Enski boltinn

McManaman telur bikarafhendingu fyrir framan tóma stúku mikil vonbrigði

Ísak Hallmundarson skrifar
Steve McManaman og Robbie Fowler.
Steve McManaman og Robbie Fowler. Mynd/Nordic Photos/Getty

Steve McManaman, fyrrum leikmaður Liverpool, er ekki spenntur fyrir því að sjá sína menn lyfta Englandsmeistaratitlinum fyrir framan tóma stúku. 

Yfirstandandi tímabil í ensku deildinni verður klárað fyrir luktum dyrum vegna Kórónuveirunnar, sem þýðir að Liverpool þyrfti að öllum líkindum að lyfta Englandsmeistaratitlinum án  viðstaddra aðdáenda. 

Liverpool hefur ekki lyft þeim stóra í 30 ár. 

,,Það verður frábært þegar að því kemur, en það verða engir stuðningsmenn,“ sagði McManaman.

Seinna meir þegar allt kemst í eðlilegt horf geta stuðningsmenn mætt á völlinn og fagnað almennilega og skipulagt skrúðgöngur í borginni.

Við sáum viðbrögðin þegar þeir færðu stuðningsmönnum Meistaradeildartitilinn í fyrra, ef þeir vinna núna deildina eftir 30 ára bið munu þeir fagna, en það verður ekki eins og að vera á vellinum með liðinu.“

Liverpool mætir Gylfa Sigurðssyni og félögum í Everton í Guttagarði þann 21. júní í fyrstu umferð eftir hlé.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×