamtök Lýðveldisins, hafa efnt til mótmæla við húsnæði Vegagerðarinnar í Borgartúni, næstkomandi þriðjudag. Mótmælin snúa að hættulegum vegköflum á vegum landsins og verður úrbóta krafist. 28. júní 2020 23:26 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Fyrsta mat bendi til þess að yfirlögn hafi ekki samræmst útboðsskilmálum Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, segir að fyrsta mat bendi til þess að yfirlögn á vegkaflanum þar sem banaslysið varð í gær hafi ekki samræmst útboðsskilmálum. Mælirinn er fullur hjá bifhjólasamfélaginu á Íslandi sem krefst úrbóta á hættulegum vegköflum landsins. 29. júní 2020 11:55
Loka Vesturlandsvegi til að rannsaka banaslysið Hluta Vesturlandsvegar verður lokað frá klukkan 13:00 í dag vegna rannsóknar á banaslysi sem varð þar í gær. 29. júní 2020 11:33
Bifhjólasamtök efna til mótmæla við Vegagerðina Sniglar, Bifhjólasamtök Lýðveldisins, hafa efnt til mótmæla við húsnæði Vegagerðarinnar í Borgartúni, næstkomandi þriðjudag. Mótmælin snúa að hættulegum vegköflum á vegum landsins og verður úrbóta krafist. 28. júní 2020 23:26