Innlent

Tveir létust í slysinu á Kjalarnesi

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Hinir látnu voru ökumaður og farþegi bifhjóls.
Hinir látnu voru ökumaður og farþegi bifhjóls.

Tveir létust í árekstri bifhjóls og húsbíls á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi, norðan Grundarhverfis, í dag, en tilkynning um slysið barst kl. 15.13. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Þeir sem létust voru ökumaður og farþegi á bifhjólinu, en ökutækin voru að koma úr gagnstæðri átt.

Annað bifhjól kom aðvífandi þegar áreksturinn varð og missti ökumaður þess stjórn á hjólinu og féll af því. Hann var fluttur á Landspítalann til aðhlynningar og er líðan hans eftir atvikum.

Slysið er nú til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.