Innlent

Mikilvægt að fólk í sóttkví hlýði

Samúel Karl Ólason skrifar
Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að miklum fjölda fólks hafi verið skipað að fara í sóttkví og líklega muni þeim fjölga enn frekar.
Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að miklum fjölda fólks hafi verið skipað að fara í sóttkví og líklega muni þeim fjölga enn frekar. Landspítali/Þorkell

Almannavarnir segja mikilvægt að allir sem fá boð um að fara í sóttkví hlíti því undanbragðalaust og fylgi fyrirmælum eftir. Þannig sé hægt að minnka líkur á að hugsanleg hópsýking sem smitrakning stendur yfir vegna, „leiði til víðtækari afleiðinga“. Vitað er um tvö innanlandssmit vegna þessar mögulegu hópsýkingar.

Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að miklum fjölda fólks hafi verið skipað að fara í sóttkví og líklega muni þeim fjölga enn frekar.

Tvennt er áréttað í tilkynningunni.

Það fyrsta er að þeir sem sæta fjórtán daga sóttkví vegna útsetningar fyrir smiti, þurfa að ljúka henni. Jafnvel þó sýnataka á þeim dögum sínu neikvæða niðurstöðu.

Hitt er að Íslendingar sem snúi heim frá útlöndum fari gætilega fyrst um sinn eftir heimkomu. Þeir taki ekki þátt í mannmörgum viðburðum og takmarki samveru við einstaklinga sem eru í aukinni hættu á alvarlegum veikindum ef þeir smitast af Covid-19, eins og aldrað fólk.


Tengdar fréttir

Um þrjú hundruð manns í sóttkví vegna smitsins

Um 300 manns eru nú í sóttkví eftir að að einn greindist smitaður af Kórónuveirunni í gær. Um er að ræða eitt stærsta smitrakningarmál sem rakningarteymi almannavarna hefur þurft að takast á við. Þegar hefur einn smitast innanlands.

Skimunargjald á landamærunum lækkað

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti það á blaðamannafundi sem nú fer fram í ráðherrabústaðnum vegna skimana á landamærum að ákvörðun hafi verið tekin um að lækka skuli gjaldið fyrir skimun.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×