Innlent

Um þrjú hundruð manns í sóttkví vegna smitsins

Andri Eysteinsson skrifar
Þórólfur Guðnason á fundinum í dag
Þórólfur Guðnason á fundinum í dag Vísir/Einar

Um 300 manns eru nú í sóttkví eftir að að einn greindist smitaður af Kórónuveirunni í gær. Um er að ræða eitt stærsta smitrakningarmál sem rakningarteymi almannavarna hefur þurft að takast á við. Þegar hefur einn smitast innanlands.

Frá þessu greindi Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir á blaðamannafundinum í Ráðherrabústaðnum í dag. Hann sagði að síðustu daga hafi fimm greinst með virkt smit af rúmlega 12.000 einstaklingum sem komið hafa til landsins.

Sýni voru tekin úr 800 farþegum í dag og ekkert sýni hefur enn reynst smitandi.

Þórólfur sagði mesta smithættu vera frá Íslendingum sem koma erlendis frá þar sem tengslanetið er þétt hér á landi.

Hann hvatti Íslendinga sem koma hingað til lands að gæta vel að sóttvörnum þegar heim er komið þó að próf á landamærum hafi verið neikvætt. Sérstaklega með því að forðast mannmarga hópa.

Þetta eigi sérstaklega við þegar komið er frá löndum sem enn eru talin áhættusvæði.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×