Enski boltinn

Klopp alveg sama hvernig hann vinnur titilinn svo lengi sem hann vinnst

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jurgen Klopp.
Jurgen Klopp. vísir/getty

Þjóðverjinn Jurgen Klopp kippir sér ekki mikið upp við það hvernig Liverpool mun vinna ensku úrvalsdeildina, svo lengi sem Englandsmeistaratitilinn skilar sér í hús hjá Bítlaborgarliðinu í fyrsta skipti í 30 ár.

Liverpool er með tuttugu stiga forskot á toppi deildarinnar er átta umferðir eru eftir en liðið spilar við Crystal Palace í kvöld. Vinni liðið í kvöld og tapi Man. City gegn Chelsea annað kvöld er titillinn í húsi.

„Í hreinskilni sagt, svo lengi sem þetta gerist þá hugsa ég ekki of mikið um hvernig það verður,“ sagði Klopp í samtali við fjölmiðla. Hann óttast ekki að taka við bikarnum með enga áhorfendur í stúkunni.

„Svona er þetta. Að vinna Meistaradeildina og vera á leikvanginum þegar það gerðist var nokkuð gott en ég segi það aftur; lífið er ekki fullkomið svo þú verður að taka þessum aðstæðum.“

„Ég vil ekki tala um hvað gerist ef við vinnum. Mér er bara alveg sama. Ég mun tala nóg um það ef það gerist, en þangað til þá mun ég ekki hugsa um það. Ég vil vinna fótboltaleiki og ef eitthvað gerist, þá munum við bregðast við. Restina er mér alveg sama um.“

Liverpool var ekki sannfærandi í fyrsta leiknum eftir kórónuveiruhléið en þeir gerðu markalaust jafntefli gegn grönnunum í Everton og voru stálheppnir að tapa ekki leiknum undir lokin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×