Innlent

Flutt á sjúkrahús eftir árekstur rafmagnshjóls og vespu

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Konan var flutt á sjúkrahús til aðhlynningar.
Konan var flutt á sjúkrahús til aðhlynningar. Vísir/vilhelm

Kona á rafmagnshjóli var flutt með sjúkrabíl á slysadeild á sjöunda tímanum í gær eftir að hún lenti í árekstri við ungan mann sem ók vespu í undirgöngum í Kópavogi. Ekki er vitað um meiðsl konunnar, að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Ungi maðurinn var með hjálm á höfði og meiddist ekki.

Laust eftir klukkan sex var tilkynnt um par hlaupa frá reikningi á veitingahúsi í miðbænum. Parið náðist og kvaðst í upphafi ætlað að greiða fyrir veitingar sem það pantaði á veitingastaðnum. Þá hefði það hins vegar áttað sig á því að hvorugt væri með peninga eða greiðslukort og ákveðið að hlaupa út án þess að greiða reikninginn, að því er segir í dagbók lögreglu.

Skírteinislaus með börn í bílnum

Þá varð umferðaróhapp í Kópavogi skömmu eftir miðnætti þegar bifreið var ekið á kyrrstæðan bíl, grindverk og hús. Ökumaður og farþegi fóru gangandi frá vettvangi en voru handteknir skömmu síðar.

Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum áfengis og fíkniefna og ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum. Hann var vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu.

Þá stöðvaði lögregla ökumann í Fossvogi skömmu fyrir klukkan átta í gærkvöldi. Ökumaðurinn reyndist sviptur ökuréttindum og hefur áður verði stöðvaður í akstri án gildra réttinda. Maðurinn var með börn í bifreiðinni og verður því tilkynnt um málið til barnaverndar.

Maður var fluttir með sjúkrabíl á slysadeild um miðnætti eftir að hafa dottið af reiðhjóli í miðbænum. Maðurinn var meðvitundarlaus þegar komið var að honum og jafnframt sagður ofurölvi, að því er segir í dagbók lögreglu.

Þá var maður handtekinn í miðbænum grunaður um eignaspjöll. Hann var vistaður sökum ástands í fangageymslu lögreglu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×