Ragnar eftir kinnbeinsbrotið: Af hverju er ekki refsað eins fyrir brot í lofti? Sindri Sverrisson skrifar 19. júní 2020 19:00 Ragnar Bragi Sveinsson á heimavelli sínum í Árbænum í dag. mynd/stöð 2 „Djöfull var þetta vont. Þegar ég fór að þreifa á andlitinu á mér og fann að það var einhver hola þarna inn, þá hugsaði ég með mér að þetta væri eitthvað skrýtið,“ sagði Ragnar Bragi Sveinsson, fyrirliði Fylkis, sem meiddist í leik við Stjörnuna í 1. umferð Pepsi Max-deildarinnar á mánudag. Ragnar Bragi kinnbeinsbrotnaði eftir samstuð við Daníel Laxdal og verðu frá keppni næstu vikurnar. Hann ræddi við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í Sportpakkanum á Stöð 2: „Þetta er drullusvekkjandi og ansi pirrandi, að missa af fyrsta heimaleiknum og næstu leikjum. Það er hörkubarátta fram undan. En við erum með stóran og sterkan hóp, góða stráka, svo það mun einhver fylla í skarðið fyrir mig á meðan,“ sagði Ragnar Bragi sem virðist hins vegar hafa sloppið við heilahristing: „Ég dett ekkert út, rotast ekkert eða missi meðvitund, og man eftir öllu. Ég held ég hafi því sloppið nokkuð vel þar. Ég má ekki við því að skaddast mikið meira þar svo ég er nokkuð sáttur við það.“ Ummæli Rúnars fóru í taugarnar á Fylkismönnum Nokkuð hefur verið rætt um þá staðreynd að Ólafur Ingi Skúlason fékk rautt spjald fyrir slæma tæklingu á Alex Þór Hauksson - brotið kallaði Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnumanna árás - en Daníel var ekki áminntur fyrir brot sitt á Ragnari Braga. „Það er fullt af umræðu sem er bara nauðsynlegt að taka eftir svona leik. Hver er munurinn á því að fara of seint í tæklingu eða of seint í svona skallabolta. Af hverju er ekki alveg eins einhver afleiðing af því, alveg eins og af því að tækla á jörðinni? Í rauninni getur þetta verið mikið alvarlega en einhver tækling í lappir. En ég er ekki að segja á nokkurn hátt að Daníel hafi verið að reyna þetta eða eitthvað slíkt. Þetta var bara óheppni, hann seinn í návígi, en það hefði alveg mátt gera eitthvað,“ sagði Ragnar Bragi, sem kveðst ekki óánægður með rauða spjaldið sem Ólafur Ingi fékk: „Eins og Óli segir sjálfur þá var hann of seinn og fékk réttilega spjald fyrir það, en það sem pirrar okkur Fylkismenn verulega er að þjálfari Stjörnunnar skuli fara í viðtal og ásaka Óla um að þetta hafi verið árás og eitthvað þvíumlíkt, sem er hálfglórulaust. Það fer aðeins í taugarnar á okkur.“ Klippa: Sportpakkinn - Ragnar Bragi kinnbeinsbrotnaði gegn Stjörnunni Pepsi Max-deild karla Sportpakkinn Fylkir Stjarnan Tengdar fréttir Ólafur Ingi um Rúnar Pál: Með krónískt hæsi eftir að hafa gargað samfleytt á íslenska dómara í sex ár Ólafur Ingi Skúlason, aðstoðarþjálfari og fyrirliði Fylkis, lét gamminn geisa á Twitter í gær en Ólafur Ingi fékk rautt spjald í leik Fylkis og Stjörnunnar fyrr í vikunni. 19. júní 2020 07:30 Sjáðu þegar hola myndaðist í andliti Ragnars Braga - Frá keppni næstu vikurnar Ragnar Bragi Sveinsson verður ekki með Fylki næstu vikurnar eftir að hann skall illa með höfuðið saman við Daníel Laxdal í 2-1 tapinu gegn Stjörnunni í Pepsi Max deildinni í fótbolta í gærkvöld. 16. júní 2020 08:54 Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Sjá meira
„Djöfull var þetta vont. Þegar ég fór að þreifa á andlitinu á mér og fann að það var einhver hola þarna inn, þá hugsaði ég með mér að þetta væri eitthvað skrýtið,“ sagði Ragnar Bragi Sveinsson, fyrirliði Fylkis, sem meiddist í leik við Stjörnuna í 1. umferð Pepsi Max-deildarinnar á mánudag. Ragnar Bragi kinnbeinsbrotnaði eftir samstuð við Daníel Laxdal og verðu frá keppni næstu vikurnar. Hann ræddi við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í Sportpakkanum á Stöð 2: „Þetta er drullusvekkjandi og ansi pirrandi, að missa af fyrsta heimaleiknum og næstu leikjum. Það er hörkubarátta fram undan. En við erum með stóran og sterkan hóp, góða stráka, svo það mun einhver fylla í skarðið fyrir mig á meðan,“ sagði Ragnar Bragi sem virðist hins vegar hafa sloppið við heilahristing: „Ég dett ekkert út, rotast ekkert eða missi meðvitund, og man eftir öllu. Ég held ég hafi því sloppið nokkuð vel þar. Ég má ekki við því að skaddast mikið meira þar svo ég er nokkuð sáttur við það.“ Ummæli Rúnars fóru í taugarnar á Fylkismönnum Nokkuð hefur verið rætt um þá staðreynd að Ólafur Ingi Skúlason fékk rautt spjald fyrir slæma tæklingu á Alex Þór Hauksson - brotið kallaði Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnumanna árás - en Daníel var ekki áminntur fyrir brot sitt á Ragnari Braga. „Það er fullt af umræðu sem er bara nauðsynlegt að taka eftir svona leik. Hver er munurinn á því að fara of seint í tæklingu eða of seint í svona skallabolta. Af hverju er ekki alveg eins einhver afleiðing af því, alveg eins og af því að tækla á jörðinni? Í rauninni getur þetta verið mikið alvarlega en einhver tækling í lappir. En ég er ekki að segja á nokkurn hátt að Daníel hafi verið að reyna þetta eða eitthvað slíkt. Þetta var bara óheppni, hann seinn í návígi, en það hefði alveg mátt gera eitthvað,“ sagði Ragnar Bragi, sem kveðst ekki óánægður með rauða spjaldið sem Ólafur Ingi fékk: „Eins og Óli segir sjálfur þá var hann of seinn og fékk réttilega spjald fyrir það, en það sem pirrar okkur Fylkismenn verulega er að þjálfari Stjörnunnar skuli fara í viðtal og ásaka Óla um að þetta hafi verið árás og eitthvað þvíumlíkt, sem er hálfglórulaust. Það fer aðeins í taugarnar á okkur.“ Klippa: Sportpakkinn - Ragnar Bragi kinnbeinsbrotnaði gegn Stjörnunni
Pepsi Max-deild karla Sportpakkinn Fylkir Stjarnan Tengdar fréttir Ólafur Ingi um Rúnar Pál: Með krónískt hæsi eftir að hafa gargað samfleytt á íslenska dómara í sex ár Ólafur Ingi Skúlason, aðstoðarþjálfari og fyrirliði Fylkis, lét gamminn geisa á Twitter í gær en Ólafur Ingi fékk rautt spjald í leik Fylkis og Stjörnunnar fyrr í vikunni. 19. júní 2020 07:30 Sjáðu þegar hola myndaðist í andliti Ragnars Braga - Frá keppni næstu vikurnar Ragnar Bragi Sveinsson verður ekki með Fylki næstu vikurnar eftir að hann skall illa með höfuðið saman við Daníel Laxdal í 2-1 tapinu gegn Stjörnunni í Pepsi Max deildinni í fótbolta í gærkvöld. 16. júní 2020 08:54 Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Sjá meira
Ólafur Ingi um Rúnar Pál: Með krónískt hæsi eftir að hafa gargað samfleytt á íslenska dómara í sex ár Ólafur Ingi Skúlason, aðstoðarþjálfari og fyrirliði Fylkis, lét gamminn geisa á Twitter í gær en Ólafur Ingi fékk rautt spjald í leik Fylkis og Stjörnunnar fyrr í vikunni. 19. júní 2020 07:30
Sjáðu þegar hola myndaðist í andliti Ragnars Braga - Frá keppni næstu vikurnar Ragnar Bragi Sveinsson verður ekki með Fylki næstu vikurnar eftir að hann skall illa með höfuðið saman við Daníel Laxdal í 2-1 tapinu gegn Stjörnunni í Pepsi Max deildinni í fótbolta í gærkvöld. 16. júní 2020 08:54