Versta frumraun félags í 62 ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júní 2020 15:00 Það voru svolítil læti í leik Blika og Gróttumanna á Kópavogsvellinum í gær. Vísir/Daníel Þór Grótta spilaði sinn fyrsta leik í efstu deild í gærkvöldi þegar liðið tapaði 3-0 á móti Breiðabliki í Pepsi Max deild karla. Grótta slapp reyndar ágætlega frá leiknum miðað við allt. Blikar skoruðu nokkur mörk sem voru dæmd af vegna rangstöðu og Blikarnir fengu líka fjölda tækifæra til viðbótar til að bæta við mörkum. Gróttumenn voru síðan manni færri síðasta hálftímann en töpuðu honum bara 1-0. Þetta eru samt verstu úrslit hjá félagi í sínum allra fyrsta leik í 62 ár eða síðan að Keflavík tapaði 1-5 á móti ÍA í frumraun sinni sumarið 1958. Bítlarnir urðu ekki til í Liverpool fyrr en tveimur árum síðar þegar Bítlabærinn eignaðist sitt fyrsta efstudeildarlið fyrir meira en sex áratugum síðan. Kærumál sáu líka til þess að fyrsti leikur Keflavíkur var ekki spilaður fyrr en í júlímánuði. 22 félög hafa spilað sinn fyrsta leik í efstu deild frá og með því að Keflvíkingar stigu sín fyrstu spor sumarið 1958. Sex þeirra hafa náð að vinna sinn fyrsta leik og alls hafa tíu af þessum nýliðum náð í stig í frumraun sinni. Gróttumenn enduðu í hópi með þessum tólf félögum sem hafa gengið stigalaus til búningsklefa eftir sinn allra fyrsta leik í deild þeirra bestu. Allra fyrsti leikur félaga í efstu deild karla: Félög sem hafa fagnað sigri í frumraun sinni frá 1958 (6): 1968: ÍBV vann 3-1 sigur á Val 1975: FH vann 1-0 sigur á Fram 1990: Stjarnan vann 2-0 sigur á Þór Ak. 1997: Skallagrímur vann 3-0 sigur á Leiftri 2008: Fjölnir vann 3-0 sigur á Þrótti 2015: Leiknir vann 3-0 sigur á ValFélög sem hafa gert jafntefli í frumraun sinni frá 1958 (4): 1978: KA gerði 2-2 jafntefli við Breiðablik 1988: Leiftur gerði 0-0 jafntefli við ÍA 1998: ÍR gerði 1-1 jafntefli við Grindavík 2007: HK gerði 0-0 jafntefli við Víking Félög sem hafa tapað í frumraun sinni frá 1958 (12): 1958: Keflavík tapaði 1-5 fyrir ÍA 1962: ÍBÍ tapaði 0-2 fyrir KR 1971: Breiðablik tapaði 0-2 fyrir Fram 1977: Þór Ak. tapaði 2-3 fyrir Keflavík 1979: Haukar töpuðu 1-3 fyrir KA 1985: Víðir tapaði 0-1 fyrir FH 1987: Völsungur tapaði 2-4 fyrir Keflavík 1989: Fylkir tapaði 0-1 fyrir Fram 1995: Grindavík tapaði 1-2 fyrir Keflavík 2010: Selfoss tapaði 1-3 fyrir Fylki 2013: Víkingur Ó. tapaði 1-2 Fram 2020: Grótta tapaði 0-3 fyrir Breiðabliki Pepsi Max-deild karla Grótta Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - FH | Bestu liðin mætast Þróttur - Valur | Vilja auka við stigamet sitt Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Sjá meira
Grótta spilaði sinn fyrsta leik í efstu deild í gærkvöldi þegar liðið tapaði 3-0 á móti Breiðabliki í Pepsi Max deild karla. Grótta slapp reyndar ágætlega frá leiknum miðað við allt. Blikar skoruðu nokkur mörk sem voru dæmd af vegna rangstöðu og Blikarnir fengu líka fjölda tækifæra til viðbótar til að bæta við mörkum. Gróttumenn voru síðan manni færri síðasta hálftímann en töpuðu honum bara 1-0. Þetta eru samt verstu úrslit hjá félagi í sínum allra fyrsta leik í 62 ár eða síðan að Keflavík tapaði 1-5 á móti ÍA í frumraun sinni sumarið 1958. Bítlarnir urðu ekki til í Liverpool fyrr en tveimur árum síðar þegar Bítlabærinn eignaðist sitt fyrsta efstudeildarlið fyrir meira en sex áratugum síðan. Kærumál sáu líka til þess að fyrsti leikur Keflavíkur var ekki spilaður fyrr en í júlímánuði. 22 félög hafa spilað sinn fyrsta leik í efstu deild frá og með því að Keflvíkingar stigu sín fyrstu spor sumarið 1958. Sex þeirra hafa náð að vinna sinn fyrsta leik og alls hafa tíu af þessum nýliðum náð í stig í frumraun sinni. Gróttumenn enduðu í hópi með þessum tólf félögum sem hafa gengið stigalaus til búningsklefa eftir sinn allra fyrsta leik í deild þeirra bestu. Allra fyrsti leikur félaga í efstu deild karla: Félög sem hafa fagnað sigri í frumraun sinni frá 1958 (6): 1968: ÍBV vann 3-1 sigur á Val 1975: FH vann 1-0 sigur á Fram 1990: Stjarnan vann 2-0 sigur á Þór Ak. 1997: Skallagrímur vann 3-0 sigur á Leiftri 2008: Fjölnir vann 3-0 sigur á Þrótti 2015: Leiknir vann 3-0 sigur á ValFélög sem hafa gert jafntefli í frumraun sinni frá 1958 (4): 1978: KA gerði 2-2 jafntefli við Breiðablik 1988: Leiftur gerði 0-0 jafntefli við ÍA 1998: ÍR gerði 1-1 jafntefli við Grindavík 2007: HK gerði 0-0 jafntefli við Víking Félög sem hafa tapað í frumraun sinni frá 1958 (12): 1958: Keflavík tapaði 1-5 fyrir ÍA 1962: ÍBÍ tapaði 0-2 fyrir KR 1971: Breiðablik tapaði 0-2 fyrir Fram 1977: Þór Ak. tapaði 2-3 fyrir Keflavík 1979: Haukar töpuðu 1-3 fyrir KA 1985: Víðir tapaði 0-1 fyrir FH 1987: Völsungur tapaði 2-4 fyrir Keflavík 1989: Fylkir tapaði 0-1 fyrir Fram 1995: Grindavík tapaði 1-2 fyrir Keflavík 2010: Selfoss tapaði 1-3 fyrir Fylki 2013: Víkingur Ó. tapaði 1-2 Fram 2020: Grótta tapaði 0-3 fyrir Breiðabliki
Allra fyrsti leikur félaga í efstu deild karla: Félög sem hafa fagnað sigri í frumraun sinni frá 1958 (6): 1968: ÍBV vann 3-1 sigur á Val 1975: FH vann 1-0 sigur á Fram 1990: Stjarnan vann 2-0 sigur á Þór Ak. 1997: Skallagrímur vann 3-0 sigur á Leiftri 2008: Fjölnir vann 3-0 sigur á Þrótti 2015: Leiknir vann 3-0 sigur á ValFélög sem hafa gert jafntefli í frumraun sinni frá 1958 (4): 1978: KA gerði 2-2 jafntefli við Breiðablik 1988: Leiftur gerði 0-0 jafntefli við ÍA 1998: ÍR gerði 1-1 jafntefli við Grindavík 2007: HK gerði 0-0 jafntefli við Víking Félög sem hafa tapað í frumraun sinni frá 1958 (12): 1958: Keflavík tapaði 1-5 fyrir ÍA 1962: ÍBÍ tapaði 0-2 fyrir KR 1971: Breiðablik tapaði 0-2 fyrir Fram 1977: Þór Ak. tapaði 2-3 fyrir Keflavík 1979: Haukar töpuðu 1-3 fyrir KA 1985: Víðir tapaði 0-1 fyrir FH 1987: Völsungur tapaði 2-4 fyrir Keflavík 1989: Fylkir tapaði 0-1 fyrir Fram 1995: Grindavík tapaði 1-2 fyrir Keflavík 2010: Selfoss tapaði 1-3 fyrir Fylki 2013: Víkingur Ó. tapaði 1-2 Fram 2020: Grótta tapaði 0-3 fyrir Breiðabliki
Pepsi Max-deild karla Grótta Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - FH | Bestu liðin mætast Þróttur - Valur | Vilja auka við stigamet sitt Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Sjá meira