Mikilvægt að tekið verði til á „stjórnarheimilinu“ fyrir þinglok Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 20. júní 2020 20:51 Oddný G. Harðardóttir formaður þingflokks Samfylkingarinnar. Stöð 2 Þingfundur hófst á Alþingi klukkan ellefu í morgun. Á dagskrá voru tólf mál og fyrirferðamest var umræða um samgönguáætlun sem var fyrsta mál á dagskrá. Miðflokkurinn hefur lýst andstöðu við þann hluta áætlunar er varðar borgarlínu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins sagði í pontu í morgun að verkefni Borgarlínu beri öll einkenni innviðakerfa sem koma samfélögum í verulega fjárhagsleg vandræði til langs tíma. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna sakaði Miðflokksmenn um málþóf. „Fullyrðingar háttvirts þingmanns um málþóf eru óneitanlega sérkennilegar komandi frá þingmanni Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Þess flokks sem á sér arfleifð áratugi aftur í tímann sem byggist á málþófi,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins. Stefnt er að því að ljúka störfum þingsins fyrir lok næstu viku. „Staðan er þannig núna að á listanum yfir málin sem stjórnarflokkarnir vilja klára eru tugir mála og örfáir dagar eftir. Þar á meðal eru ágreiningsmál á milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Ég get nefnt þar samkeppnislögin og breytingar sem þau vilja gera á þeim,“ sagði Oddný G. Harðardóttir formaður þingflokks Samfylkingarinnar í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þar eru líka mál sem eru í ágreiningi á milli stjórnarflokkanna eins og húsnæðismál félagsmálaráðherra. Það er afar mikilvægt mál fyrir ungt fólk sem vill kaupa sér sína fyrstu íbúð. Það er mál sem tengist lífskjarasamningnum svo það er mikilvægt að tekið verði til á stjórnarheimilinu varðandi þau atriði,“ bætti Oddný við. Við höldum áfram að tala saman og að reyna að tala af skynsemi hvað þetta varðar. Það er alveg ljóst samt sem áður að við náum ekki að klára öll þau mál en vonandi náum við lendingu og samkomulagi um bæði stjórnar- og stjórnarandstöðumálin. Þetta er kunnugleg staða, við höfum glímt við svona stöðu áður og við náum vonandi að lenda þessu fljótlega,“ sagði Oddný. Oddný var þá spurð út í afstöðu sína til þess hvort setja ætti lög á yfirvofandi verkfall hjúkrunarfræðinga sem áætlað er að hefjist eftir helgi. „Það kemur bara alls ekki til greina. Nú þarf ríkið að sýna samningsvilja og koma í veg fyrir þann mikla vanda sem kemur upp ef verkfall hjúkrunarfræðinga skellur á,“ sagði Oddný G. Harðardóttir í kvöldfréttum Stöðvar 2 í dag. Alþingi Samgöngur Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð Innlent Fleiri fréttir Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Þingfundur hófst á Alþingi klukkan ellefu í morgun. Á dagskrá voru tólf mál og fyrirferðamest var umræða um samgönguáætlun sem var fyrsta mál á dagskrá. Miðflokkurinn hefur lýst andstöðu við þann hluta áætlunar er varðar borgarlínu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins sagði í pontu í morgun að verkefni Borgarlínu beri öll einkenni innviðakerfa sem koma samfélögum í verulega fjárhagsleg vandræði til langs tíma. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna sakaði Miðflokksmenn um málþóf. „Fullyrðingar háttvirts þingmanns um málþóf eru óneitanlega sérkennilegar komandi frá þingmanni Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Þess flokks sem á sér arfleifð áratugi aftur í tímann sem byggist á málþófi,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins. Stefnt er að því að ljúka störfum þingsins fyrir lok næstu viku. „Staðan er þannig núna að á listanum yfir málin sem stjórnarflokkarnir vilja klára eru tugir mála og örfáir dagar eftir. Þar á meðal eru ágreiningsmál á milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Ég get nefnt þar samkeppnislögin og breytingar sem þau vilja gera á þeim,“ sagði Oddný G. Harðardóttir formaður þingflokks Samfylkingarinnar í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þar eru líka mál sem eru í ágreiningi á milli stjórnarflokkanna eins og húsnæðismál félagsmálaráðherra. Það er afar mikilvægt mál fyrir ungt fólk sem vill kaupa sér sína fyrstu íbúð. Það er mál sem tengist lífskjarasamningnum svo það er mikilvægt að tekið verði til á stjórnarheimilinu varðandi þau atriði,“ bætti Oddný við. Við höldum áfram að tala saman og að reyna að tala af skynsemi hvað þetta varðar. Það er alveg ljóst samt sem áður að við náum ekki að klára öll þau mál en vonandi náum við lendingu og samkomulagi um bæði stjórnar- og stjórnarandstöðumálin. Þetta er kunnugleg staða, við höfum glímt við svona stöðu áður og við náum vonandi að lenda þessu fljótlega,“ sagði Oddný. Oddný var þá spurð út í afstöðu sína til þess hvort setja ætti lög á yfirvofandi verkfall hjúkrunarfræðinga sem áætlað er að hefjist eftir helgi. „Það kemur bara alls ekki til greina. Nú þarf ríkið að sýna samningsvilja og koma í veg fyrir þann mikla vanda sem kemur upp ef verkfall hjúkrunarfræðinga skellur á,“ sagði Oddný G. Harðardóttir í kvöldfréttum Stöðvar 2 í dag.
Alþingi Samgöngur Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð Innlent Fleiri fréttir Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Sjá meira