Enski boltinn

Sýnir fram á að hann vildi reka Wen­ger árið 2015 og ráða Klopp

Anton Ingi Leifsson skrifar
Arsene Wenger undir teppi.
Arsene Wenger undir teppi. vísir/getty

Liverpool-menn fögnuðu vel og innilega í gærkvöldi eftir að liðið tryggði sér fyrsta enska titilinn eftir þrjátíu ára bið en Arsenal menn, og þar á meðal Piers Morgan, er svekktur.

Piers Morgan, sjónvarpsmaður og mikill stuðningsmaður Arsenal, er einn af þeim sem er sár og svekktur og rifjar upp frétt sem Daily Mail skrifaði fyrir fimm árum síðan.

Morgan er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum og fyrir fimm árum, í aprílmánuði 2015, vildi Morgan láta Arsene Wenger fara frá félaginu og ráða inn Jurgen Klopp, sem varð einmitt Englandsmeistari í gær.

Á þeim tímapunkti var Klopp að hætta með Borussia Dortmund eftir að hafa gert frábæra hluti og var hann í leit að nýjum ævintýrum.

„Ef við semjum ekki við Klopp þá mun hann fara til topp félags og vinna bikara. Hann er kraftmikill og er sigurvegari,“ sagði Morgan á þeim tíma og hafði rétt fyrir sér en Klopp tók við Liverpool í október 2015.

Sá þýski hefur nú unnið bæði Meistaradeildina og ensku úrvalsdeildina á sínum fyrstu fjórum árum hjá Liverpool. Hann er fyrsti stjórinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar sem nær því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×