Íslenski boltinn

Þrír leikmannahópar fljúga saman í Mjólkurbikarleiki

Sindri Sverrisson skrifar
HK-ingar eiga fyrir höndum leik gegn Magna á Grenivík.
HK-ingar eiga fyrir höndum leik gegn Magna á Grenivík. VÍSIR/DANÍEL

Lið HK, Leiknis Reykjavík og Reynis Sandgerði munu ferðast saman í leiki sína í Mjólkurbikarnum í fótbolta karla.

Þannig vill til að liðin þrjú drógust hvert og eitt gegn liðum af Norðurlandi í 32-liða úrslitunum. Forráðamenn félaganna ákváðu því að sameinast um að útvega flug norður um miðjan dag á morgun og heim aftur um kvöldið.

Úrvalsdeildarlið HK sækir 1. deildarlið Magna heim til Grenivíkur. Leiknismenn, sem leika í 1. deild, fara á Greifavöllinn og mæta KA, og 3. deildarlið Reynis reynir sig við 1. deildarlið Þórs á Þórsvelli.

Keppni í 32-liða úrslitum fer fram í kvöld, á morgun og á fimmtudag, og verða fimm leikir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, meðal annars leikur KA og Leiknis. 32-liða úrslitin hefjast á leikjum ÍBV og Tindastóls, og Fram og ÍR, kl. 18 í kvöld og er síðarnefndi leikurinn í beinni útsendingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×