Enski boltinn

Özil komst ekki í átján manna hóp Arsenal af „taktískum ástæðum“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Arteta á hliðarlínunni í gær.
Arteta á hliðarlínunni í gær. vísir/getty

Það vakti athygli margra að Mesut Özil var hvergi sjáanlegur í leikmannahópi Arsenal í gær en Mikel Arteta, stjóri Arsenal, sagði eftir leikinn að það hafi verið af taktískum ástæðum.

Arsenal tapaði 2-0 fyrir Man. City í gær er enski fótboltinn snéri aftur eftir þriggja mánaða hlé vegna kórónuveirunnar.

„Allt fór úrskeiðis frá fyrstu mínútu. Allt sem gat mögulega farið úrskeiðis, fór úrskeiðis í dag,“ sagði Arteta í samtali við Sky Sports. Hann missti tvo menn út af í fyrri hálfleik en var það vegna langa hlésins?

„Ef það hefðu verið meiðsli í vöðvum, þá kannski já, en með þessi meiðsli þá held ég ekki,“ sagði Arteta. Þeir Granit Xhak og Pablo Mari fóru út af á fyrstu 24. mínútunum.

David Luiz átti ansi erfiðan dag gegn City í gær en hann gerðist sekur um tvö mistök sem kostaði Arsenal tvö mörk.

„Hann er mjög hreinskilinn og beinn áfram. Mín skoðun á David Luiz hefur ekki breyst. Hún mun ekki breytast út af því hann átti erfitt uppdráttar í kvöld,“ en að lokum var Arteta spurður út í mál Özil.

„Það var af taktískum ástæðum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×