Þór fékk fimmtíu þúsund króna sekt Sindri Sverrisson skrifar 24. júní 2020 15:10 Þjálfari og leikmenn Þórs mættu í viðtöl með derhúfur merktar Coolbet og fyrirtækið auglýsti á árskortum á heimaleiki liðsins. Samsett mynd/fótbolti.net/vísir Knattspyrnudeild Þórs hefur verið sektuð um 50.000 krónur vegna framkomu þjálfara og tveggja leikmanna eftir sigur á Grindavík síðasta föstudag, „derhúfumálsins“ svokallaða. Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ ákvað að sekta Þór eftir að framkvæmdastjóri KSÍ vísaði málinu til nefndarinnar á þeim forsendum að það gæti skaðað ímynd fótboltans. Í úrskurði nefndarinnar kemur fram það mat framkvæmdastjóra að framkoman jaðri við og jafnvel brjóti í bága við ákvæði landslaga. Þórsarar mættu í myndbandsviðtöl við Fótbolta.net eftir sigurinn á föstudag með derhúfu merkta erlendu veðmálafyrirtæki á höfðinu. Framkvæmdastjóri KSÍ, Klara Bjartmarz, vísaði málinu til aganefndar áður en að Vísir greindi frá því í dag að Þórsarar hefðu einnig auglýst veðmálafyrirtækið á árskortum á heimaleiki liðsins í sumar. Uppfært: Í samtali við Vísi sagðist Klara ekki búast við því að sambandið myndi aðhafast nokkuð frekar vegna málsins, en að það yrði þó skoðað í ljósi nýrra upplýsinga. Samkvæmt reglugerð um aga- og úrskurðarmál er hámarkssekt sem nefndin getur veitt 100.000 krónur vegna mála sem skaðað geta ímynd knattspyrnunnar. Þórsarar hafa þrjá daga til að áfrýja úrskurðinum. Í úrskurði aganefndar er minnt á eftirfarandi grein úr reglugerð KSÍ um knattspyrnumót: „Félög, iðkendur, forystumenn og aðrir skulu jafnan sýna drengskap og forðast hvaðeina sem rýrt gæti álit almennings á íþróttinni og koma fram af hollustu, heiðarleika og sönnum íþróttaanda. Þeir sem taka þátt í starfi knattspyrnuhreyfingarinnar skulu leitast við að gera ekkert það sem til vanvirðu má telja fyrir íþróttina.“ Þór Akureyri Fótbolti Íslenski boltinn KSÍ Fjárhættuspil Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Samstarf Þórs og Coolbet ekki nýtt af nálinni Samstarf Þórs og Coolbet hófst ekki með því að leikmenn og þjálfari karlaliðs félagsins í fótbolta klæddust derhúfu með merki veðmálafyrirtækisins í myndbandsviðtölum á föstudaginn. Yfirlýsing knattspyrnudeildar félagsins frá því í gær heldur ekki vatni. 24. júní 2020 12:25 Knattspyrnudeild Þórs hefur loks tjáð sig um veðmáladerhúfuna | Segjast ekki hafa fengið borgað Knattspyrnudeild Þórs hefur loks tjáð sig um atvikið eftir leik liðsins gegn Grindavík í Lengjudeildinni þar sem leikmenn og þjálfarar auglýstu vísvitandi erlent veðmálafyrirtæki. 23. júní 2020 17:55 Lögbrot sem varðað getur hálfs árs fangelsi - Mál Þórsara til aganefndar Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, hefur vísað til aga- og úskurðarnefndar máli Þórsara á Akureyri sem auglýstu erlent veðmálafyrirtæki í viðtölum. Um lögbrot er að ræða sem varðað getur sektum eða allt að hálfs árs fangelsi. 23. júní 2020 15:15 ÍTF fordæmir hegðun Þórsara - Málið til skoðunar hjá KSÍ „Mér finnst þetta fyrst og fremst óheppilegt að öllu leyti, því þarna er bara verið að brjóta landslög,“ segir Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri Íslensks toppfótbolta, um það að Þórsarar skyldu auglýsa erlenda veðmálasíðu eftir fyrsta leik sinn í Lengjudeildinni í sumar. 22. júní 2020 12:34 Þórsarar auglýstu erlenda veðmálasíðu Þjálfari og leikmenn Þórs á Akureyri auglýstu erlenda veðmálasíðu í viðtölum eftir að þeir unnu 2-1 sigur á Grindavík í fyrsta leik í 1. deildinni í fótbolta, sem í sumar heitir Lengjudeildin vegna samnings við Íslenskar getraunir. 20. júní 2020 09:17 Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Lamaður á motocrosshjóli Sport Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Þjálfari Króata ósáttur við blaðamann Vísis Fótbolti Fleiri fréttir Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Sjá meira
Knattspyrnudeild Þórs hefur verið sektuð um 50.000 krónur vegna framkomu þjálfara og tveggja leikmanna eftir sigur á Grindavík síðasta föstudag, „derhúfumálsins“ svokallaða. Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ ákvað að sekta Þór eftir að framkvæmdastjóri KSÍ vísaði málinu til nefndarinnar á þeim forsendum að það gæti skaðað ímynd fótboltans. Í úrskurði nefndarinnar kemur fram það mat framkvæmdastjóra að framkoman jaðri við og jafnvel brjóti í bága við ákvæði landslaga. Þórsarar mættu í myndbandsviðtöl við Fótbolta.net eftir sigurinn á föstudag með derhúfu merkta erlendu veðmálafyrirtæki á höfðinu. Framkvæmdastjóri KSÍ, Klara Bjartmarz, vísaði málinu til aganefndar áður en að Vísir greindi frá því í dag að Þórsarar hefðu einnig auglýst veðmálafyrirtækið á árskortum á heimaleiki liðsins í sumar. Uppfært: Í samtali við Vísi sagðist Klara ekki búast við því að sambandið myndi aðhafast nokkuð frekar vegna málsins, en að það yrði þó skoðað í ljósi nýrra upplýsinga. Samkvæmt reglugerð um aga- og úrskurðarmál er hámarkssekt sem nefndin getur veitt 100.000 krónur vegna mála sem skaðað geta ímynd knattspyrnunnar. Þórsarar hafa þrjá daga til að áfrýja úrskurðinum. Í úrskurði aganefndar er minnt á eftirfarandi grein úr reglugerð KSÍ um knattspyrnumót: „Félög, iðkendur, forystumenn og aðrir skulu jafnan sýna drengskap og forðast hvaðeina sem rýrt gæti álit almennings á íþróttinni og koma fram af hollustu, heiðarleika og sönnum íþróttaanda. Þeir sem taka þátt í starfi knattspyrnuhreyfingarinnar skulu leitast við að gera ekkert það sem til vanvirðu má telja fyrir íþróttina.“
Þór Akureyri Fótbolti Íslenski boltinn KSÍ Fjárhættuspil Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Samstarf Þórs og Coolbet ekki nýtt af nálinni Samstarf Þórs og Coolbet hófst ekki með því að leikmenn og þjálfari karlaliðs félagsins í fótbolta klæddust derhúfu með merki veðmálafyrirtækisins í myndbandsviðtölum á föstudaginn. Yfirlýsing knattspyrnudeildar félagsins frá því í gær heldur ekki vatni. 24. júní 2020 12:25 Knattspyrnudeild Þórs hefur loks tjáð sig um veðmáladerhúfuna | Segjast ekki hafa fengið borgað Knattspyrnudeild Þórs hefur loks tjáð sig um atvikið eftir leik liðsins gegn Grindavík í Lengjudeildinni þar sem leikmenn og þjálfarar auglýstu vísvitandi erlent veðmálafyrirtæki. 23. júní 2020 17:55 Lögbrot sem varðað getur hálfs árs fangelsi - Mál Þórsara til aganefndar Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, hefur vísað til aga- og úskurðarnefndar máli Þórsara á Akureyri sem auglýstu erlent veðmálafyrirtæki í viðtölum. Um lögbrot er að ræða sem varðað getur sektum eða allt að hálfs árs fangelsi. 23. júní 2020 15:15 ÍTF fordæmir hegðun Þórsara - Málið til skoðunar hjá KSÍ „Mér finnst þetta fyrst og fremst óheppilegt að öllu leyti, því þarna er bara verið að brjóta landslög,“ segir Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri Íslensks toppfótbolta, um það að Þórsarar skyldu auglýsa erlenda veðmálasíðu eftir fyrsta leik sinn í Lengjudeildinni í sumar. 22. júní 2020 12:34 Þórsarar auglýstu erlenda veðmálasíðu Þjálfari og leikmenn Þórs á Akureyri auglýstu erlenda veðmálasíðu í viðtölum eftir að þeir unnu 2-1 sigur á Grindavík í fyrsta leik í 1. deildinni í fótbolta, sem í sumar heitir Lengjudeildin vegna samnings við Íslenskar getraunir. 20. júní 2020 09:17 Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Lamaður á motocrosshjóli Sport Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Þjálfari Króata ósáttur við blaðamann Vísis Fótbolti Fleiri fréttir Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Sjá meira
Samstarf Þórs og Coolbet ekki nýtt af nálinni Samstarf Þórs og Coolbet hófst ekki með því að leikmenn og þjálfari karlaliðs félagsins í fótbolta klæddust derhúfu með merki veðmálafyrirtækisins í myndbandsviðtölum á föstudaginn. Yfirlýsing knattspyrnudeildar félagsins frá því í gær heldur ekki vatni. 24. júní 2020 12:25
Knattspyrnudeild Þórs hefur loks tjáð sig um veðmáladerhúfuna | Segjast ekki hafa fengið borgað Knattspyrnudeild Þórs hefur loks tjáð sig um atvikið eftir leik liðsins gegn Grindavík í Lengjudeildinni þar sem leikmenn og þjálfarar auglýstu vísvitandi erlent veðmálafyrirtæki. 23. júní 2020 17:55
Lögbrot sem varðað getur hálfs árs fangelsi - Mál Þórsara til aganefndar Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, hefur vísað til aga- og úskurðarnefndar máli Þórsara á Akureyri sem auglýstu erlent veðmálafyrirtæki í viðtölum. Um lögbrot er að ræða sem varðað getur sektum eða allt að hálfs árs fangelsi. 23. júní 2020 15:15
ÍTF fordæmir hegðun Þórsara - Málið til skoðunar hjá KSÍ „Mér finnst þetta fyrst og fremst óheppilegt að öllu leyti, því þarna er bara verið að brjóta landslög,“ segir Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri Íslensks toppfótbolta, um það að Þórsarar skyldu auglýsa erlenda veðmálasíðu eftir fyrsta leik sinn í Lengjudeildinni í sumar. 22. júní 2020 12:34
Þórsarar auglýstu erlenda veðmálasíðu Þjálfari og leikmenn Þórs á Akureyri auglýstu erlenda veðmálasíðu í viðtölum eftir að þeir unnu 2-1 sigur á Grindavík í fyrsta leik í 1. deildinni í fótbolta, sem í sumar heitir Lengjudeildin vegna samnings við Íslenskar getraunir. 20. júní 2020 09:17