Klopp ber ómælda virðingu fyrir Rashford Sindri Sverrisson skrifar 21. júní 2020 09:14 Jürgen Klopp á æfingu Liverpool. Liðið snýr aftur til keppni í dag. VÍSIR/GETTY Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir Marcus Rashford, framherja Manchester United, hafa sýnt að fótboltamenn geti nýtt sína stöðu til að knýja fram afar mikilvægar breytingar. Rashford barðist fyrir því, og hafði loks í gegn í nýliðinni viku, að bresk stjórnvöld myndu draga til baka ákvörðun sína um að hætta með fríar skólamáltíðir. Barátta Rashford gagnast 1,3 milljón skólakrakka. „Marcus Rashford, ég verð að segja að ég ber ómælda virðingu fyrir því sem þú gerðir. Þetta er ótrúlegt,“ sagði Klopp við Sky Sports í aðdraganda grannaslagsins við Everton í dag. „Það er svolítil synd að þú skulir hafa þurft að gera þetta en samt ótrúlegt að þú skyldir gera það. Þetta sýnir svo vel hvað ein manneskja, með nafni sínu og eljusemi, getur breytt mikilvægum hlutum. Við erum öll hluti af þessu samfélagi og tökum öll þátt í því,“ sagði Klopp. Ekki hægt að bera saman leiki með og án stuðningsmanna Klopp var einnig spurður út í það að snúa nú aftur til keppni en án stuðningsmanna á vellinum. Hann kvaðst vonast til að fótboltasamfélagið hefði lært ýmislegt af síðustu mánuðum, í kórónuveirufaraldrinum, og það mikilvægasta væri að „við viljum aldrei aftur þurfa að spila fyrir luktum dyrum.“ Hann vonast til að leikmenn láti það sem minnst á sig fá á Goodison Park í dag. „Það ætti enginn að bera saman frammistöðu manna með eða án stuðningsmanna, því ekkert af þessum frægu Meistaradeildarkvöldum á Anfield hefði orðið til án stuðningsmannanna,“ sagði Klopp. „Menn geta ekki snúið leik við, eða jú þeir geta það, en það er ekki eins líklegt þegar það eru ekki stuðningsmenn. Ástæðan fyrir því að þetta hefur oft tekist á Anfield eru lætin í stuðningsmönnum. Það er ekki nokkur vafi á því,“ sagði Klopp. Enski boltinn Tengdar fréttir Þrautseigja Rashford skilaði óvænt tilætluðum árangri Óvænt U-beygja hefur átt sér stað er varðar málefni barna í Bretlandi. Sóknarmaður Manchester United spilar þar stóra rullu. 16. júní 2020 14:15 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Fleiri fréttir Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Sjá meira
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir Marcus Rashford, framherja Manchester United, hafa sýnt að fótboltamenn geti nýtt sína stöðu til að knýja fram afar mikilvægar breytingar. Rashford barðist fyrir því, og hafði loks í gegn í nýliðinni viku, að bresk stjórnvöld myndu draga til baka ákvörðun sína um að hætta með fríar skólamáltíðir. Barátta Rashford gagnast 1,3 milljón skólakrakka. „Marcus Rashford, ég verð að segja að ég ber ómælda virðingu fyrir því sem þú gerðir. Þetta er ótrúlegt,“ sagði Klopp við Sky Sports í aðdraganda grannaslagsins við Everton í dag. „Það er svolítil synd að þú skulir hafa þurft að gera þetta en samt ótrúlegt að þú skyldir gera það. Þetta sýnir svo vel hvað ein manneskja, með nafni sínu og eljusemi, getur breytt mikilvægum hlutum. Við erum öll hluti af þessu samfélagi og tökum öll þátt í því,“ sagði Klopp. Ekki hægt að bera saman leiki með og án stuðningsmanna Klopp var einnig spurður út í það að snúa nú aftur til keppni en án stuðningsmanna á vellinum. Hann kvaðst vonast til að fótboltasamfélagið hefði lært ýmislegt af síðustu mánuðum, í kórónuveirufaraldrinum, og það mikilvægasta væri að „við viljum aldrei aftur þurfa að spila fyrir luktum dyrum.“ Hann vonast til að leikmenn láti það sem minnst á sig fá á Goodison Park í dag. „Það ætti enginn að bera saman frammistöðu manna með eða án stuðningsmanna, því ekkert af þessum frægu Meistaradeildarkvöldum á Anfield hefði orðið til án stuðningsmannanna,“ sagði Klopp. „Menn geta ekki snúið leik við, eða jú þeir geta það, en það er ekki eins líklegt þegar það eru ekki stuðningsmenn. Ástæðan fyrir því að þetta hefur oft tekist á Anfield eru lætin í stuðningsmönnum. Það er ekki nokkur vafi á því,“ sagði Klopp.
Enski boltinn Tengdar fréttir Þrautseigja Rashford skilaði óvænt tilætluðum árangri Óvænt U-beygja hefur átt sér stað er varðar málefni barna í Bretlandi. Sóknarmaður Manchester United spilar þar stóra rullu. 16. júní 2020 14:15 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Fleiri fréttir Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Sjá meira
Þrautseigja Rashford skilaði óvænt tilætluðum árangri Óvænt U-beygja hefur átt sér stað er varðar málefni barna í Bretlandi. Sóknarmaður Manchester United spilar þar stóra rullu. 16. júní 2020 14:15