Enska úrvalsdeildin hefur staðfest að einn hafi greinst jákvæður fyrir kórónuveirunni í síðustu skoðun deildarinnar.
Öll liðin voru prófuð frá miðvikudegi til sunnudags en enski boltinn fór einmitt að rúlla síðasta miðvikudag eftir þriggja mánaða hlé vegna kórónuveirunnar.
1829 voru prófaðir; leikmenn, þjálfarar og starfsfólk en einn af þessum hefur nú greinst jákvæður. Sá hinn sami mun því fara í sóttkví næstu sjö daga.
Þetta var tíunda prófunin sem liðin í ensku úrvalsdeildinni fara í gegnum en 1541 voru prófaðir í síðustu könnun.
Átján af þeim rúmlega tólf þúsund prófunum sem samtals hafa verið gerð hafa verið jákvæð.
BREAKING: The Premier League has confirmed it has received one positive test for coronavirus in the latest phase of mass testing.
— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 22, 2020