Norðmenn loka landamærunum Eiður Þór Árnason skrifar 14. mars 2020 18:53 Aðgerðirnar taka gildi næsta mánudag. Vísir/EPA Norsk stjórnvöld hafa tekið ákvörðun um að loka flugvöllum og höfnum í landinu til þess að bregðast við útbreiðslu kórónuveirunnar. Einnig verður gripið til strangrar landamæragæslu. Þetta kom fram í ávarpi Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs, fyrr í dag. Aðgerðirnar taka gildi næstkomandi mánudag og hefur hún óskað eftir því að norski herinn muni framfylgja hertu landamæraeftirliti. Fréttastofa norska ríkisútvarpsins greinir frá þessu en Solberg lagði áherslu á að Norðmenn sem væru staddir erlendis gætu samt sem áður snúið aftur heim. Solberg fullvissaði landsmenn um það að aðgerðirnar ættu ekki að hamla innflutningi á vörum á borð við lyf og matvæli. Eftir að takmarkanirnar taka gildi verður erlendum ríkisborgurum ekki heimilt að fljúga til landsins nema þeir hafi „góða ástæðu“ til þess, eins og það er orðað í aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar. Þá mæla stjórnvöld gegn því að Norðmenn fari í óþarfa ferðir til útlanda og hvetja þá sem eru staddir erlendis til þess að snúa aftur heim. Síðasta fimmtudag gáfu norsk stjórnvöld út tilmæli um að allir sem hafi ferðast utan Norðurlandanna þyrftu að fara í sóttkví við komuna til Noregs. Einnig var skólum á öllum stigum lokað. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Noregur Tengdar fréttir Norðmenn loka skólum Yfirvöld í Noregi hafa ákveðið að grípa til þess ráðs að loka skólum og leikskólum í stærstu borgum landsins frá og með 16. mars vegna kórónuveirunnar. 12. mars 2020 11:12 Danir loka landinu Dönskum landamærum verður lokað á hádegi á morgun til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. 13. mars 2020 18:21 Noregur: Allir í sóttkví sem ferðast utan Norðurlandanna Allir þeir sem koma til Noregs og hafa ferðast utan Norðurlanda undanfarnar vikur þurfa að gangast undir sóttkví. Öllu skólahaldi verður frestað. 12. mars 2020 14:16 Stærsta líkamsræktarkeðja Norðurlanda lokar stöðvum í hálfan mánuð Sats, stærsta líkamsræktarstöðvakeðja Norðurlanda, hefur ákveðið að loka öllum stöðvum sínum næsta hálfa mánuðinn. 12. mars 2020 08:13 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fleiri fréttir Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Sjá meira
Norsk stjórnvöld hafa tekið ákvörðun um að loka flugvöllum og höfnum í landinu til þess að bregðast við útbreiðslu kórónuveirunnar. Einnig verður gripið til strangrar landamæragæslu. Þetta kom fram í ávarpi Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs, fyrr í dag. Aðgerðirnar taka gildi næstkomandi mánudag og hefur hún óskað eftir því að norski herinn muni framfylgja hertu landamæraeftirliti. Fréttastofa norska ríkisútvarpsins greinir frá þessu en Solberg lagði áherslu á að Norðmenn sem væru staddir erlendis gætu samt sem áður snúið aftur heim. Solberg fullvissaði landsmenn um það að aðgerðirnar ættu ekki að hamla innflutningi á vörum á borð við lyf og matvæli. Eftir að takmarkanirnar taka gildi verður erlendum ríkisborgurum ekki heimilt að fljúga til landsins nema þeir hafi „góða ástæðu“ til þess, eins og það er orðað í aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar. Þá mæla stjórnvöld gegn því að Norðmenn fari í óþarfa ferðir til útlanda og hvetja þá sem eru staddir erlendis til þess að snúa aftur heim. Síðasta fimmtudag gáfu norsk stjórnvöld út tilmæli um að allir sem hafi ferðast utan Norðurlandanna þyrftu að fara í sóttkví við komuna til Noregs. Einnig var skólum á öllum stigum lokað.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Noregur Tengdar fréttir Norðmenn loka skólum Yfirvöld í Noregi hafa ákveðið að grípa til þess ráðs að loka skólum og leikskólum í stærstu borgum landsins frá og með 16. mars vegna kórónuveirunnar. 12. mars 2020 11:12 Danir loka landinu Dönskum landamærum verður lokað á hádegi á morgun til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. 13. mars 2020 18:21 Noregur: Allir í sóttkví sem ferðast utan Norðurlandanna Allir þeir sem koma til Noregs og hafa ferðast utan Norðurlanda undanfarnar vikur þurfa að gangast undir sóttkví. Öllu skólahaldi verður frestað. 12. mars 2020 14:16 Stærsta líkamsræktarkeðja Norðurlanda lokar stöðvum í hálfan mánuð Sats, stærsta líkamsræktarstöðvakeðja Norðurlanda, hefur ákveðið að loka öllum stöðvum sínum næsta hálfa mánuðinn. 12. mars 2020 08:13 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fleiri fréttir Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Sjá meira
Norðmenn loka skólum Yfirvöld í Noregi hafa ákveðið að grípa til þess ráðs að loka skólum og leikskólum í stærstu borgum landsins frá og með 16. mars vegna kórónuveirunnar. 12. mars 2020 11:12
Danir loka landinu Dönskum landamærum verður lokað á hádegi á morgun til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. 13. mars 2020 18:21
Noregur: Allir í sóttkví sem ferðast utan Norðurlandanna Allir þeir sem koma til Noregs og hafa ferðast utan Norðurlanda undanfarnar vikur þurfa að gangast undir sóttkví. Öllu skólahaldi verður frestað. 12. mars 2020 14:16
Stærsta líkamsræktarkeðja Norðurlanda lokar stöðvum í hálfan mánuð Sats, stærsta líkamsræktarstöðvakeðja Norðurlanda, hefur ákveðið að loka öllum stöðvum sínum næsta hálfa mánuðinn. 12. mars 2020 08:13