Íslenski boltinn

Ná­lægt því að byrja á drauma­marki: „Verð alltaf jafn pirraður þegar ég horfi á þetta“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Arnór Borg í Sportpakka kvöldsins.
Arnór Borg í Sportpakka kvöldsins. vísir/s2s

Arnór Borg Guðjohnsen, sem eins og nafnið gefur til að kynna, er af mikilli fótboltafjölskyldu en hann lék í gær sinn fyrsta leik í íslenska boltanum er hann kom inn á sem varamaður er Fylkir tapaði 1-0 fyrir Breiðabliki á heimavelli.

Arnór Borg hefur verið í unglingaliði Swansea undanfarin ár en samdi við Fylki nú á dögunum. Hann var búinn að vera inn á í nokkrar sekúndur er þrumufleygur hans fór rétt framhjá markinu. Hann segir tilfinninguna góða að vera byrjaður að spila með Árbæjarliðinu.

„Þetta var góð tilfinning. Þetta er öðruvísi en ég er vanur. Það var gaman að spila fyrir framan þessa áhorfendur á Íslandi og ég hafði mjög gaman að þessu,“ sagði Arnór í Sportpakka kvöldsins en hann er bróðir Eiðs Smára Guðjohnsen og sonur Arnórs Guðjohnsen.

Hann gegist vera búinn að horfa á skotið nokkrum sinnum.

„Ég er búinn að horfa á þetta aftur og aftur og ég verð alltaf jafn pirraður þegar ég horfi á þetta. Í leiknum fannst mér ég smell hitta hann en ég veit ekki af hverju markið var ekki á réttum stað,“ bætti Arnór við.

Fylkir er með án stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar.

Klippa: Sportpakkinn: Arnór Borg



Fleiri fréttir

Sjá meira


×