Íslenski boltinn

Þjóðadeildin hefst á heimaleik gegn Englandi í september

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Ísland mætti Englandi síðast á EM í Frakklandi 2016.
Ísland mætti Englandi síðast á EM í Frakklandi 2016. vísir/Getty

Þjóðadeild UEFA hefst í september og byrja strákarnir okkar á því að fá Englendinga í heimsókn þann 5.september næstkomandi.

UEFA birti í dag staðfesta uppfærða leikjaniðurröðun Þjóðadeildarinnar og verður riðlakeppnin spiluð í þremur leikjatörnum í september, október og nóvember.

Fyrsti leikur Íslands er gegn Englandi á Laugardalsvelli þann 5.september og þremur dögum síðar fara strákarnir til Belgíu.

Ísland leikur heima gegn Danmörku þann 11.október og svo gegn Belgíu 14.október. Koma þeir leikir í kjölfarið af umspilsleiknum gegn Rúmeníu þann 8.október.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.