Umdeildar kosningar hefjast í Rússlandi í dag Samúel Karl Ólason skrifar 25. júní 2020 12:04 Kosningarnar áttu formlega að fara fram 1. júní en ákveðið var að opna kjörstaði viku áður og dreifa úr álagi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. EPA/ANATOLY MALTSEV Kosningar um umdeildar stjórnarskrárbreytingar sem gætu gert Vladimir Pútín kleift að vera forseti í tvö kjörtímabil til viðbótar hefjast í Rússlandi í dag. Stjórnarandstæðingar segja að breytingarnar muni gera Pútín að forseta til æviloka en sjálfur segir forsetinn að breytingarnar séu nauðsynlegar til að tryggja stöðugleika. Kosningarnar áttu formlega að fara fram 1. júní en ákveðið var að opna kjörstaði viku áður og dreifa úr álagi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar, samkvæmt frétt BBC. Stærstu breytingarnar yrðu í raun þær að forsetar gætu ekki setið lengur en tvö sex ára kjörtímabil samfleytt. Breytingarnar myndu þá núllstilla talninguna hjá Pútín, svo hann gæti setið tvö kjörtímabil til viðbótar við þau fjögur sem hann hefur setið í embætti. Stjórnarskrárbreytingarnar myndu þar að auki svo gott sem banna samkynhneigð í Rússlandi og tryggja trú Rússa á guð. Pútín hefur verið við völd í Rússlandi frá 1999 og mest allan tímann sem forseti. Eftir tvö kjörtímabil sem forseti frá 2000 til 2008 varð Dmitry Medvedev forseti og Pútín forsætisráðherra. Stjórnarskrá Rússlands meinar forsetum að sitja meira en tvö kjörtímabil samfleytt. Eftir 2012 settist Pútín aftur í embætti forseta og var kjörtímabilið lengt úr fjórum árum í sex. Medvedev var forsætisráðherra, þar til í síðustu viku. Núverandi kjörtímabili Pútín lýkur árið 2024, þannig að hann gæti tæknilega séð setið í embætti til 2036. Forsetinn hefur ekki sagt berum orðum hvort hann muni sækjast eftir því að vera forseti áfram. Hann hefur þó gefið það sterklega í skyn. Gátu ekki mótmælt og meinað að safna undirskriftum Stjórnarandstaðan í Rússlandi hefur reynt að berjast gegn breytingunum en sú barátta hefur skilað litlum sem engum árangri. Öll mótmæli voru til að mynda bönnuð með tilliti til reglna um félagsforðun vegna faraldursins og undirskriftasöfnun á netinu var stöðvuð af dómstólum. Sérfræðingar segja öruggt að breytingarnar nái í gegn. Kannanir sem ríkismiðlar hafa framkvæmt í Rússlandi gefa í skyn að mikill meirihluti kjósenda styðji breytingarnar, eða allt að 71 prósent þeirra. Í samtali við Moscow Times segir eftirlitsaðili að útlit sé fyrir að kosningarnar verði minnst gagnsæju kosningar landsins um árabil. Fregnir hafa borist af því að fyrirtæki séu að þvinga starfsmenn sína til að taka þátt í kosningunum og búið er að gera sjálfstæðum eftirlitsaðilum mjög erfitt með að fylgjast með kosningunum. Meðal hafi yfirkjörstjórn Rússland hætt því að setja upp myndavélar á kjörstöðum svo eftirlitsaðilar geti farið yfir upptökur eftir á. Rússland Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Kosningar um umdeildar stjórnarskrárbreytingar sem gætu gert Vladimir Pútín kleift að vera forseti í tvö kjörtímabil til viðbótar hefjast í Rússlandi í dag. Stjórnarandstæðingar segja að breytingarnar muni gera Pútín að forseta til æviloka en sjálfur segir forsetinn að breytingarnar séu nauðsynlegar til að tryggja stöðugleika. Kosningarnar áttu formlega að fara fram 1. júní en ákveðið var að opna kjörstaði viku áður og dreifa úr álagi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar, samkvæmt frétt BBC. Stærstu breytingarnar yrðu í raun þær að forsetar gætu ekki setið lengur en tvö sex ára kjörtímabil samfleytt. Breytingarnar myndu þá núllstilla talninguna hjá Pútín, svo hann gæti setið tvö kjörtímabil til viðbótar við þau fjögur sem hann hefur setið í embætti. Stjórnarskrárbreytingarnar myndu þar að auki svo gott sem banna samkynhneigð í Rússlandi og tryggja trú Rússa á guð. Pútín hefur verið við völd í Rússlandi frá 1999 og mest allan tímann sem forseti. Eftir tvö kjörtímabil sem forseti frá 2000 til 2008 varð Dmitry Medvedev forseti og Pútín forsætisráðherra. Stjórnarskrá Rússlands meinar forsetum að sitja meira en tvö kjörtímabil samfleytt. Eftir 2012 settist Pútín aftur í embætti forseta og var kjörtímabilið lengt úr fjórum árum í sex. Medvedev var forsætisráðherra, þar til í síðustu viku. Núverandi kjörtímabili Pútín lýkur árið 2024, þannig að hann gæti tæknilega séð setið í embætti til 2036. Forsetinn hefur ekki sagt berum orðum hvort hann muni sækjast eftir því að vera forseti áfram. Hann hefur þó gefið það sterklega í skyn. Gátu ekki mótmælt og meinað að safna undirskriftum Stjórnarandstaðan í Rússlandi hefur reynt að berjast gegn breytingunum en sú barátta hefur skilað litlum sem engum árangri. Öll mótmæli voru til að mynda bönnuð með tilliti til reglna um félagsforðun vegna faraldursins og undirskriftasöfnun á netinu var stöðvuð af dómstólum. Sérfræðingar segja öruggt að breytingarnar nái í gegn. Kannanir sem ríkismiðlar hafa framkvæmt í Rússlandi gefa í skyn að mikill meirihluti kjósenda styðji breytingarnar, eða allt að 71 prósent þeirra. Í samtali við Moscow Times segir eftirlitsaðili að útlit sé fyrir að kosningarnar verði minnst gagnsæju kosningar landsins um árabil. Fregnir hafa borist af því að fyrirtæki séu að þvinga starfsmenn sína til að taka þátt í kosningunum og búið er að gera sjálfstæðum eftirlitsaðilum mjög erfitt með að fylgjast með kosningunum. Meðal hafi yfirkjörstjórn Rússland hætt því að setja upp myndavélar á kjörstöðum svo eftirlitsaðilar geti farið yfir upptökur eftir á.
Rússland Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira