Pólland segist hafa ráðist óvart inn í Tékkland Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. júní 2020 22:29 Pólskur hermaður sést hér á landamærum Póllands og Tékklands. Krzysztof Zatycki/Getty Pólsk stjórnvöld hafa viðurkennt að hermenn á þeirra vegum hafi í síðasta mánuði tekið sér stöðu innan landamæra Tékklands, og þannig „ráðist óvart“ inn í landið. Varnarmálaráðuneyti Póllands segir að um mistök hafi verið að ræða. Pólskir hermenn sem komið var fyrir á landamærum ríkjanna til að sinna landamæravörslu og draga þannig úr hættunni á útbreiðslu kórónuveirunnar tóku sér stöðu við kapellu, Tékklandsmegin við landamærin, í síðasta mánuði. Þar héldu þeir til í einhverja daga og meinuðu meðal annars tékkneskum ríkisborgurum að fara að kapellunni. Tékknesk yfirvöld höfðu samband við þau pólsku þegar þau fengu veður af málinu og hermennirnir færðu sig. Pólsk yfirvöld segja um misskilning að ræða, en fulltrúar utanríkisráðuneytis Tékklands segjast enn ekki hafa fengið opinbera skýringu á málinu. BBC fjallar um málið, en fyrst var greint frá því í tékkneska staðarblaðinu Denik. Þar segir að hermennirnir hafi fyrst tekið sér stöðu Póllandsmegin við landamærin. Þeir hafi hins vegar ákveðið að fara yfir lítinn læk sem landamæri ríkjanna tveggja liggja við, og taka sér frekar stöðu við kapellu innan tékknesku landamæranna. Ekki liggur fyrir hvers vegna þeir ákváðu að gera það, né hversu lengi nákvæmlega „innrásin“ varði. Pólland Tékkland Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Fleiri fréttir Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Sjá meira
Pólsk stjórnvöld hafa viðurkennt að hermenn á þeirra vegum hafi í síðasta mánuði tekið sér stöðu innan landamæra Tékklands, og þannig „ráðist óvart“ inn í landið. Varnarmálaráðuneyti Póllands segir að um mistök hafi verið að ræða. Pólskir hermenn sem komið var fyrir á landamærum ríkjanna til að sinna landamæravörslu og draga þannig úr hættunni á útbreiðslu kórónuveirunnar tóku sér stöðu við kapellu, Tékklandsmegin við landamærin, í síðasta mánuði. Þar héldu þeir til í einhverja daga og meinuðu meðal annars tékkneskum ríkisborgurum að fara að kapellunni. Tékknesk yfirvöld höfðu samband við þau pólsku þegar þau fengu veður af málinu og hermennirnir færðu sig. Pólsk yfirvöld segja um misskilning að ræða, en fulltrúar utanríkisráðuneytis Tékklands segjast enn ekki hafa fengið opinbera skýringu á málinu. BBC fjallar um málið, en fyrst var greint frá því í tékkneska staðarblaðinu Denik. Þar segir að hermennirnir hafi fyrst tekið sér stöðu Póllandsmegin við landamærin. Þeir hafi hins vegar ákveðið að fara yfir lítinn læk sem landamæri ríkjanna tveggja liggja við, og taka sér frekar stöðu við kapellu innan tékknesku landamæranna. Ekki liggur fyrir hvers vegna þeir ákváðu að gera það, né hversu lengi nákvæmlega „innrásin“ varði.
Pólland Tékkland Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Fleiri fréttir Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Sjá meira