Innlent

Gæti orðið 22 stiga hiti

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Það verður áfram hlýtt norðanlands í dag. Myndin er frá Akureyri.
Það verður áfram hlýtt norðanlands í dag. Myndin er frá Akureyri. Vísir/Vilhelm

Suðaustan strekkingur verður víðast hvar á landinu í dag en þó hægari vindur norðvestanlands. Að mestu skýjað á vesturhelmingi landsins en bjart um landið austanvert. Dálítil súld með köflum sunnantil, annars þurrt að kalla. Áfram er hlýtt norðanlands og hiti gæti náð 22 stigum.

Öllu svalara er á Austfjörðum en þar er útlit fyrir viðvarandi þokuloft og hita um 10 stig.

Fremur hlýjar sunnan- og austanáttir verða ráðandi næstu daga með vætu af og til, einkum um sunnanvert landið, að því er fram kemur í hugleiðingum Veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag:

Austlæg átt, 3-10 m/s og bjart með köflum. Gengur í austan 10-15 og fer að rigna sunnantil á landinu um kvöldið. Hiti 10 til 20 stig, svalast suðaustanlands.

Á laugardag (sumarsólstöður):

Suðaustan 8-13 m/s og rigning með köflum, en þurrt norðaustantil. Hiti 12 til 21 stig, hlýjast norðanlands.

Á sunnudag:

Austan 10-15 og dálítil rigning, einkum með suður- og austurströndinni, en þurrt að kalla um norðanlands. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast norðantil.

Á mánudag:

Suðaustlæg átt og dálítil rigning með köflum, en þurrt norðaustanlands. Hiti 10 til 18 stig.

Á þriðjudag:

Suðaustanátt og dálítil rigning, einkum suðaustantil, en að mestu þurrt norðaustanlands. Hiti breytist lítið.

Á miðvikudag:

Útlit fyrir breytilega átt og vætu í öllum landshlutum. Áfram hlýtt í veðri.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.